Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Page 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 S tjórnmálamenn hafa fremur illt orð á sér og fer ekki eftir löndum eða álf- um. Sú staðreynd hefur ekki endi- lega neitt með sanngirni að gera. Tilræði toppar fyrir suma Stundum hækka þó hlutabréfin í þeim þegar þeir eru allir og þá ekki síst ef þeir fara vofeiflega úr heimi. En auðvitað er ekki loku fyrir það skotið að nokkur hópur stjórnmálamanna njóti aðdáunar og virðingar um ár og síð án þess að fá það forskot sem vel heppnað banatilræði kann að veita öðrum inn í söguna. Þannig má ætla að Abraham Lincoln hefði hafist hátt á stall án hins ömurlega atbeina Boots leikara og eins hefði Júlíus Ceasar komist áfram í sögu án rýtingsstungu Brutusar og sam- særisbræðra hans. Er hann þó fjarri því að hafa verið eins farsæll og frændi hans, Águstus sem sofnaði frá sínum keisaradómi þegar þar að kom. Hin sagnfræðilega upphafning er á hinn bóginn ekki eins örugg í tilviki Johns Kennedys, Olavs Pal- mes og frú Gandhi. Öll hafa sennilega hlotið meiri fyrirferð í sögunni og jákvæðari umsögn vegna þess hvernig endapunkturinn var settur á stjórn- málastarfsemi þeirra. Nokkrum sinnum var reynt að drepa Adolf Hitler og hefði mátt vera oftar, en ólíklegt er að einu sinni vel heppnað tilræði hefði breytt í neinu stöðu hans á þeirri hillu helvítis sem hann húkir á í heimssög- unni. Breskt banatilræði Af hinum 53 forsætisráðherrum Breta var aðeins einum sýnt banatilræði sem tókst. Og þrátt fyrir þá einstöku stöðu telst forsætisráðherrann sem í hlut átti vera einn af hinum gleymdu forsætisráðherrum, en er þó þeirri stétt gert mjög hátt undir höfði í sögu Breta. Fæstir hafa nokkru sinni heyrt hann nefndan. Spencer Perceval hafði verið fjármálaráðherra í tvö ár áður en hann varð forsætisráðherra og hlotið mik- ið hrós fyrir störf sín í því embætti. Perceval virðist hafa verið ágætismaður, jafnvel óvenjulegt góð- menni, vinnusamur mjög, örlátur á sitt fé til fátæk- linga og var hann þó fjarri því að teljast fjáður, eins og fyrri tíðar forsætisráðherrar Breta voru margir. Vinnusemi og trúrækni voru megineinkenni á heimilislífinu í Downingstræti 10 í þessari forsætis- ráðherratíð. Á hverjum sunnudegi töltu þau hjónin, Katarína, hin elskaða og fallega eiginkona, og for- sætisráðherrann, með börnin sín tólf í halarófu, „öll nýþvegin í framan og með hár alúðlega greitt“ til kirkju heilagrar Margrétar í Westminster. En hinn 11. maí 1812 beið John Bellingham í and- dyri þinghúsins. Þegar forsætisráðherrann, sem var seinn fyrir, hafði afhent frakka sinn og staf hraðaði hann sér inn í anddyrið þar sem var margt manna. Bellingham miðaði byssu sinni hiklaust að brjósti ráðherrans og skaut einu skoti. Spencer Perceval lést samstundis. Það sem Runeberg orti um annan átti við þarna: „En undan brjósti blóði hans öll brúin lauguð var; hann hafði skot í hjartastað, og hvergi nema þar.“ Einum hampað, en hópnum stóra ekki Iðulega er um það rætt að mönnum sé gert hærra undir höfði í sögunni en málefnum, hermennsku fremur en hugmyndum og fáum sé iðulega hampað mjög á kostnað fjöldans. Óneitanlega er meira en lítið til í slíkum fullyrðingum. En það er ekki auðvelt við að fást. Þeir Churchill og Roosevelt (Truman) eru kynntir til sögu mannkyns (stundum í félags- skap Stalíns) sem sigurvegarar í mesta stríði sem mannkynið hefur háð fram til þessa og hafa menn þó lengi „flogist á“ eins og skáldið nefndi hetjuljóm- uð átök sögualdar hér á norðurslóðum. En það fór- ust milljónir ungra manna til að tryggja þann árang- ur „sigurvegaranna“. Grafabreiðurnar eru það eina Málefni eða menn? Eða efni- legir menn sem er mál? * Jóhanna vildi ekki víkja og sístfyrir Árna Páli. Skrifi hún ekkiupp á afsagnarblaðið sjálf skiptir engu hvar Árni párar. Steingrímur J. vill ekki heldur hressa upp á laskaða Samfylkingu á sinn kostnað. Reykjavíkurbréf 08.02.13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.