Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 45
sem heldur minningu þeirra á lofti. Það er að segja þeirra sem ekki hurfu með öllu. Og í liði þeirra sem töpuðu voru ekki færri ungir menn sem börðust ekki síður hetjulega og færðu oftar en ekki hina endanlegu fórn. Enginn þeirra hafði beðið um þetta stríð. Og sumar fórnirnar voru óþarfar, færðar fyrir glannaskap eða mistök „sigurvegaranna“ eða þeirra sem létu loks í minni pokann eða herforingja beggja, sem voru utan skotfæris allan þann tíma sem stríðið stóð. En hvað sem slíkum sannindum líður er ekki kostur á að taka sagnfræðilega lýsingu mikið öðrum tökum. Enda er eftirspurn lesenda oftast bundin einstaklingum, og persónulegum ákvörðunum. Óviljugir leiðtogar Stjórnmálamenn eru eins og aðrir meðvitaðir um þá ósanngirni sem tengist persónugervingu ákvarðana, frægðar og fordæmingar. Meðal annars þess vegna er algengt, eins og áður hefur verið nefnt í bréfi, að metnaðarfullir einstaklingar í þeim hópi vilji helst láta líta svo út að þeir séu dregnir nauðugir með töngum til forystu og upphefðar. Jafnvel vandaðir stjórnmálamenn hafa ítrekað tekið fram að persónu- legur metnaður þeirra sjálfra hafi aldrei haft neitt með það að gera að þeir hafi hlotið völd, ábyrgð eða hefðarsæti. En þetta er óþarfur tepruháttur. Stund- um er það svo að persónan, maðurinn sem valinn er skiptir mestu máli í þeirri andrá, en ekki málstaður- inn. Ef góð sátt ríkir í stjórnmálaflokki um hver málstaðurinn er og sérstaklega áhersluefni þeirrar tíðar og ekki veruleg átök um slíka þætti, þá skiptir flokk eða hreyfingu mestu máli á því augnabliki að finna rétta fólkið til forystu. Léleg forysta eða fram- varðarsveit er góðum málstað eins og hvert annað helsi. Skynji einstaklingur, eða hópur í kringum hann, að sá kunni að hafa þá hæfileika sem flokki eða þjóðfélagi séu gagnlegastir á því augnabliki er ekkert á móti því að halda slíku á lofti. Leitum skýringa annars staðar Tökum dæmi af fótbolta. Þar eru meginmarkmiðin skýr. Menn vilja vinna leik, og svo leik eftir leik, safna stigum og hampa að lokum bikar. Um þessi markmið er ekki neinn ágreiningur innan félagsliðs. Og þá þarf að finna réttu mennina. Röskan þjálfara. Þann sem getur varið mark betur en aðrir. Þá sem geta staðið sig í vörn. Þá sem geta gefið frá sér bolta á réttu augnabliki og þá sem geta potað bolta í net af meiri lipurð en aðrir menn. Það eru þessi lög- mál sem hafa orðið til þess að þeir Ronaldo og Messí fá, hvor fyrir sig, mun hærri laun en Jóhanna Sigurðardóttir, sem sumir telja eðlilegt að launa- kerfi jarðarinnar sé miðað við. Þeir tveir eru með himinhá laun og samt heyrist ekkert um að kvartað sé yfir því hve tryllingslega há launin séu. Launin þeirra miðast annars vegar við árangur og hins veg- ar við eftirspurn og framboð. Og á þann kvarða horft verður því ekki á móti mælt að laun Jóhönnu Sigurðardóttur eru svimandi há. Nýr formaður, fornfálegt far Árni Páll Árnason tilkynnti í vikunni að hann hefði ákveðið, eftir nokkra umhugsun, að ekki væru efni til þess að Jóhönnu yrði ýtt út úr ríkisstjórn fyrir sig. Nýr formaður í flokki á ekki að byrja feril sinn með slíkum látalátum. Í sigurvímunni hafði Árna orðið á að tilkynna að hann væri að yfirfara hver að- koma sín að ríkisstjórninni yrði. Þegar gleðin rjátl- aðist af honum hafði honum verið sagt að hann réði engu um þetta, enn sem komið væri. Og þá átti hann bara að kannast við það. Jóhanna vildi ekki víkja og síst fyrir Árna Páli. Skrifi hún ekki upp á afsagnar- blaðið sjálf skiptir engu hvar Árni párar. Stein- grímur J. vill ekki heldur hressa upp á laskaða Sam- fylkingu á sinn kostnað. Hann hefur nóg með að leitast við að lappa upp á sig. En það er annað sem þó skiptir mestu. Enn sem komið er hefur Árni ekki sýnt að hann hafi upp á nokkuð nýtt að bjóða. Flokkurinn hans skal áfram vera einsmálsflokkur, með Brussel sem allra meina bót. Tilþrif hans sjálfs við að bæta hag þeirra sem verst standa á meðan hann var í ríkisstjórn skiluðu engu. Raunar er sú umsögn meira að segja óviður- kvæmilegar ýkjur. Hvaða erindi ætti hann því að eiga í ríkisstjórn? Hann getur ekki beðið hærra fyrir Brussel eða andskotast betur í stjórnarskrá landsins en Jóhanna. Eða er það? Morgunblaðið/RAX 10.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.