Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 Viðtal Þ ví miður eru klukkutímarnir í sól- arhringnum mínum aðeins 24, en ef einhver á auka klukkustundir fyrir mig þá auglýsi ég hér með eftir þeim,“ segir María Birta Bjarnadóttir, verslunareigandi Maniu, leik- kona og þúsundþjalasmiður sem lætur ekk- ert stoppa sig. Það er ekkert orðum aukið að María sé kraftmikil kona en næstu dagar og mánuðir, jafnvel árið sem nánast er nýhafið er planað. „Ég er að fara í snjóbrettaferð til Noregs í lok þessa mánaðar, svo til Flórída í fallhlíf- arstökkferð í mars og fer þaðan til Los Ang- eles og verð í þrjár vikur svo eitthvað sé nefnt. Ég mun ferðast mikið á þessu ári, en ég ætla að reyna mitt allra besta að finna tíma til að fljúga meira. Mig langar að klára einkaflugmannsréttindin í ár. Ásamt því mun ég taka mótorhjólaprófið í vor og nætur- stökksréttindin í fallhlífarstökkinu ásamt svo mörgu öðru.“ María Birta er fædd árið 1988 og uppalin í Vesturbænum og gekk í Grandaskóla þangað til hún var 12 ára gömul. Þá flutti hún í Grafarvog og fór síðan í Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún sló í gegn í unglingamyndinni Óróa, varð stjarna í Svartur á leik þar sem hún er tilnefnd til Eddunar fyrir leik sinn og er núna í kvikmyndahúsum í myndinni XL. Hún opnaði búðina Maníu ung að árum og hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóð- félagi. María Birta er dóttir Bjarna Friðriks- sonar og Sigurlaugar Halldórsdóttur en stjúpi hennar er Pálmi Gestsson. Meðframleiðandi að nýjustu myndinni María Birta birtist landsmönnum nú sem Æsa í myndinni XL. Hún leikur ekki aðeins í myndinni því hún er einnig meðframleið- andi. „Ég hef ekki prófað það áður,“ segir hún og hlær, en eins og margir vita er María Birta ekki sérlega bangin við að prófa eitthvað nýtt. „XL var flókin mynd, flókinn karakter og lítill undirbúningstími. Ég leik þarna mjög brotna stúlku og var þarna í nokkrum mjög erfiðum senum sem tóku á.“ Hlutverk Dagnýjar í Svartur á leik tók líka talsvert á en þar túlkar María Birta stúlku sem er á kafi í heimi fíkniefna. „Ég er engan veginn sæta stelpan í öllum þessum myndum sem ég hef leikið í og er sannfærð um að komandi hlutverk munu færa mér allt aðra karaktera að fást við og nýja reynslu, en mér finnst ég hingað til hafa verið mjög heppin að vera einmitt ekki að festast í einhverju einu hlutverki.“ Hún hins vegar vill ekkert gefa upp um komandi verkefni. „Ég er að skoða svona hitt og þetta en ekkert sem ég get rætt að svo stöddu,“ segir María Birta. Kringlan og kvartanir Um jólin kom fjöldi frétta af Maríu Birtu, fataverslun hennar Maníu, og baráttunni við Kringluna. María Birta segir að hún hafi far- ið inn í Kringluna í algjörri neyð þegar það kviknaði í húsnæði verslunarinnar á Lauga- veginum. „Mér bauðst þarna húsnæði til af- Alltaf verið orkubolti MARÍA BIRTA BJARNADÓTTIR HEFUR UPPLIFAÐ MEIRA EN MARGIR ÞRÁTT FYRIR AÐ VERA AÐEINS 24 ÁRA. HÚN ER TILNEFND TIL EDDUVERÐ- LAUNANNA OG ÁFORMAR FREKARI LEIKSIGRA Í BLAND VIÐ SNJÓ- BRETTAFERÐIR, MÓTORHJÓLAPRÓF, HREINDÝRAVEIÐAR OG FLUG- MANNSPRÓF. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is María Birta lék í djörfum senum í Svartur á leik. Hún veigrar sér ekki við nýjum áskorunum í lífinu og er að skoða fleiri kvikmyndahlutverk þótt hún vilji ekki gefa neitt uppi að svo stöddu. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.