Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 49
10.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
talað á bak okkar en það truflaði okkur aldr-
ei. Þetta tók á sig hinar ólíklegustu myndir,
eins og þegar vinir okkar ráðlögðu okkur að
giftast konum enda þótt við myndum síðan
halda áfram að búa saman og þær úti í bæ.“
Hann hlær við tilhugsunina.
Aðallega grínistar
„Vandamálið í Japan,“ heldur Eyþór áfram,
„er að enginn hefur gengið fram fyrir
skjöldu, þá meina ég enginn sem hefur vigt í
samfélaginu. Það eru aðallega grínistar sem
þora að koma fram sem samkynhneigðir, en
þá vitandi þess að þeir verða hvort eð er
ekki teknir alvarlega og grafa því frekar
undan baráttu samkynhneigðra. Að vísu er
þingkona í Osaka núna komin út úr skápn-
um, sú fyrsta sem ég veit um, og vonandi
verður það öðrum hvatning.“
Hann segir réttarstöðu samkynhneigðra
almennt bágborna í Asíu. Ekki sé til dæmis
langt síðan þeir hafi verið fangelsaðir eða
settir á hæli í Kína. „Það er á vissan hátt
skiljanlegt að þessi barátta gangi hægar á
þessum slóðum enda eru ekki nema fáeinir
áratugir síðan algengt var að makinn væri
valinn handa fólki. Það tíðkast jafnvel enn.“
Það kom í hlut Eyþórs að tilkynna for-
eldrum Junya um andlát hans. „Það var ekki
auðvelt en ég lét hvatvísina ráða og hringdi.
Þau komu til Íslands til að vera viðstödd út-
förina og það var átakanlegt að hitta þau
eftir öll þessi ár. Aumingja fólkið var bugað
af sorg og sektarkennd. Faðir hans skrifaði
bréf sem hann lagði ofan í kistuna. Það var
þeirra kveðja. Þau vissu sama og ekkert um
okkar líf en stöldruðu við í eina viku til að
kynnast mér betur og hitta vini okkar. Að
því búnu fögnuðu þau því að hafa eignast
nýjan son og buðu mig velkominn í fjölskyld-
una. Ég var djúpt snortinn.“
Það stóð ekki lengi. „Tveimur vikum síðar
skrifaði faðirinn mér bréf og tjáði mér að
Junya hefði aldrei komið út úr skápnum
gagnvart þeim og þannig vildu þau hafa það
áfram. Fyrir vikið væri ekki heppilegt að ég
væri að koma í heimsókn. Ég veit ekki hvað
olli þessum sinnaskiptum en eitthvað breytt-
ist þegar þau komu aftur heim í sitt venju-
lega umhverfi. Ég hef hvorki heyrt né séð
þau síðan enda lít ég á þetta sem svik við
minningu sonar þeirra.“
Ætlaði aldrei að koma aftur
Eftir að Eyþór lauk doktorsprófi frá háskól-
anum í München árið 1993 söðlaði hann
Morgunblaðið/Kristinn
Eyþór og Junya giftu sig í desember 2007 en héldu veisluna sumarið 2008.
*Viðhorfsbreytingin er gríðarleg, réttindum sam-kynhneigðra hefur fleygt fram og baráttansennilega hvergi lengra komin í heiminum.