Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Qupperneq 8
Ef einhver lumar á jólaplöttum, árgerð 1928, frá Bing og Gröndahl; af kirkjugestum á leið í Dómkirkjuna, gæti sá hinn sami orðið ríkur. Ef til vill hangir slíkur platti uppi á vegg í einhverri íslenskri stofu, nú eða rykfellur í geymsl- unni. Á uppboðssíðunni ebay.com er þessi gerð jólaplatta frá danska postulínsframleiðand- anum til sölu og er ásett verð um 7.000 dollarar eða um 900.000 íslenskar krónur. Platt- inn er sagður sjaldgæfur en safnarar vakta ebay.com og sam- kvæmt þessu er spurning hvort einhver vilji skipta á stofustássinu og fé. Nokkrir af jólaplöttum Bing og Gröndahl eru eftirsóttir meðal safnara um allan heim. Dómkirkjuplatti á 900.000 á ebay.com 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013 Esko Aho, fyrrverandi forsætisráðherra Finn-lands, vitnaði á Viðskiptaþingi í vikunni íummæli íshokkíleikmannsins Wayne Gretzky um muninn á góðum leikmönnum og þeim bestu. Gretzky á að hafa sagt að munurinn væri sá að góðir leikmenn færu þangað sem pökkurinn væri en þeir bestu þangað sem pökkurinn stefndi. Með þessari samlíkingu fylgdi ráðgjöf Esko Aho til þjóða sem vildu vera í forystu um að sækja fram í krafti sérstöðu, sjálfstæðis og eigin styrkleika. Fara ekki endilega sömu leið og hinir eða þangað sem flestir væru, heldur hafa hugrekki til að gera áætlanir um vöxt og uppbyggingu á eigin for- sendum. Þetta sagði hann sérstaklega mikilvægt fyrir smærri þjóðir sem stæðu á stórum tímamót- um, líkt og Ísland. Esko Aho talaði um framtíðina og Ísland af mik- illi bjartsýni. Það sama verður því miður ekki sagt um alla íslenska stjórnmálamenn. Stundum virðist jafnvel sem þeir sem forystu eiga að hafa fyrir upp- byggingu, vexti og von í landinu telji það frekar skyldu sín að tala kjarkinn úr þjóðinni. Sumir þess- ara forystumanna hafa haldið því fram að þjóðin hljóti að vera skyni skroppin sjái hún ekki að hún geti ekki ráðið eigin ráðum. Aðrir hafa sagt kröfur um fleiri tækifæri og lífskjör sem standist sam- anburð við nágrannaþjóðir okkar, dæmi um óhóf og græðgi sem helst megi líkja við sjúklega löngun í stöðugt sykurát. Það er nauðsynlegt að tala gegn slíkri svartsýni. Ísland á skilið raunverulegt tækifæri til að skipa sér í hóp með þeim allra bestu og Íslendingar eiga skilið tækifæri til menntunar, atvinnu og kaup- máttar sem gefur fjölskyldum von um betri tíma. Sem þjóð þurfum við að sameinast um að gefa okk- ur sjálfum slíkt tækifæri og kosningarnar í vor eiga að snúast um nákvæmlega það. Í aðdraganda þeirra þurfum við því að ræða hvort við viljum nýta reynslu fortíðar og viðfangsefni samtíðar til að gera betur í framtíðinni eða hvort við viljum í gremju og grimmd dvelja í skotgröfum sem löngu eiga að heyra sögunni til; hvort við viljum efla okkur sem sjálfstæða, öfluga og dugandi þjóð eða ganga til liðs við misskilið erlent skjól sem á nóg með eigin vandamál. Við þurfum líka að ákveða hvort við vilj- um breyta stjórnmálunum og samfélaginu til góðs með því að vinna saman og gera það besta fyrir sem flesta eða hvort við viljum áfram hlusta á efasemdir um einmitt það. Ísland er og á að vera land tækifæranna. Verk- efni okkar er að gefa Íslandi tækifæri til að vera áfram slíkt land og það gerum við best með því að trúa á okkur sjálf, hvert annað og þá framtíð sem sameiginlega bíður okkar. Þá þurfum við engu að kvíða – því líkt og íshokkíleikarinn Gretzky og finnska þjóðin munum við ná árangri og nýta styrk- leika okkar og sérstöðu til að skora – okkur öllum til heilla. Gefum Íslandi tækifæri * Ísland á skilið raunveru-legt tækifæri til að skipasér í hóp með þeim allra bestu og Íslendingar eiga skilið tæki- færi til menntunar, atvinnu og kaupmáttar sem gefur fjöl- skyldum von um betri tíma ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Hanna Birna Kristjánsdóttir hanna.birna.kristjansdottir@reykjavik.is Björn Þorláksson Ferð í Mývatnssveit fyrirhuguð á morgun, þar á ég marga helgi- staði, s.s. Hverfjall, Grjótagjá og Dimmu- borgir. Mun seint komast frá því að sækja í dýnamík náttúrunnar um- fram aðra dýnamík, þótt mann- heimar og mannanna verk líki mér einnig almennt ágætlega! Guð blessi náttúru Íslands og forði henni frá eyðileggingu skammsýnna manna. Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson Hjól- hestaspyrna á Laugardalsvelli sláin inn, sig- urmark í efstu deild karla - check. Dagur Sveinn Dag- bjartsson, Kristinn V. Jó- hannsson, Gunnar Gylfa- son og félagar. Þetta er klárlega hjólhestaspyrna og ekki bakfalls- spyrna Dagur og ef þú vilt þá get ég kennt þér þetta, karlinn minn! En þú þarft þrotlausar æfingar á hverj- um degi í langan tíma til að ná þessu, karlinn minn! Edda Sif Pálsdóttir @EddaSif- Palsd Fattaði seint í gærkv. þegar ég taldi allar áhyggj- urnar saman að ég hlýt að vera með kvíð- aröskun. Fylltist eðlilega miklum kvíða í kjölfar- ið. Daníel Geir Moritz ? @Danel- GeirMoritz Veit ekki alveg með þennan Ste- ven Lennon gæja. Hann lítur stórt á sig og virðist ekki vita að hann sýndi lítið fyrir meiðslin í fyrra. Halldór Halldórsson @DNADORI Algjör tómleiki sem grípur mann þegar bollu-, sprengi- og ösku- dagur eru að baki. AF NETINU Ómar R. Valdimarsson, blaðamaður á Bloomberg- fréttaveitunni, olli miklum ruglingi hjá blaða- mönnum sem sóttu blaðamannafund hjá FME á Höfðatorgi á fimmtudag. Þegar blaðamenn ætluðu að tengjast netinu með því að skrá sig inn á þráðlausa tengingu dúkkaði upp nettenging undir heitinu „sex- ymotherfucker“ sem talið var að væri tenging FME. Var mikið hlegið að þessu á fundinum og þótti mörgum sem kerfisstjórar FME hefðu hug- myndaflug í lagi. Ekki var hins vegar um nafn á neti FME að ræða heldur er það þráðlaus 3G-netpungur Ómars sem heitir þessu skemmtilega nafni. Einhverjir blaðamenn á fundinum gerðu athugasemdir strax á fésbók við þessa nafngift og þegar Ómar sá þær leiðrétti hann þennan misskilning. Þess má geta að FME er ekki með þráðlaust net – slíkt passar ekki inn í stofnun sem meðhöndlar viðkvæm skjöl. Ómar olli ruglingi Ómar R. Valdimarsson kann að gefa net- tengingum nafn. Morgunblaðið/Ómar Vettvangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.