Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Side 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Side 9
17.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. Þetta er örugglega að verða20 ára gamall draumur,“segir Hrefna Hrund Er- lingsdóttir sem lét nýverið verða af því að fara í nafnabreytingu. Hrefna Hrund, sem áður hét Hrund Erlingsdóttir, segir að löngunin til að taka upp Hrefnu- nafnið hafi nánast alltaf verið til staðar, en 10 ár séu síðan hún fór að hugsa um nafnabreyt- inguna fyrir alvöru. Hún var þó ekki tilbúin til að taka skrefið fyrr en nú. Hrefnu-nafnið kemur frá ömmu hennar sem hét Jónína Hrefna Magnúsdóttir, en var aldrei köll- uð annað en Hrefna. Hrefna var að sögn Hrefnu Hrundar ein- staklega hlý og góð kona og fyr- irmynd allra sem hittu hana. Hrefnu Hrund hefur oft verið líkt við ömmu sína og segist oft hafa verið kölluð „Litla Hrefna,“ auk þess sem hún segir að margir hafi kallað sig Hrefnu án þess að vita af löngun hennar til að bera nafnið. Ástæða þess að hún ákvað svo að fara út í langþráða nafna- breytingu var sú að faðir henn- ar, Erling Magnússon, tjáði henni fyrir skemmstu að hann hefði lengi séð eftir því að hafa ekki nefnt hana Hrefnu. Ástæða þess að hún fékk ekki nafnið við skírn var sú að eldri frænka hennar hafði fengið nafnið og því þótti ekki ástæða til að bæta við fleiri Hrefnum. En eftir þetta samtal varð ekki aftur snúið og fljótlega var eiginnafnsbreytingin gengin í garð. Hrefna Hrund segir þó fleira spila inn í: „Mér hefur aldrei líkað neitt voðalega vel við Hrundar-nafnið, sérstaklega ekki þegar ég var yngri því það rím- ar náttúrlega allt við Hrund …“ Hún viðurkennir að henni hafi liðið eins og hún væri að gera eitthvað sem hún mætti ekki og tók sér tíma í að fullvissa sig um að foreldrar hennar yrðu ekki ósáttir með nafnabreyt- inguna, en hún segir þau hafa stutt hana sem og allir í kring- um sig. Hún telur að þetta muni hafa jákvæð áhrif á sjálfsmyndina og það sé góð tilfinning að sjá nafnið á prenti. Fyrsta bréfið hafi til dæmis verið einkar kær- komið enda bar það með sér staðfestinguna á nafnabreyting- unni. Framundan sé svo að end- urnýja vegabréf, ökuskírteini og fleira, svo ekki verði misskiln- ingur vegna breytingarinnar. Aðstandendur og vinir hafa undanfarið spurt hvað þeir eigi að kalla hana núna. Hrefna Hrund segir það ekki skipta máli og gerir ráð fyrir því að þeir sem þekktu hana sem Hrund muni halda áfram að kalla hana Hrund en framvegis muni hún þó kynna sig sem Hrefnu Hrund. Hrefna Hrund er stolt af nafninu sínu enda segir hún Hrefnu ömmu sína hafa verið sérstaklega hlýja og góða konu. Morgunblaðið/Golli „AMMA VAR FYRIRMYND ALLRA SEM HITTU HANA“ Hét Hrund, heitir nú Hrefna Hrund HÚN ÁKVAÐ AÐ FARA Í NAFNABREYTINGU ÞVÍ HENNI HEFUR ALLTAF FUNDIST HÚN HEITA HREFNA OG SEGIR MARGA HAFA KALLAÐ SIG ÞVÍ NAFNI ÞRÁTT FYRIR AÐ HÚN HAFI ALLTAF KYNNT SIG SEM HRUND, ÞAR TIL NÝLEGA. Jónína Sif Eyþórsdóttir jse4@hi.is * Ástæða þess að hún ákvað svo að faraút í langþráða nafnabreytingu var súað faðir hennar, Erling Magnússon, tjáði henni fyrir skemmstu að hann hefði lengi séð eftir því að hafa ekki nefnt hana Hrefnu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.