Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 13
vetrarhimininn, hvað eftir annað heyrist drunur frá stórskotaliði og gelt í vélbyssum. Nokkur hundruð metrum lengra eru verslanir opnar og hægt að kaupa mynddiska og skartgripi, ferðatöskur og fatnað á basörum. Embættismenn ganga er- inda sinna eins og allt sé með felldu. En svo er ekki. Áður ríkti stjórnin í krafti óttans. Nú þurfa embættismenn, yfirmenn úr hern- um, lögregluforingjar og aðrir þeir, sem hliðhollir eru stjórninni, að fara með gát. Þeir eiga á hættu að vera færðir brott með vopnavaldi og haldið föngnum, oft svo vikum skiptir. Mörg fórnarlambanna eru pyntuð og síðar sleppt gegn lausn- argjaldi. Mannræningjarnir segjast vera á vegum hins Frjálsa hers Sýrlands, en engin leið er að segja til um hvort það er rétt eða um ótínda glæpamenn er að ræða. Reyndar virðist spilling breiðast út meðal uppreisnarmanna. Í við- tali við AFP í liðinni viku sagði Abu Mahmoud, einn leiðtoga upp- reisnar manna sumir uppreisnar- foringjar hefðu makað krókinn „með skammarlegum hætti á kostnað sannra uppreisnarmanna“ sem féllu á vígstöðvunum. „Hinni raunverulegu byltingu í Sýrlandi er lokið,“ sagði Mahmoud og bætti við: „Okkar fallega bylting hefur verið tekin herskildi af þjófum og spillingaröflum.“ Fullyrti hann að þeir létu greipar sópa um tómar íbúðir og hús fólks, sem hefði flúið átökin, og seldu góssið í Tyrklandi, „bíla, rafmagnstæki, vélar, elds- neyti, fornmuni, allt hugsanlegt“ og taldi upp hina ábyrgu foringja. Í Daraja, vígi uppreisnarmanna, er gefið út neðanjarðarblað á net- inu sem heitir Enab Baladi eða Þrúgur míns lands. Þar hefur eyði- leggingunni í Daraja verið lýst og má sjá orrustuþotur varpa sprengj- um á Daraja og skriðdreka fara um og skjóta af handahófi á húsin í bænum. Grípa hvert hálmstrá Koebl ræddi við fimm unga upp- reisnarmenn, þrjár konur og tvo karla. Hún spurði konurnar hversu róttækar þær væru. „Í upphafi fór- um við í kröfugöngu með blóm í þágu umbóta. Stjórnvöld buðu til hringborðsviðræðna, eftir það vissu þeir hverjir voru í forustu hjá okk- ur og handtóku þá. Við erum íhaldssamar, en viljum ekki stofna kalífat. Við þráum lýðræði, mennsku.“ Baráttan gegn her, sem leggur eigið land í rúst, og beiskja yfir því að engin hjálp hafi borist frá Vesturlöndum hefur sett mark sitt á viðmælendur Koebl. Þeir rétt- læta mannrán með því að þeir þurfi með einhverjum hætti að fá vini og ættingja leysta úr haldi og spyrja hvað í ósköpunum þeir eigi að gera í því þótt öfgamenn á borð við liðsmenn Jabhat al-Nusra, sem haldið er fram að tengist armi hryðjverkasamtakanna al-Qaeda í Írak, berjist í þeirra röðum. „Við erum fórnarlömb, við deyjum, við grípum hvert hálmstrá.“ Nú hafa uppreisnarmenn sam- eiginlegt markmið, en hvað gerist falli stjórnin? „Þá berjumst við gegn al-Nusra,“ segir einn viðmæl- enda Koebl. „Þetta er bara upphaf- ið á löngu ferli.“ Al-Nusra kom fram á sjónar- sviðið í janúar í fyrra og hefur að markmiði að stofna íslamskt ríki og stjórna í krafti sjaríalaga. Víst er talið að samtökin hafi fengið bæði liðsmenn og vopn frá Írak. Hinir írösku vígamenn munu vera meðal þeirra reyndustu og vígfimustu í liði uppreisnarmanna. Fyrir áramót viðurkenndu Bandaríkjamenn hið nýstofnaða Þjóðarbandalag sýr- lenskra uppreisnar- og andspyrnu- afla og fetuðu þar í fótspor stjórna arabaríkja við Persaflóa, Tyrk- lands, Bretlands og Frakklands og sögðu að það væri hinn „lögmæti fulltrúi sýrlensku þjóðarinnar“. Bandaríkjastjórn skar sig hins veg- ar úr að því leyti að hún lýsti einn- ig yfir því að al-Nusra væri hryðju- verkasamtök í tygjum við al-Qaeda. Þá er komin fram önnur minni íslamistahreyfing undan skugga al- Nusra. Ahrar al-Sham er byggð upp af innfæddum og boðar um- burðarlyndari útgáfu af íslam en al-Nusra. Liðsmenn Ahrar al-Sham neita til dæmis að því er virðist að taka þátt í sjálfsmorðssprengju- árásum öndvert við al-Nusra, sem hefur lýst ábyrgð á flestum slíkum árásum í Sýrlandi á hendur sér. Félagar í Ahrar al-Sham hafa látið að sér kveða í átökum upp á síð- kastið og munu hafa uppskorið peninga frá ríkjum við Persaflóa. Leiðtogar Ahrar al-Sharam sátu margir í fangelsi, en voru látnir lausir þegar Assad náðaði fjölda fanga 2011. Öfugt við liðsmenn al- Nusra njóta þeir stuðnings gras- rótarinnar í norðurhlutanum vegna þess að þeir eru þaðan. Reiptog stórvelda Borgarastyrjöldin í Sýrlandi fer ekki fram í tómarúmi. Þar takast á annars vegar Rússar, Kínverjar og Íranar og hins vegar Sádar, Kat- arar, Tyrkir, Bandaríkjamenn og ríki Evrópusambandsins. Sádar og bandamenn þeirra hafa hug á því að koma sítum frá völdum í Sýr- landi og rjúfa þannig tengsl Írana við Hezbollah-hreyfinguna í Líb- anon. Sádar og Tyrkir sjá hag sinn í því að auka veg súnníta. Stuðningsmönnum Assads finnst hins vegar nóg um ítök Vestur- landa í Mið-Austurlöndum. Þar fara Rússar fremstir í flokki og vilja meðal annars tryggja að þeir haldi herstöðinni í Tartus, einu flotastöð rússneska sjóhersins við Miðjarðarhaf. Þeir hafa selt stjórn- völdum vopn og sætt gagnrýni fyr- ir. Uppreisnarmenn fá meðal ann- ars stuðning frá Saudum. Þetta valdatafl flýtir ekki fyrir lausn hinnar blóðugu borgarastyrjaldar í Sýrlandi þar sem almenningur hef- ur fengið nóg og margir hafa ekki bara fengið nóg af Assad heldur einnig sveitum hins Frjálsa hers Sýrlands og vilja að átökunum linni áður en landið verður rústir einar. AFP * Ástandið er slæmt og fer versnandi,landið er að leysast upp fyrir allraaugum; það er engin hernaðarlausn á þess- ari deilu – að minnsta kosti ekki nema leggja eigi Sýrland algerlega í rúst og ganga milli bols og höfuðs á sýrlensku þjóðinni. 17.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Útlitið í Sýrlandi er ekki gott. Refsiaðgerðir Banda- ríkjamanna virðast beinast að þeim sem síst skyldi, pattstaða er í átökunum í Damaskus og spilling gref- ur um sig þar sem uppreisnarmenn hafa náð völdum af stjórninni. Þetta er niðurstaða skýrslna, sem bandaríska utanríkisráðuneytið hefur fengið frá stjórnarandstæðingum, sem vinna með hinum Frjálsa her Sýrlands. Greint var frá innihaldi þeirra í dagblaðinu Wash- ington Post. Þar kemur fram að í Damaskus séu stjórnarliðar víða með varðstöðvar, en liðsmenn stjórnarandstöðunnar geti fundið leiðir til að kom- ast allra sinna ferða. Liðsmenn öfgahreyfingarinnar Jabhat al-Nusra, sem berst með uppreisnarmönn- um, borgi fólki fyrir að taka upp vopn og ganga til liðs við hana. Þar segir einnig að refsiaðgerðir, sem gripið var til undir forustu Bandaríkjamanna, hafi misheppnast líkt og í Írak á síðasta áratug 20. aldar. Fátækt fólk og millistéttin líði skort á meðan þeir sem eru hollir stjórninni maki krókinn. „Stjórnin getur sniðgengið refsiaðgerðirnar með því að nota vörur, sem hvorki eru bandarískar né vestrænar. … Háttsettir stjórn- arliðar hafa úthugsað net til að ráðskast með háar innistæður á reikningum sínum.“ Segir að aðgerð- irnar hafi valdið gríðarlegum tilflutningi á auði frá al- menningi til stjórnarliða. Við núverandi aðstæður þar sem skortur er viðvarandi og verðlag fer hækk- andi hagnist aðeins kaupsýslumenn, sem njóti vel- vildar hersins til að verja birgðalestir sínar. Þá kemur einnig fram að stjórn Assads skammti eldsneyti og rafmagn markvisst, hygli vinum og refsi óvinum. Hversu margar klukkustundir rafmagnið sé á í tilteknum hverfum fari eftir því hversu mikinn stuðning við stjórnina sé þar að finna. Þar sem stuðningur er mikill sé jafnvel rafmagn 18 klukku- stundir á dag, en þar sem hann er minni allt niður í þrjár klukkustundir. Hörðustu andstæðingarnir fá ekkert rafmagn og í hverfum þeirra er slökkt á end- urvarpsstöðvum fyrir farsíma. Bandaríkjamenn hafa haldið að sér höndum gagn- vart átökunum í Sýrlandi. Nú er spurt hvort það muni breytast með nýjum utanríkisráðherra, John Kerry. Vitað er að Barack Obama Bandaríkjaforseti geldur varhug við íhlutun í Sýrlandi, kannski vegna þess að hann óttast að greiða götu íslamista til valda. „Getum við breytt einhverju?“ spurði hann í nýlegu viðtali við tímaritið New Republic. Fram hef- ur komið í The New York Times að í fyrrasumar kom Obama í veg fyrir að Hillary Clinton, sem nú lætur af embætti utanríkisráðherra, hrinti af stað áætlun um að láta valdar sveitir uppreisnarmanna hafa vopn og veita þeim þjálfun. REFSIAÐGERÐIR BITNA Á ÞEIM SEM SÍST SKYLDI Barack Obama John KerryHillary Clinton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.