Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Síða 20
Þ að er ánægjulegt hve aukinn áhugi er á skíðagöngu meðal almenn- ings. Skíðaganga höfðar til mjög breiðs hóps bæði hvað varðar aldur og líkamlegt form. Fjöldi fólks sem stundar gönguferðir á sumrin og nú í auknum mæli einnig að vetri er að uppgötva hvað skíðagangan er góð viðbót og það sama gildir um þann stóra hóp sem stundar skokk og hlaup,“ segir Þóroddur F. Þórodsson, formaður skíða- göngufélagsins Ullar. Félagið var stofnað árið 2007 og er með aðstöðu í Bláfjöllum. Nafnið kemur úr goðafræðinni en Ullur var sonur Sifjar og stjúpsonur þrumu- guðsins Þórs. Mörgum kemur á óvart hvað skíðaganga getur verið krefjandi og reynt á allan líkamann, jafnvel þótt menn séu í góðu formi. Þóroddur segir að það sé þó hægt að njóta útiverunnar og fjallaloftsins án mikillar útiveru. „Ef viðkomandi vill taka á þegar á skíðin er komið en einnig er hægt að njóta skíðagöngu og útiveru án verulega mikillar áreynslu. Margir fá þó strengi þar sem hreyfingin getur verið ólík því sem fólk er vant, jafnvel úr heilsuræktinni.“ Í vetur hafa Ullungar boðið fólki á námskeið þar sem farið er í und- irstöðuatriði skíðagöngunnar. „Við stefnum á að halda ókeypis nám- skeiðum áfram en um 130 manns eru búnir að mæta og annar eins hópur bíður færis.“ Gott samstarf er við starfsmenn skíðasvæðisins í Bláfjöllum en þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði var til dæmis búið að leggja 10 kílómetra spor upp á heiði. „Vonandi fáum við gott veður sem flestar helgar það sem eftir er vetrar svo fólk geti notið dagsins á gönguskíðum.“ Um helgina verður Bláfjallagangan en henni varð að fresta vegna veð- urs fyrir tveimur vikum. Þar eru gengnir 20 kílómetrar og fá þeir sem ljúka henni stig í stigakeppni Íslandsgöngunnar. Einnig eru í boði styttri vegalengdir og ættu því allir að geta fundið vegalengd við sitt hæfi. Fyrirhugað er einnig að halda Reykjavíkurmót sem væntanlega verður helgina 23.-24. febrúar. Í skála Ullar við Suðurgil í Bláfjöllum er hægt að leigja gönguskíði, skó og stafi fyrir þá sem vilja prófa. Börn og unglingar yngri en 16 ára fá búnaðinn lánaðan endurgjaldslaust. „Æfingar eru öðru hverju fyrir börn og unglinga og stefnt er á að fara með hóp á Andrésarleikana í Hlíðarfjalli í vor,“ segir Þóroddur um leið og hann rennir sér af stað. Æfingin er hafin. Þóroddur F. Þóroddsson hjá Ulli segir hlaupara og fjallgöngufólk í auknum mæli stunda skíðagöngu á veturna sem viðbót, enda bæti skíðaganga styrk og þol. Morgunblaðið/Kristinn VINSÆLDIR SKÍÐAGÖNGU AUKAST Höfðar til breiðs hóps SKÍÐAGANGA VERÐUR VINSÆLLI MEÐ DEGI HVERJUM AÐ SÖGN ÞÓRODDS F. ÞÓRODDSSONAR, FORMANNS SKÍÐAGÖNGUFÉLAGSINS ULLAR. FÉLAGIÐ BÝÐUR UPP Á ÓKEYPIS NÁMSKEIÐ Í ÞVÍ HVERNIG Á AÐ GANGA Á SKÍÐ- UM ENDA EKKI SAMA HVERNIG ÞAÐ ER GERT. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is *Heilsa og hreyfingEinar Hólmgeirsson handboltakappi lætur gömlu meiðslin ekki hindra sig í að þjálfa Metabolic »23 Morgunblaðið/Kristinn Skíðaganga er tignarleg íþrótt. FOSSAVATNSGANGAN ER STÆRSTA MÓT SKÍÐAGÖNGUFÓLKS Fossavatnsgangan er elsta skíðamót sem enn er við lýði á Íslandi, en gangan fór fyrst fram árið 1935. Gangan mark- ar lok skíðavertíðarinnar hér á landi og er stærsta mót skíðagöngufólks hér. Í dag er keppt í fjórum vegalengdum; frá sjö kílómetrum upp í 50 kílómetra. Eftir að 50 km vegalengdin var tekin upp hefur mótið vakið sífellt meiri at- hygli erlendis. Fossavatnshelgin er gönguskíðahelgi sem enginn sem nýtur útiveru ætti að láta framhjá sér fara. Hápunkturinn á Ísafirði Það er frábær líkamsrækt að stunda skíðagöngu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.