Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Qupperneq 37
markaðnum bílar sem bakka í stæði án aðstoðar og víst er að sumir eru fegnir að vera lausir við að gera það sjálfir. Mörgum kann þó að þykja það fremur óhugnanleg tilhugsun að sitja í bíl sem ferðast um þjóðvegina án þess að mannshöndin komi þar að, enda hættan talsvert meiri þar en þegar bakkað er í stæði. Kostirnir við þessa tækni eru þó umtals- verðir ef vel tekst til (sjá töflu). Ef við tökum verkfræðinga Google á orðinu, og gefum okkur að tæknilega verði ökumannslausir bílar orðnir valhæfur kostur eftir fimm ár, hvað er það þá sem stendur í vegi fyrir því að við tök- um þessa tækni upp þegar hún verður fullþróuð? Lagaleg álitamál Enn sem komið er eru það fyrst og fremst lögfræðileg og heim- spekileg álitamál sem þarfnast úr- lausnar áður en við getum látið Google um aksturinn. Öll umferð- arlöggjöf í dag miðar við að öku- tæki sé stjórnað af ökumanni og í augum laganna er það ökumað- urinn sem er ábyrgur fyrir því sem gerist meðan á akstri stend- ur. Þetta þyrfti að breytast og þá vaknar spurningin: Hver er ábyrgur í ökumannslausum bíl? Ef upplýsingar tölvunnar um há- markshraða eru ekki réttar, hver á þá að greiða hraðasektina? Far- þeginn? Google (eða annar fram- leiðandi sjálfökutækninnar)? Fyr- irtækið sem átti að sjá um að upplýsingarnar væru réttar? Hver er ábyrgur ef slys verður? Og hvaða tryggingafélag á að greiða bætur vegna slysa sem hljótast af ökumannslausum bílum? Þetta eru dæmi um lögfræðileg vandamál sem ekki eru enn til nein svör við og hugsanlegt að ekki fáist svar við þeim nema í gegnum dóm- stóla. Getur tölva tekið siðferðileg- ar ákvarðanir? Þá er ennfremur ósvarað heim- spekilegum spurningum sem óvíst er að tölvur ráði við. Ef dýr hleypur í veg fyrir ökumanns- lausan bíl, hvort ber tölvunni að aka niður dýrið eða keyra bílinn út af veginum? Breytist svarið eftir því hvort það er lítið dýr eða stórt sem stefnir farþegum í hættu? Hvað ef það er skógur við veginn? Eins má þá spyrja hvað er rétt ákvörðun ef hjólreiðamað- ur hjólar skyndilega í veg fyrir bílinn við aðstæður þar sem ekki er hægt að stoppa í tæka tíð. Er réttlætanlegt að keyra á hann? Hvað ef það eru gangandi vegfar- endur sitthvorumegin við bílinn? Breytist svarið ef það er barn á hjólinu frekar en gamall maður? Skiptir farþegafjöldi í bílnum máli við svona hugleiðingar? Hversu hættulegir sem mannlegir öku- menn eru í umferðinni (og þeir eru áreiðanlega hættulegri en ökutölvur), þá eru þeir ábyrgir gjörða sinna. Og þótt tækninni fleygi enn frekar fram á komandi árum á hún enn langt í land með að öðlast siðferðisvitund. 17.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 * Færri umferð-arslys – flest umferð- aróhöpp eru til- komin vegna mannlegra mistaka * Betri viðbragðs-tími – tölva er mun fljótari að bregðast við óvæntum að- stæðum en manns- hugurinn * Bætt umferðarflæði– tölva gleymir sér ekki á rauðu ljósi og getur ekið nær næsta bíl * Blindir og fatlaðirgeta ferðast án aðstoðar – jafnvel ungbörn og drukkið fólk líka * Bílastæðavandamál úrsögunni – bíllinn getur skilið þig eftir á áfangastað og lagt sér sjálfur og sótt þig aftur þegar þú ert tilbúinn að fara aftur * Minna pláss undir bíla-stæði – tölvustýrðir bílar gætu lagt mun þéttar * Minni umferð-arlöggæsla. Tölvustýrðir bílar fara ekki yfir á rauðu ljósi og virða reglur um há- markshraða * Hærri hámarkshraði –aukið öryggi af tölvustjórnun myndi væntanlega gefa kost á hærri hámarkshraða Hverjir eru kostir sjálfkeyrandi bíla? Smáralind | Sími 512 1330 Laugavegi 182 | Sími 512 1300 Tryggðu þér eintak iMac
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.