Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Side 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Side 39
17.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Victoria Beckham sýndi tískulínu sínafyrir næsta haust á tískuvikunni í NewYork sem er nýlokið. Línan er allt öru- vísi en fólk á að venjast af henni og undirrituð fékk gæsahúð og hugsaði með sér að nú væri hún búin að slá í gegn. Ég dáist að Victoriu Beckham, jafnvel þótt hún spari brosin og gefi ekki sérstaklega mikið af sér. En hverjum myndi ekki líða svona í hennar stöðu, með alla þessa krakkahrúgu, eiginmann sem virðist gera lítið annað en að sitja fyrir á nærbrók- unum, óþolandi aðstoðarfólk, endalausar ásak- anir um átröskun, stöðugan þeyting á milli landa, búferlaflutninga, rifrildi við fyrrverandi meðlimi Spice Girls og ofan á allt kemst hún ekki ein út í sjoppu því alls staðar eru ljós- myndarar sem fylgja henni eftir. Á svona augnablikum er ekkert annað í stöðunni en að setja bara upp sólgleraugu og fýlusvip … Í nýjustu línunni er mikið næmi í sniðagerð og Beckham hefur gott lag á því að raða fötum saman. Hún hefur einnig ákveðið innsæi þegar kemur að litum og hvernig best er að púsla þeim. Þetta sést best á klæðaburði hennar sjálfrar. Klæðaburður hennar hefur þróast fal- lega síðasta áratuginn. Hún byrjaði í magabol með aflitað hár, með allt of mikla sólbrúnku og of stóra sílikonpúða (sem settir voru yfir vöðva) yfir í að skarta venjulegum „mömmubrjóstum“ með sítt hár í vönd- uðum og elegant frúarfötum. Það verður reyndar að taka mið af því að frú Beckham er að eldast (eins og við hinar … því miður) og skinkulúkkið gæti hafa verið byrjendamis- tök. Fyrri fatalínur frú Beckham hafa verið klæð- skerasniðnar á konur sem eru eins og hún í vext- inum. Það gerði það að verkum að kúnnahópurinn varð þröngur. Ríku konurnar sem eiga peninga fyrir Beckham-kjólum (og fitusogi) fundu sig fæstar í níðþröngum „pensil-kjólum“ með bera handleggi og á 12 cm hælum. Nýja línan er af allt öðrum toga sem mun gera það að verkum að allskonar konur muni njóta sín í henni. Það er kannski vegna skinkuáranna sem frú Beckham hefur átt erfitt uppdráttar í tískuheiminum. Hennar fyrsta hönnunarvinna var að gera gallabuxnalínu fyrir Rock & Republic árið 2004. R&R var mjög heitt gallabuxnamerki, svo heitt að undirrituð fékk sér einar slíkar þótt þær væru ekki til í réttri stærð í búð- inni. Af einhverjum bjart- sýnisástæðum náði ég að troða mér í þær inni í mát- unarklefanum en þær voru svo þröngar að ég óttaðist alltaf að þær myndu springa utan af mér ef ég færi í þeim út úr húsi. Sem gerði það að verkum að ég gerði fátt annað en að máta þær heima til að tékka á því hvort ég væri ekki örugglega búin að grennast pínulítið. Þar sem ég hef aldrei átt vigt notaði ég R&R-gallabux- urnar sem viðmið og blótaði alltaf jafn mikið þegar björg- unarhringurinn flæddi yfir buxnastrenginn eins og eng- inn væri morgundagurinn. R&R-buxurnar mínar voru lágar í mittið með „bootcut“- sniði. Þegar sá dýrðardagur rann upp að ég komst í bux- urnar, gat andað í þeim og sest, voru „skinny jeans“ komnar í tísku. martamaria@mbl.is Skinkuárin draga dilk á eftir sér Svona leit hún út á R&R-tímabilinu. Victoria Beckham í víðri skyrtu við gallabuxur þegar hún sýndi á tísku- vikunni í New York. Haustlína Victoriu Beckham fyrir næsta haust. með breytilegu útliti nú á kynningarverði MINIMA 5 PLÚS títan umgjarðirnar Ein umgjörð, eitt eða fleiri sett af örmum, fjöldi lita, fjöldi forma, fjöldi áferða. Léttar og sterkar títan umgjarðir. Franskar hágæðaumgjarðir með 10 ára ábyrgð. Margverðlaunuð frönsk gæðaglerLíttu við! Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL Tilboðsverð 64.000,- með tveimur settum af örmum Nýjungá Íslandi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.