Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Side 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Side 57
17.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Fimmtíu skuggar frelsis er síð- asta bókin í þríleik E.L. James um viðburðaríkt ástalíf Ana- stasíu Steele og Christians Greys. Þessar bækur njóta gríðarlegra vinsælda um allan heim þótt gagnrýnendur taki þeim afar fálega. Þeir sem kjósa vel skrifaðar og vitsmunalegar bækur hljóta að hrökkva frá þessum þríleik, en þeir sem hafa ánægju af lýsingum á til- brigðamiklu kynlífi og ólgandi ástríðum munu fagna. Þríleikurinn á miklum vin- sældum að fagna á Íslandi og þriðja bókin mun sennilega hertaka metsölulistann næstu vikurnar. Hún situr allavega kirfilega á toppi metsölulistans þessa vikuna. Skuggaþrí- leiknum lýkur Það telst til tíðinda að íslenskar ljóðabækur séu þýddar í heild og gefnar út erlendis, hvað þá í fleiri en einu landi. Útgáfurétturinn á hinni rómuðu bók Gerðar Kristnýjar, Blóðhófnir, var þó á dögunum seldur á nær sama tíma til tveggja forlaga á Norðurlönd- unum, forlagsins Ariel í Svíþjóð og forlagsins Savukeidas í Finnlandi. Áður hefur bókin komið út í Danmörku, þar sem gagnrýnandi Nordjysk Stiftstidende fagnaði henni með fullu húsi af stjörnum og Torben Brostrøm hjá Information sagði hana „snilldarlega og orðaða með þokka“. Keith Richmond, ljóð- listargagnrýnandi breska veftímaritsins Trib- une Magazine, kallar bók Gerðar Kristnýjar „Meitlað nútímameistaraverk“. Gerður Kristný verður á faraldsfæti á næstunni við að kynna verk sín víða um heim, meðal ann- ars á ljóðahátíðum í Nicaragva, Washington DC, Hamar í Noregi, Mariehamn á Álands- eyjum, á ljóðahátíðinni Forum í Gautaborg, í Stokkhólmi og Kólumbíu, og er þá ekki allt upp talið. Gerður Kristný. Ljóðabók hennar Blóðhófnir fær frábærar viðtökur erlendis. Morgunblaðið/Árni Sæberg BLÓÐHÓFNIR Á FLUGI Hjarta mannsins, hin rómaða skáldsaga Jóns Kalmans Stef- ánssonar er komin út á frönsku. Bókin er lokabindið í þríleiknum marglofaða um drenginn og Plássið en fyrri bækurnar tvær, Himnaríki og helvíti og Harmur englanna, hafa einnig komið út í Frakklandi og fengið gríðarlega lofsamlega dóma. Um síðustu helgi birtist frábær um- fjöllun í L’Humanité um Hjarta mannsins. Óhætt er að segja að Fransmenn kunni að velja fyrirsagnir á gagnrýni sína en þau eru að þessu sinni: Hjarta mannsins: Kjarni Íslands skrifaður í snjóinn! „Jón Kalman Stefánsson ætlaði að verða geimfari,“ eru upphafsorð greinarinnar. „Það er hann ekki. Til allrar lukku fyrir bókmenntirnar!“ Frakkarnir segja að þríleikur Jóns Kalmans eigi uppruna sinn í íslensku landslagi, en ljóðrænir og alltumlykjandi töfrar bókarinnar séu tilkomnir vegna þess sérkennilega og spádómslega andrúmslofts sem hann skapar. Og hugsa sér, að „sem ung- ur maður vann hann í fiski, til að geta keypt sér bækur“. LUKKA AÐ KALMAN VARÐ EKKI GEIMFARI Jón Kalman. Hjarta mannsins vekur athygli í Frakklandi. Fyrstu skáldsögur Vilborgar Davíðsdóttur, Við Urðarbrunn og Nornadómur, eru komnar í eina bók. Sagan gerist á upp- hafsárum Íslandsbyggðar og aðalsöguhetjan er ambáttin Korka sem þarf sannarlega að berjast fyrir sínu. Vilborgu læt- ur einkar vel að skrifa um sterkar konur og kann sömu- leiðis að skapa spennu. Fjöl- margir aðdáendur skáldkon- unnar hljóta að fagna því að fá sögu Korku í einni bók. Saga ambátt- arinnar Korku í einni bók Örlagsögur kvenna og náttúruöfl NÝJAR BÆKUR LJÓSA KRISTÍNAR STEINSDÓTTUR OG KORKU SAGA VILBORGAR DAVÍÐSDÓTTUR ERU KOMN- AR Í KILJU OG ÞVÍ AÐGENGILEGAR HINUM FJÖL- MÖRGU AÐDÁENDUM SKÁLDKVENNANNA. BÓK UM ÍSLENSK NÁTTÚRUÖFL ER Á MARKAÐI OG SVO VITANLEGA METSÖLUBÓK UM ANNARS KONAR NÁTTÚRU. Skáldsaga Kristínar Steinsdóttur, Ljósa, var ein af metsölubókum árs- ins 2010 og fékk afar góða dóma gagnrýnenda. Bókin kom út í kilju árið 2011 og það er til marks um vinsældirnar að þetta árið kemur ný kiljuútgáfa. Þetta er saga Ljósu sem elst upp í afskekktri sveit seint á 19. öld. Þrátt fyrir góð efni og ástríki frá fjöl- skyldu vofir ógn yfir Ljósu. Sívinsælt verk í kilju Náttúruvá á Íslandi er glæsilegt fræðirit. Þar fjalla helstu sérfræðingar landsins um eldgos og jarðskjálfta. Greint frá eðli þessara náttúrufyrirbæra og þeirri vá sem af þeim staf- ar. Sagt er frá nýjustu rannsóknum í jarðvísindum og jarð- skjálftafræði sem tengjast Íslandi. Um sextíu höfundar hafa lagt til efni í bókina, og í henni eru nærri 1.000 ljósmyndir, teikningar og skýringamyndir. Fræðirit um eldgos og jarðskjálfta * Alvaran er mun hættulegri smitsjúkdómur en hláturinn.Svava Jakobsdóttir BÓKSALA 27. JAN.-9. FEB. Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Fimmtíu skuggar frelsisEL James 2 Lilli klifurmús og hin dýrin íHálsaskógi Thorbjörn Egner 3 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir 4 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 5 Hver er égRichard David Precht 6 SjóræninginnJón Gnarr 7 IðrunHanne-Vibeke Holst 8 Uppskrift að fjöri með LatabæMagnús Scheving 9 Heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir 10 Undir hraunSigurður Guðmundsson Kiljur 1 Fimmtíu skuggar frelsisEL James 2 IðrunHanne-Vibeke Holst 3 Að velja gleðiKay Pollak 4 ÁstirJavier Marias 5 Boðskapur LúsifersTom Egeland 6 Lögreglustjóri NapoleonsStefan Zweig 7 GræðarinnAntti Tuomainen 8 Fimmtíu dekkri skuggarE L James 9 IllskaEiríkur Örn Norðdahl 10 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Mörg er búmanns raunin.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.