Morgunblaðið - 08.03.2013, Side 1

Morgunblaðið - 08.03.2013, Side 1
F Ö S T U D A G U R 8. M A R S 2 0 1 3  Stofnað 1913  56. tölublað  101. árgangur  UPPLIFUNIN, MATURINN, FÖTIN, HÁRIÐ, MINNINGARNAR 80 SÍÐNA FERMINGARBLAÐ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Nokkrir staðir hafa verið einangr- aðir síðustu daga vegna veðurs. Bet- ur horfir með samgöngur í dag og ættu allir að fá mjólkina og blöðin. Seyðfirðingar hafa verið innilok- aðir í tvo daga vegna ófærðar á Fjarðarheiði. „Það er orðið fallegt veður og við komumst aftur til æðri byggða,“ sagði Ríkey Kristjáns- dóttir, hótelstjóri á Hótel Öldunni, í gærkvöldi. Lokun heiðarinnar hefur sett strik í reikninginn hjá gestum sem áttu pantað gistipláss. Afbók- unum hafi rignt yfir en Ríkey segir að á móti komi að aðrir gestir séu innlyksa og þurfi að gista lengur. Truflanir hafa verið á innanlands- flugi síðustu daga. Í gær rættist úr með alla staði nema Ísafjörð. Þang- að hefur ekki verið flogið frá því á laugardag. Reynt var á mánudag og í gær en vélinni snúið við vegna snjó- komu. Ágætt útlit er fyrir flug í dag en staðan verður tekin árdegis. Herjólfur gat ekki siglt milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar í gær og fyrradag vegna storms og flug hefur legið niðri. Farið er að bera á vöruskorti í verslunum, til dæmis er mjólk á þrotum. »4 og14 Fá mjólkina og póstinn í dag  Betur lítur út með samgöngur til einangraðra staða Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Tveir Króatar sem voru á leið til Ís- lands voru stöðvaðir af norskum yf- irvöldum á Gardermoen-flugvellinum í Osló í lok febrúar á þeim grundvelli að þeir uppfylltu ekki skilyrði til þess að koma inn á Schengen-svæðið, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þeir munu ekki hafa haft nægilegt fé til framfærslu. Ekkert liggur fyrir um hvort Kró- atarnir tveir hugðust sækja um hæli hér á landi en næstum allir þeir króat- ísku ríkisborgarar sem hafa sótt um hæli hér á landi frá áramótum hafa millilent í Osló. Síðast komu tveir hælisleitendurnir hingað frá Króatíu, í gegnum Osló, aðfaranótt þriðjudags. Þar með voru hælisumsóknir frá kró- atískum ríkisborgurum orðnar 40 frá því seint á árinu 2012 og til dagsins í dag. Flestir frá sömu borginni Í flestum tilfellum er um að ræða fólk úr serbneska minnihlutanum eða fólk í blönduðum hjónaböndum og koma margir frá borginni Vukovar sem er við landamærin að Serbíu. Engin óyggjandi skýring á þessum skyndilega straumi frá Króatíu hefur fengist en ræðismanni Serbíu þykir líklegast að sá orðrómur hafi farið af stað að hér væri auðveldara að sækja um hæli en víða annars staðar. Yfir- völd hér á landi munu einnig hafa fengið upplýsingar í þá veru. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur a.m.k. hluti hópsins frá Króatíu sótt um hæli hér á landi á efnahagslegum forsendum. MGeti áfram ákært … »4 Íslandsför stöðvuð í Noregi  Hælisleitendur frá Króatíu millilenda í Osló  Höfðu ekki fé til framfærslu  40 umsóknir á fáum mánuðum  Hluti hópsins sótt um hæli hér vegna efnahags Vill flóttamannamiðstöð » Lögreglustjórinn á Suður- nesjum gerir athugasemd við að bannað er að refsa hælis- leitendum fyrir að framvísa fölsuðum eða stolnum skilríkj- um, líkt og gert er í frumvarpi til útlendingalaga. » Umsóknir um hæli á þessu ári eru tæplega 60. Gylfi Þór Sigurðsson kom mikið við sögu þegar Tottenham Hotspur vann glæsilegan sigur á Int- er Mílanó, 3:0, í Evrópudeild UEFA í gærkvöldi. Gylfi skoraði eitt marka Tottenham og lagði annað upp fyrir Gareth Bale en hér fagna liðs- félagarnir Gylfa eftir mark hans. » Íþróttir Skoraði eitt mark og lagði annað upp fyrir Bale AFP Gylfi Þór Sigurðsson lét mikið að sér kveða þegar Tottenham vann Inter Mílanó í gærkvöldi „Ég á nú alveg eftir að sjá að þetta fari út úr stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd. Ég er ekki viss um að það sé meirihluti fyrir því inni í þeirri nefnd,“ segir Margrét Tryggvadótt- ir, þingmaður Hreyfingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd Alþings, um frumvarp Árna Páls Árnasonar um breytingar á stjórnarskránni. Þá bendir Margrét á að hún telji að það sé ekkert endi- lega meirihluti fyrir umræddu frum- varpi í stjórnarmeirihlutanum. Að sögn Guðmundar Steingríms- sonar, formanns Bjartrar framtíðar, munu þingmenn flokksins ekki styðja vantrauststillögu Þórs Saari. Segir hann ástæður þess vera tvær, annars vegar sé nú verið að fara þá leið í stjórnarskrármálinu sem þeir hafi lagt til og auk þess sé van- trauststillaga merkingarlaus þegar svona stutt er í kosningar. „Það er mjög mikilvægt að þeir flokkar sem vilja halda áfram heildarendur- skoðun stjórnarskrárinnar fái góða kosningu í næstu alþingiskosn- ingum,“ segir Guðmundur. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylking- arinnar, leiða vinnu meirihlutans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í stjórnarskrármálinu hér eftir. Von er á sérfræðingum á sviði lögfræði og stjórnskipunarréttar á fund nefndarinnar í dag og munu þeir veita umsagnir um málamiðlunar- tillögur sem fram eru komnar í stjórnarskrármálinu. »22 Telur mál- ið geta dagað uppi í þingnefnd Margrét Tryggvadóttir  Fá sérfræðinga til fundar í dag Guðmundur Steingrímsson Sigurður Gunnarsson verktaki vinnur að því að reisa átta ein- býlishús í Þorrasölum í Kópa- vogi. Hann er hvergi bang- inn og segir að ávallt séu tækifæri í hvaða árferði sem er. „Mín sérstaða liggur í því að ég er sá eini sem er að reisa einbýlishús um þessar mundir, aðr- ir eru að byggja blokkir,“ segir Sig- urður sem hefur þeg- ar afhent tvö hús og er við það að afhenda það þriðja. Að sögn Sigurðar er eftirspurn eft- ir einbýlishúsum á einni hæð og því hafi hann ákveðið að fara í verkefnið. Hvert hús kostar um 60 milljónir og ef allt gengur eft- ir verður því veltan af sölunni um 480 milljónir króna. Fimm vinna hjá Sigurði við að reisa húsin en vinna við fyrsta húsið hófst fyrir tveimur árum og áætlar hann að verkefnið taki sex ár. »19 Verktaki reisir átta einbýlishús í Kópavogi Sigurður Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.