Morgunblaðið - 08.03.2013, Page 11

Morgunblaðið - 08.03.2013, Page 11
Fróðleikur Beggi heldur tölu um mikilvægi þess að einblína á hollt mataræði og eys úr viskubrunni sínum. vikna fresti, á fimmtudagskvöldum eftir vinnu, til að taka þátt í fjöl- breyttri dagskrá. „Þarna fá þau tækifæri til að hitta aðra í sömu sporum og hafa gaman.“ Kristján er íþróttafræðingur að mennt og hafði sjálfur litla þekkingu á því hvernig það er að ganga í gegnum krabba- meinsmeðferð áður en hann tók við hópnum. „Ég var fenginn af félaga mínum sem var með hópinn áður, en hann gat ekki haldið áfram með hóp- inn sökum anna. Hann taldi sig geta treyst mér fyrir þessu og mér leist strax vel á þetta. Fannst mikil áskorun að taka við þessum hópi.“ Dagskráin er verulega fjöl- breytt. Hópurinn hefur farið í skíða- ferð, keilu, gokart, haldið heilsu- kvöld og pubquiz-kvöld svo eitthvað sé nefnt og á stefnuskránni er rat- leikur í anda Amazing Race, ferð í klifurhúsið, leikhúsferð og opið hús. „Þetta er aðallega hugsað sem fé- lagslegur stuðningur. Flestir sem hafa komið reglubundið síðastliðin tvö ár hafa lokið sinni meðferð en hingað kemur líka fólk sem er í með- ferð. Þau koma mörg hver upp úr Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna en þar er virkt starf til 18 ára aldurs og þá er þeim velkomið að koma hingað til okkar og vera þá áfram.“ Bjartsýnn og jákvæður hópur Það eru um tuttugu manns sem mæta reglubundið að sögn Kristjáns og hvetur hann allt ungt fólk sem á að baki sömu reynslu til að mæta. „Þegar við hittumst spjöllum við bara um daginn og veginn. Þegar ég var að koma nýr inn í starfið rædd- um við aðeins nánar saman og ég spurði þau um bakgrunn þeirra. Mér fannst auðvitað átakanlegt að heyra sögurnar frá þeim. Það er mjög áhugavert að fá að kynnast því sem þau hafa þurft að ganga í gegn- um og mér finnst þau upp til hópa ótrúlega bjartsýn, jákvæð og öflug. Oft þegar kemur svona marglitur hópur saman verður kannski ein- hver útundan en því er alls ekki far- ið þannig hjá okkur. Þeir sem vilja leita til okkar geta gert það í gegn- um fésbókarsíðu okkar, Ungliðahóp- urinn 2012-2013, eða leitað til félag- anna þriggja, Ljóssins, Krafts eða SKB.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013 Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | www.borgun . i s Með Borgun tekur þú við öllum kortum – hvar og hvenær sem er J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Inngangur að lögfræði Ketilbjöllur 3.350 kr. 8.390 kr.3 nætur á Mývatni 46.370 kr. Vefverslun á að virka alls staðar Meira en helmingur Íslendinga notar netið með farsímum og spjaldtölvum. Er þín vefverslun tilbúin? Fáðu frekari upplýsingar á borgun.is/vefgreidslur eða í síma 560 1600 Halla Kristín Jónsdóttir, 24 ára, er ein þeirra sem hafa nýtt sér Ung- liðahópinn reglubundið. Það hefur þó verið eitthvað minna um að hún hafi getað hitt hópinn undan- farið þar sem hún er með átta mánaða gamlan dreng og er búin að vera í fæðingarorlofi. Hún seg- ir þó síðasta hitting standa svolít- ið upp úr hvað varðar að vera bæði eftirminnilegur og skemmti- legur þar sem þá var farið í skíða- ferð í Bláfjöll. „Ég var að æfa skíði með Ármanni áður en ég greindist. Ég reyndi að halda eitt- hvað áfram en það fjaraði fljót- lega út, þannig að ég hef verið lít- ið á skíðum undanfarið en finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt.“ Halla Kristín greindist með krabbamein í skjaldkirtlinum árið 2005, þá aðeins 16 ára gömul. Meinið dreifðist síðan út í eitlana og hefur meðferðin verið frekar erfið. „Það er búið að skera mig sjö sinnum og ég hef farið í þrjár geislajoðmeðferðir. Ég var seinast bara í skoðun í síðustu viku. Þetta er enn í eitlunum en er bara það lítið að það er ekkert gert núna og það þarf bara að bíða og sjá. Æxlið þarf að vera nógu stórt til þess að það sé reynt að ráðast á það.“ Halla Kristín segir Ungliðahóp- inn hafa reynst sér vel og sér þyki gott að fá að kynnast ungu fólki sem er í svipaðri stöðu og hún. „Það er líka gott að hafa eitthvað fyrir stafni og eitthvað til að hlakka til. Þetta er sérstaklega gott fyrir þá sem hafa ekkert mik- ið að gera annars,“ segir Kristín að lokum. Gott að hafa eitthvað fyrir stafni GREINDIST 16 ÁRA MEÐ KRABBAMEIN Í SKJALDKIRTLI Eldamennska Halla Kristín, klædd fjólubláu, er hér niðursokkin í matargerð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.