Morgunblaðið - 08.03.2013, Síða 12

Morgunblaðið - 08.03.2013, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013 Tærleiki sem varir ClarvistaTM glerið er húðað með sérstöku efni sem lokar yfirborði þess og myndar verndarhjúp ClarvistaTM glerið helst sem nýtt um ókomna tíð Auðvelt að þrífa ARINGLER BORÐPLÖTUR EINANGRUNARGLER ELDVARNARGLER HAMRAÐ GLER SJÁLFHREINSANDI SKJÓLVEGGIR SÓLVARNARGLER SPEGLAR STURTUGLER ALLT Í GLERI HANDRIÐ K-GLER MILLIVEGGIR SANDBLÁSIÐ VEGGKLÆÐNING ÞAKGLER ÞAKSKYGGNI ÖRYGGISGLER O.FL. O.FL. smiðjuvegi7 • kópavogi 54 54 300 GLER OG SPEGLAR NÝJUNG Á ÍSLANDI Clarvista™Gler fyrirSTURTUKLEFANN CE VO TT UÐ FR AM LE IÐ SL A Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Aðalmeðferð í hinu svokallaða Al- Thani-máli hefst 11. apríl nk. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Ákæru- valdið hefur lokið gagnaöflun og fagn- ar því að dómari hafi ákveðið að halda áætlun. Verjendur eru aftur á móti ósáttir við tímasetninguna og segjast þurfa lengri tíma til að kynna sér ný gögn sem ákæruvaldið hefur lagt fram. Dómari sagði að það væri ekki hægt að fresta málinu um ótiltekinn tíma. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, segir að verjendurnir séu að reyna að tefja það með því að óska eftir því að aðal- meðferðinni verði frestað svo þeir geti kynnt sér framlögð gögn. „Þetta kemur alltaf fram í þessum málum, að verjendur eru að reyna að tefja málin. Það er að koma í ljós núna – korteri fyrir aðalmeðferð – að ýmsu er teflt fram,“ segir Björn. Ragnar H. Hall, verjandi Ólafs Ólafssonar, segir það af og frá að verið sé að tefja mál- ið. „Við höfum engan áhuga á því; við viljum gjarnan klára þetta mál,“ segir hann. „Það kemur bara á daginn að málið er ekki tilbúið til aðalmeðferðar að okkar áliti. Það er verið að láta okkur hafa gögn í dag sem skipta verulegu máli og kunna að kalla á frekari gagnaöflun af okkar hálfu. Og tíminn til þess er mjög stuttur.“ Meðal þeirra gagna sem hafi verið lögð fram í dag sé samningurinn við Al-Thani sem sé stórmál. „Það er samið við hann um fullnaðaruppgjör á þeirri skuldbindingu sem hann tók á sig gagnvart Kaupþingi,“ segir Ragnar. Ný borðsímtöl Spurður út í ný gögn ákæruvalds- ins segir Björn að um sé að ræða „ný borðsímtöl“ sem bárust frá Lúx- emborg í kjölfar húsleita sem emb- ættið framkvæmdi þar í tengslum við annað mál. „Þar fengum við þessi símtöl, rafræn gögn, sem við vorum ekki komin með þegar ákæra var gef- in út í þessu máli. Þar koma í ljós sím- töl sem varða þetta mál beinlínis.“ Fram kom í gær að þeir Sheikh Al- Thani, Sheikh Sultan og Simon Sout- hall hefðu hafnað að mæta til að gefa skýrslu við aðalmeðferðina. „Við höf- um því miður engin úrræði til að fá þá,“ segir Björn. Verjendur óskuðu eftir fresti til að- almeðferðar þar sem farið var fram á að Hæstaréttarmál um frávís- unarkröfu í málinu yrði endur- upptekið. Af hálfu ákæruvaldsins var þessu mótmælt og þess krafist að áætlun héldist. Þá krafðist Ragnar þess að dómari rökstyddi ákvörðun sína um tímasetninguna í úrskurði. Varðandi síðastnefnda atriðið segir Björn að dómarinn hljóti að úrskurða að menn skuli halda áætlun. Hann tekur fram að úrskurðurinn sé kær- anlegur til Hæstaréttar en vonandi leiði þetta ekki til tafa. Morgunblaðið/Golli Fyrirtaka Björn Þorvaldsson saksóknari, lengst til vinstri, og verjendur heilsast í héraðsdómi í gær. Teflt fram „korteri fyrir aðalmeðferð“  Aðalmeðferð hefst 11. apríl  Verjendur vilja fá frest Konur hafa mikinn áhuga á að ríða um á skautasvellinu í Laugardal. 100 konum verður hleypt inn á svellið í ístöltsmótinu „Svellkaldar konur“ og var fullbókað á klukkustund. „Við megum ekki skrá nema 100 konur á svellið, það tekur ekki meira. Áhugi kvenna á að taka þátt er svo mikill að við hefðum getað skráð 200 keppendur,“ segir Berg- lind Ragnarsdóttir sem vinnur að skipulagningu mótsins sem fram fer laugardaginn 16. mars. Bók- unarkerfi Landssambands hesta- mannafélaga er þannig að hefja verður skráningu á miðnætti. Var opnað fyrir á miðnætti aðfaranótt þriðjudags og var ætlunin að hafa opið í tvo sólarhringa. Konurnar hafa beðið við tölvuna því fullskráð var á mótið fyrir klukkan eitt um nóttina. Keppt verður í nokkrum styrkleikaflokkum. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegara. Ágóð- inn rennur til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. helgi@mbl.is Fullbókað á tæpri klukkustund  100 skráðu sig á ístöltsmótið „Svellkaldar konur“ á skautasvellinu Verulegu magni af rækjum og svínakjöti var stolið úr frysti- gámi í Sunda- görðum síðasta föstudag. Þjóf- arnir voru á ferð- inni eftir kl. 17 á föstudaginn en innbrotið var tilkynnt á laugar- dagsmorgun. Í tilkynningu frá lög- reglu segir að ljóst sé að þeir sem þarna voru að verki hafi þurft að leggja mikið á sig til að komast yfir matvælin þar sem gámurinn sé á lokuðu svæði fyrirtækisins Mata. Lögregla biður þá sem hafa upplýs- ingar um málið að hafa samband. Stálu verulegu magni af rækjum og svínakjöti Í Al-Thani-málinu eru ákærðir Hreiðar Már Sig- urðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnar- formaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrr- verandi forstjóri Kaupþings banka í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, sem átti stóran eignarhlut í bankanum. Þeir Hreiðar Már og Sigurður eru ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun og þeir Magn- ús og Ólafur fyrir hlutdeild í þeim. Hreiðar er m.a. ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans, þegar hann fór út fyrir heim- ildir sínar til lánveitinga með því að láta bankann veita eignalausu félagi, í eigu Al-Thani sjeiks í Katar, á Tortola 50 milljóna Bandaríkjadala lán án þess að lánið væri tryggt og án samþykkis lánanefndar bankans. Lánað án heimildar ÁKÆRÐIR FYRIR UMBOÐSSVIK OG MARKAÐSMISNOTKUN Eldsneytisbirgðir Landhelgisgæslu Íslands á öryggissvæðinu á Keflavík- urflugvelli eiga rætur sínar að rekja til Atlantshafsbandalagsins, NATO. Þetta kemur fram í svari Landhelg- isgæslunnar við fyrirspurn Morg- unblaðsins. „Þetta eru birgðir sem að NATO hefur komið með hingað til lands til nota á þessum ratsjárstöðvum hér á landi. Ég veit ekki nákvæmlega hvort þetta er eitthvað sem var skilið eftir af varnarliðinu en að minnsta kosti eru þetta olíubirgðir sem NATO hef- ur útvegað og eru geymdar hérna út af þessum rekstri hér á landi,“ segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar. Í svari Gæslunnar kemur jafn- framt fram að umrætt eldsneyti sé notað til keyrslu ljósavéla, til kynd- ingar og á vinnuvélar. Auk þess segir þar að til að hagræða í rekstri hafi Landhelgisgæslan valið að nýta elds- neytið einnig til að blanda saman við þegar eldsneyti er tekið á varðskipin og þar með lengja úthald þeirra fyrir rekstrarárið 2013. Hlutfallið í blönd- unni er nnan við 10%. skulih@mbl.is Varðskipin notast við eldsneyti NATO  Landhelgisgæslan hyggst hagræða í rekstri með því að blanda í eldsneyti Morgunblaðið/Ómar Varðskipið Þór Landhelgisgæslan hefur í hagræðingarskyni valið að nýta eldsneyti frá NATO til að blanda saman við eldsneyti á varðskipin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.