Morgunblaðið - 08.03.2013, Qupperneq 16
SVIÐSLJÓS
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbli.is
Birgir Ármannsson, Brynjar Níels-
son og Guðlaugur Þór Þórðarson eru
meðal þeirra ellefu frambjóðenda
Sjálfstæðisflokksins sem eiga eftir að
skila uppgjöri eða yfirlýsingu til Rík-
isendurskoðunar um að tekjur og
kostnaður hafi verið undir 400.000
krónum vegna prófkjörsbaráttu á
síðasta ári.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
Suðvesturkjördæmi og Reykjavík
fóru fram í nóvember. Frambjóðend-
urnir hefðu því samkvæmt lögum um
fjármál stjórnmálasamtaka átt að
skila uppgjöri eða yfirlýsingu eigi síð-
ar en 10. eða 24. febrúar síðastliðinn,
þremur mánuðum eftir kjördag.
Birgir gaf þær skýringar að skilin
hefðu tafist af ástæðum sem væru al-
farið á hans ábyrgð, en uppgjör væri
„alveg á leiðinni“. Brynjar sagði að
síðustu reikningar hefðu ekki borist
fyrr en í byrjun þessarar viku og því
ómögulegt að skila uppgjöri fyrr. Því
yrði skilað fyrir helgi. Guðlaugur Þór
sagði að uppgjöri yrði skilað mjög
fljótlega. Hann gaf þær skýringar að
þingannir hefðu komið í veg fyrir að
hægt hefði verið að ganga frá því
fyrr.
Einungis frambjóðendur í próf-
kjörum Sjálfstæðisflokksins hafa
ekki skilað þessum gögnum innan til-
skilins frests. 11 af þeim 39 einstak-
lingum sem tóku þátt í prófkjörum
flokksins og ættu að hafa skilað gögn-
um hafa enn ekki get það. Allir fram-
bjóðendur í prófkjörum Samfylking-
arinnar og Framsóknarflokksins
hafa skilað uppgjöri eða yfirlýsingu.
Allir undir 400.000 krónum
Allir þátttakendur í prófkjörum
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, nema tveir, hafa skilað yf-
irlýsingu til Ríkisendurskoðanda.
Það þýðir að heildarkostnaður hvers
og eins þeirra frambjóðenda var und-
ir 400.000 króna markinu. Þeir tveir
sem ekki höfðu skilað þegar Ríkis-
endurskoðun gaf síðast skýrslu hafa
enn fáeina daga til stefnu.
Eygló Harðardóttir, ritari Fram-
sóknarflokksins, sagði að stjórn
flokksins hefði ekki sett reglur um
hve miklum fjármunum frambjóð-
endur mættu verja í kosningabaráttu
sinni. Hins vegar hefði verið mælst til
þess að kostnaði væri haldið í lág-
marki. Framsóknarflokkurinn
reyndi jafnframt að velja á framboðs-
lista sína með sem ódýrustum hætti,
bæði fyrir frambjóðendur og flokkinn
sjálfan.
Að sögn Auðar Lilju Erlingsdótt-
ur, framkvæmdastýru VG, kosta
þátttakendur í forvali hreyfingarinn-
ar framboð sitt ekki sjálfir.
Frambjóðendur sammælast um að
VG gefi út sameiginlegan framboðs-
bækling þar sem öllum frambjóðend-
um gefst jafn kostur á að koma sér á
framfæri. Eins sé haldinn sameigin-
legur framboðsfundur.
Sjálfstæðismenn skila seint
Ellefu þátttakendur í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins hafa ekki skilað upplýs-
ingum um kostnað Ekki vanskil hjá frambjóðendum annarra flokka
Morgunblaðið/Golli
Prófkjör Guðlaugur Þór Þórðarson, Brynjar Níelsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir hlýða á fyrstu tölur úr próf-
kjörinu í Reykjavík í nóvember í fyrra. Hvorki Brynjar né Guðlaugur hafa skilað uppgjöri til Ríkisendurskoðunar.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
Samband ungra sjálfstæðismanna
(SUS) hefur gefið út bók sem nefn-
ist Málþóf. Í bókinni, sem er á
fimmta hundrað síður, er lengsta
þingræða sögunnar birt í heild
sinni. Ræðan var flutt af Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra á
Alþingi frá kl. 12.27 fimmtudaginn
14. maí 1998 til kl. 0.37 föstudaginn
15. maí 1998 og fjallaði hún um
húsnæðismál.
„SUS finnst viðeigandi að gefa
bókina út nú þegar ríkisstjórn Jó-
hönnu Sigurðardóttur, sem á ís-
landsmet í málþófi, heldur því fram
að stjórnarandstaðan beiti málþófi
til að hindra að mál fari í gegnum
þingið. Síðan Jóhanna flutti ræðuna
hefur ræðutími verið takmarkaður
þannig að líklega verður met henn-
ar seint slegið,“ segir í tilkynningu
frá útgefanda.
Bókin kostar 5.990 kr. en hana
er hægt að kaupa á www.sus.is/
vefverslun. „Þetta er gjafverð fyrir
tímamótaræðu sem aldrei hefur
komið út áður,“ segir í tilkynningu
frá SUS.
Lengsta þingræðan
komin út á bók
Jóhanna talaði í 13 klukkustundir
Fjórar stórar matvöruverslanir,
Hagkaup, Nóatún, Víðir og Kostur
neita enn að taka þátt í verðkönn-
unum ASÍ. Hagdeild ASÍ fær út-
hlutað fjármagni úr ríkissjóði, m.a.
til að sinna verðlagseftirliti.
„Mér finnst eðlilegt að það sé
skoðað, hvort ekki þyrfti að fá
aðra aðila til að koma að verð-
könnun á matvöru, svo þetta gangi
upp,“ segir Þórunn Anna Árna-
dóttir, sviðsstjóri Neytendastofu.
Gísli Tryggvason, talsmaður
neytenda, segist vilja hafa milli-
göngu um að ná fram sátt, sé þess
óskað, svo hægt væri að fram-
kvæma þessar kannanir. „Mér
sýnist þessir aðilar ekki vera að
deila um sama hlutinn. Það er
hægt að keppa á tvennum víg-
stöðvum, í verði annars vegar og
gæðum hins vegar. Neytendur
geta greint þarna á milli,“ segir
Gísli.
ASÍ segir að í fyrradag hafi
starfsmönnum verðlagseftirlitsins
verið vísað á dyr í fyrrgreindum
verslunum líkt og í síðasta mánuði.
„Ætla má að verslanir sem vilja
ekki að vöruverð sitt birtist op-
inberlega og því síður borið saman
við vöruverð annars staðar séu að
leita skjóls til verðhækkana,“ segir
í tilkynningu frá ASÍ.
Þessu vísaði Gunnar Ingi Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Hag-
kaups, á bug í tilkynningu.
Samtök atvinnulífsins (SA) sögð-
ust í gær ekki taka undir aðdrótt-
anir í garð einstaka fyrirtækja af
hálfu ASÍ en bentu á að ágrein-
ingur um verðkannanir hefðu var-
að um árabil og aðildarfélög sam-
takanna ítrekað gagnrýnt þann
óáreiðanleika, sem birst hefði í
niðurstöðum ASÍ. SA segjast jafn-
framt reiðubúin til að vinna af
heilum hug að markmiðum um að-
hald að verðhækkunum í tengslum
við kjarasamninga.
thorunn@mbl.is
Verðkönnunardeila á ný
Ágreiningur ASÍ
og fjögurra verslun-
arkeðja fer vaxandi
Matvara Tekist á um kannanir.
Endurvinnslutunnan
er raunhæfur valkostur!
Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is • endurvinnslutunnan.is
Kynnið ykkur vel hvaða valkostir eru í boði:
Þið eigið val um að panta Endurvinnslutunnuna frá Gáma-
þjónustunni en í hana má setja SJÖ flokka af endurvinnsluefnum.
Okkar lausn er umhverfisvæn, ódýr og sparar þér sporin.
Kynnið ykkur allt um Endurvinnslutunnuna á
endurvinnslutunnan.is
m
ag
gi
@
12
og
3.
is
21
.8
50
/0
1.
13
Pappi
Pappír
Dagblöð/
tímarit
Fernur
Rafhlöður
Málmar
Plast-
umbúðir
Fyrir 7 árum hóf Gámaþjónustan hf. að bjóða upp á Endurvinnslutunnu á
höfuðborgarsvæðinu til flokkunar á heimilissorpi. Í hana mega fara SJÖ
flokkar af efnum, allt laust í tunnuna nema rafhlöður sem fara í þar til
gerða poka. Aðeins Endurvinnslutunnan bíður upp á þetta marga flokka
í sömu tunnu, sem er mikil hagræðing. Allt sem í Endurvinnslutunnuna
fer er síðan flokkað í móttöku- og flokkunarstöð Gámaþjónustunnar hf.,
baggað og gert klárt til útflutnings. Endurvinnsla okkar er ábyrg og
örugg!
ET+
Þarft þú að losna við raftæki?
Við sækjum stærri raftæki til viðskipta-
vina Endurvinnslutunnunnar þeim að
kostnaðarlausu.
Ekkert skrefagjald!
Mögulegt samstarf Íslands og Evr-
ópuríkja um flutning raforku um sæ-
streng var rætt á fundi Össurar
Skarphéðinssonar utanríkisráðherra
og Günther Oettinger orkumála-
stjóra Evrópusambandsins og full-
trúa Þýskalands í framkvæmda-
stjórn ESB í gær. Fram kemur í
fréttatilkynningu utanríkisráðu-
neytisins að slíkt samstarf kynni að
skapa mikla möguleika í framtíðinni.
Oettinger flutti ræðu á alþjóðlegu
jarðhitaráðstefnunni í Hörpu. Utan-
ríkisráðherra greindi Oettinger frá
áformum Íslendinga um nýtingu og
vinnslu á olíu. Rætt var um aðkomu
Íslendinga að þróun jarðhitanýting-
ar í Evrópu og sagði Oettinger frá
því að auka ætti hlut jarðhitans veru-
lega í orkukerfi Evrópu í samræmi
við markmið um aukna nýtingu end-
urnýjanlegra orkugjafa.
Össur og Oettinger ræddu einnig
samningskröfur Íslendinga í orku-
málum í aðildarviðræðum við ESB.
Fundað Össur Skarphéðinsson og
Günther Oettinger orkumálastjóri.
Ræddi sæ-
streng við
stjóra ESB