Morgunblaðið - 08.03.2013, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar og
Kópavogsbæjar birti í gær skýrslu með tillög-
um að göngu- og hjólabrú yfir Fossvoginn.
„Vinna við gerð þessarar skýrslu var sett
saman með það að markmiði að stytta vega-
lengdina milli sveitarfélaganna og tengja þau
betur fyrir gangandi og hjólandi. Verði þessi
brú að veruleika mætti segja að Kársnesið
væri orðið háskólahverfi,“ segir Dagur B. Egg-
ertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur-
borgar. „Þetta er í raun liður í að hugsa um
hjólreiðar sem alvöru samgöngumáta og
hvernig hægt sé að gera höfuðborgarsvæðið
þannig úr garði að hægt verði að hjóla hratt og
vel milli sveitarfélaganna. Í okkar huga væri
næsta skref svo að skoða þverun milli Kópa-
vogs og Garðabæjar. Skýrslan er mjög ítarleg
og í henni eru lagðar til nokkrar mismunandi
leiðir sem við viljum frá viðbrögð við, bæði úr
samfélaginu sem og ráð innan borgarinnar.
Þessi framkvæmd getur að auki haft góð áhrif
á ýmiss konar tómstundastarf á höfuðborgar-
svæðinu.“ Í skýrslunni er einnig velt upp þeim
möguleika að strætisvagnar gætu ekið um
brúna. „Það var hluti af upplegginu, en svo
kom í ljós að slíkt myndi stytta ferðatímann
milli Kársness og til dæmis Háskólans í
Reykjavík mjög lítið og jafnvel ekki neitt. Mér
finnst því liggja beinast við að við hugsum fyrst
og fremst um þetta sem brú fyrir gangandi og
hjólandi,“ segir Dagur.
Samkvæmt skýrslu starfshópsins er áætlað-
ur kostnaður við gerð 270 metra göngu- og hjó-
labrúar 950 milljónir króna.
Ef strætisvagnar eiga að geta ekið yfir
brúna er kostnaður við hana áætlaður 1.250
milljónir króna.
Ódýrasti möguleikinn, 100 metra göngu- og
hjólabrú, er metinn á 640 milljónir króna.
Sá möguleiki að geta opnað brúna fyrir báta-
umferð kostar 150 milljónir króna til viðbótar.
Gert er ráð fyrir að bygging brúarinnar taki
um það bil eitt ár. Annar undirbúningur, svo
sem umhverfismat og skipulagsvinna, gæti
tekið um eitt til tvö ár til viðbótar.
Samkvæmt upplýsingum af vef Reykjavík-
urborgar stendur yfir vinna við gerð aðalskipu-
lags í Kópavogi og Reykjavík og verður þessi
hugmynd lögð inn í þá vinnu, en ekki er gert
ráð fyrir brú á þessum stað í eldra aðalskipu-
lagi.
Hjóla- og göngubrú yfir Fossvog
Brú milli Reykjavíkur og Kópavogs fyrir gangandi, hjólandi og strætisvagna til skoðunar
Samgöngubætur Á myndunum má sjá tvær af þeim tillögum sem starfshópurinn gerði í skýrslu sinni. Á myndinni til vinstri er gert ráð fyrir 270 metra langri brú og lítilli landfyllingu, en á mynd-
inni til hægri er brúin 100 metra löng, með tilheyrandi landfyllingu. Í báðum tilvikunum yrði brúin hugsuð til að bera þunga hjólandi og gangandi vegfarenda. Horft er til austurs inn Fossvoginn.
Annað sjónarhorn Ef horft er til vinstri á brúna á myndinni. Horft frá Kársnesvör til vesturs.
Ljósmyndir/Reykjavíkurborg
Myndir úr skýrslu starfshópsins.
KOMDUOG
PRÓFAÐU
NÝRFORD
FIESTA
SNILLDAR
BÍLL
FRÁ
FRÁ
FORD FIESTA
2.490.000 KR.
28.979 KR./MÁN*
ford.is
Ford Fiesta Trend 5 dyra, 1,0i bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 99 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90mín. í senn.
Miðað er við grænan óverðtryggðan bílasamning til 7 ára og uppítökubíl / útborgun að verðmæti 760.000 kr. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Hlutfallstala kostnaðar 10,64%.
Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu.
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
*
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Aukin þjónusta Bíldshöfða 6: Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16