Morgunblaðið - 08.03.2013, Síða 25

Morgunblaðið - 08.03.2013, Síða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013 Nú hefur Lands- net, taglhnýtingur Landsvirkjunar, látið það boð út ganga að dreifikerfi raforku í landinu sé komið að fótum fram og þurfi að styrkja það fyrir litla 77 milljarða. Það þarf ekki að hugsa lengi til að komast að niðurstöðu um, að fólkinu í landinu og at- vinnulífinu að frátalinni stóriðj- unni er ætlað að borga þessa styrkingu. Stóriðjan fær alltaf sína orku fyrir slikk vegna heimskulegra gamalla langtíma- samninga eins og flestir vita. Reyndar notar hún um 90% af raf- orkuframleiðslunni, sem ekki virð- ist síður heimskulegt. Taglhnýtingurinn hefur beitt gamalkunnum brögðum, hótunum, fortölum og sínum lögfræðingaher til að fá sveitarfélög og landeigendur til að fallast á línulagnir of- anjarðar í krafti þess að slíkar línur séu svo miklu ódýrari en jarð- strengir. Haft er eftir al- ræmdum stjórnmála- manni, sem komst til áhrifa á fjórða áratug síðustu aldar, að væri lygin endurtekin nógu oft yrði henni um síðir trúað og hún tekin sem stórisannleikur. Sýnt hefur verið fram á að jarð- strengir eru örlitlu dýrari sé fórn- arkostnaður hins umtalsverða landrýmis sem fer til spillis við gerð loftlína tekinn inn í dæmið. Sé umhverfiskostnaður líka tekinn með í reikninginn má búast við að dæmið snúist við og að háspennu- línur ofanjarðar séu mun dýrari kostur en jarðstrengir. Þrátt fyrir þetta virðist áróður taglhnýtingsins virka bærilega á misvitra stjórnmálamenn og sveit- arstjórnarmenn. Aðrir standa keikir og búast til varna. Land- spjöll og sjónmengun af völdum háspennulína blasir enda hvar- vetna við augum þeirra sem sjá vilja. Ryðbrunnin járngrindamöst- ur tala sínu máli um varanleika óskapnaðarins, svartbrunnar mosaþembur í nágrenni mastr- anna segja frá sinkmenguninni sem af þeim stafar, fuglshræin meðfram línunum segja frá örlög- um fugla himinsins sem vírar og grindur hafa nú svipt frelsinu. Fyrirhugað er að vaða með nýjar línulagnir yfir viðkvæma þjóð- garða. Ótalin eru neikvæð áhrif rafsegulbylgna á heilsufar manna og opinberri nefnd um mótun stefnu um lagningu raflína í jörðu mistókst ætlunarverk sitt. Allt er þetta vegna þess að sjálfskipaðir reiknimeistarar berja hausnum við steininn, neita að reikna rétt og halda áfram að ljúga. Á sama tíma liggja heilu há- spennulínurnar flatar á jörðinni, margbrotnar eftir eitthvert hretið með tilheyrandi öryggisleysi, truflunum og kostnaði fyrir not- endur. Engu að síður velta menn upp furðuhugmyndum um sæ- streng til útlanda niður á fjögurra kílómetra dýpi fyrir 350 milljarða. Að vísu er talsvert í að slíkur strengur verði uppfundinn en ís- lenzkir spekúlantar eru samt strax farnir að hugsa stórt enda sýna dæmin að menn þurfa ekki að vera lengi í námunda við orkufyr- irtækin til að týna glórunni. Það hljóta að vera örvita menn sem telja að ekki sé hægt að grafa há- spennulínur rúman metra ofan í jörðina vegna kostnaðar, þegar landið er yfirfullt af verk- efnalausum skurðgröfum. Nú hefur verið farið fram á heimild til eignarnáms á Reykja- nesi þar sem nokkrir landeig- endur þverskallast við að hlýða boði taglhnýtingsins um að jarðir þeirra þurfi að eyðileggjast í al- mannaþágu. Ætlunin er að grípa til varna og er það vel. Skilyrði fyrir eignarnámi eru engan veg- inn uppfyllt, undirlægjuháttur gefst aldrei vel og auðvelt virðist að ná samkomulagi um málið, séu strengir lagðir í jörð. Tími þess að náttúran sé einsk- is metin og fegurðin verðlaus er liðinn. Vandséð er hvernig ráð- herra getur annað en synjað beiðni taglhnýtingsins um eign- arnám, sem er í andstöðu við þjóðarhag, almannarétt og heil- brigða skynsemi. Eftir Sverri Ólafsson Sverrir Ólafsson » Tími þess að nátt- úran sé einskis metin og fegurðin verðlaus er liðinn. Höfundur er viðskiptafræðingur. Enn af háspennulínum Í þeirri miklu ring- ulreið sem skapaðist í borginni á þriðjudag- inn þegar óveðrið skall á veltir maður fyrir sér af hverju borg- aryfirvöld stóðu ekki betur vaktina. Það á að vera skylda yf- irvalda að vera alltaf á verði og bregðast strax við þegar eitt- hvað gerist sem ógnað getur öryggi íbúanna. Með réttum viðbrögðum hefði verið hægt að koma í veg fyrir allar þær hremm- ingar og vesen sem fólk lenti í vegna ófærðarinnar. Borgaryfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir að foreldrar þeystu út á götur borg- arinnar með börn sín á leið í skóla og fækkað þannig bílum sem sátu fastir og töfðu fyrir snjóruðnings- tækjum og tepptu stofnæðar fyrir neyðarumferð. Að sjálfsögðu hefðu skólayfirvöld í borginni átt að aflýsa strax öllu skólahaldi og gera allt sem í þeirra valdi stóð til að ógna ekki öryggi barnanna og annarra borgarbúa. En því miður endurtók sig sama sagan og í óveðrinu í nóv- ember þegar þakplötur voru fjúk- andi um alla borg og fólk tókst á loft inn við Höfðatorg. Rétt eins og núna fengu foreldrar þá mjög mis- vísandi skilaboð frá skólunum. Ég tók því málið upp í skóla- og frí- stundaráði Reykjavíkur og benti á, að það þyrfti að samræma viðmið- anir og reglur um hvenær eigi að aflýsa skólahaldi eða senda börnin heim vegna veðurs. Því miður hafa skólayfirvöld skellt skollaeyrum við þessum ábendingum eins og dæmin sönnuðu í gær. Það gagnast lítið fyrir borgarbúa að Dagur B. Egg- ertsson, formaður borgarráðs, stæri sig af því að snjómokstur hafi hafist kl. þrjú um nóttina þegar borg- aryfirvöld sofna svo á verðinum með að vera í viðbragðsstöðu að fella niður skólahald þegar svona óveður er aðsigi. Sá meirihluti sem stendur vaktina núna í borginni þarf að fara að gera sér grein fyrir því að það er ekkert „djók“ að stjórna borginni, það þarf að fara að sýna meiri ábyrgð og faglegri vinnubrögð og skrópa ekki á vakt- inni þegar á reynir. Borgaryfirvöld stóðu ekki vaktina Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Sá meirihluti sem stendur vaktina núna í borginni þarf að fara að gera sér grein fyrir því að það er ekk- ert „djók“ að stjórna borginni. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift REDKENONLY SALON SALONVEHHÁRSNYRTING: RÁÐGJÖF, KLIPPING OG MÓTUN, HÁRLITUN, HÁRÞVOTTUR MEÐ NUDDI EÐA DJÚPNÆRINGU VÖRUR Í VERSLUN: ALLT Í HÁRIÐ, HÁRLENGINGAR OG -KOLLUR, GREIÐUR, BURSTAR, BLÁSARAR HÚSI VERSLUNARINNAR, KRINGLUNNI s. 568 7305 • salonveh.is Nýju vor- og sumarlínurnar komnar frá Haute Coiffure Francaise ÞÚ FÆRÐ PERSÓNULEGA OG FAGLEGA RÁÐGJÖF HJÁ OKKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.