Morgunblaðið - 08.03.2013, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
Smáauglýsingar
Gisting
Gisting Akureyri
Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm
einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að-
staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að
hafa hund í Skógarhlíð. Er með fleiri
orlofshús við Akureyri og öll með
heitum potti.
orlofshus.is Leó 897 5300
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
VORIÐ ER AÐ KOMA !
Ölfusverk ehf. –
Stoðverk, Grásteini,
Ölfusi
Tökum að okkur alla trésmíða- og
raflagnavinnu. Áratugareynsla í
smíði sumarhúsa 70 hús afgreidd
sl. 10 ár. Sjáum einnig um bygg-
ingastjórn og umsjón fasteigna.
Einnig er til sölu á sama stað
45m² ferðaþjónustuhús, innréttað
sem 2 íbúðir (hægt að breyta
skipulagi að innan) selst ódýrt.
Kjartan, rafverktaki,
gsm 892 8661.
Þorsteinn,húsasmíðameistari,
gsm 660 8732.
Rafvirkjun
AH-Raf. Dyrasímakerfi, töfluskipti og
öll almenn raflagnavinna. Tilboð/
tímavinna. Vönduð vinnubrögð.
ahraf@ahraf.is - Hermann, sími
845 7711, og Arnar, sími 897 9845.
Til sölu
Sveitabær.is
Nautakjöt beint frá bónda
Seljum einungis 100% hreint gæða-
ungnautakjöt. Öll vinnsla í höndum
fagmanna. Nánari upplýsingar og
pantanir á sveitabær.is.
Ódýr blekhylki og tónerar
verslun í Hagkaup Smáralind og
Fjarðargötu 11, Hafnarfirði.
Blekhylki.is, sími 517-0150.
Saumavélar- saumavélaviðgerðir
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali.
Viðgerðir á flestum gerðum sauma-
véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is
eða hringdu í s. 892 3567 eftir
hádegi alla daga.
Skattframtöl
Skattframtal 2013
Framtalsþjónusta fyrir einstaklinga
og rekstraraðila. Mikil reynsla - hag-
stætt verð. Uppl. í síma 517 3977.
www.fob.is. Netfang: fob@fob.is.
Ýmislegt
Póstval – vefverslun
www.postval.is
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Nýkomið Tunica
St. 16 - 28
Leggings glans
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Bílaþjónusta
NÝTT NÝTT NÝTT
Teg. 1566 - vel fylltur í BC-skálum á
kr. 5.800.
Teg. 1566 - vel fylltur í BC-skálum á
kr. 5.800.
Teg. 11001 - þessi gamli frábæri í
C-, D-, E-, F-skálum á kr. 5.800.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-föst. 10-18,
laugard. kl. 10-14.
Þú mætir - við mælum
og aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
✝ Unnur MundaFriðriksdóttir
var fædd í Reykja-
vík 6. september
1967. Hún lést úr
hjartaáfalli á
heimili sínu í
Breiðholti 25.
febrúar síðastlið-
inn.
Foreldrar henn-
ar voru Friðrik
Pétur Magnússon
Welding, f. 12. nóvember
1937, látinn 17. júlí 2010, og
Guðrún Þórarinsdóttir, f. 6.
október 1943, látin 15. maí
2001.
Systkini Unnar eru Jóna
Fanney Friðriksdóttir, f. 17.
ágúst 1963, börn hennar eru
Þórarinn Guðnason og Guðrún
Halla Guðnadóttir.
Þórarinn Friðriksson, f. 1.
janúar 1965, maki Elva Ósk
Wiium, börn þeirra eru Jakob
Andri, Sólveig Rut
og Guðrún. Stefán
Hinrik Garð-
arsson, f. 21. jan-
úar 1969, ætt-
leiddur, býr í
Berlín. Róbert
Daði Friðriksson,
f. 15. júní 1972,
látinn 13. febrúar
2009.
Börn Unnar
Mundu eru Matt-
hías Vilhjálmsson, f. 30. jan-
úar 1987, maki Rakel Tóm-
asdóttir, barn þeirra er
Vilhjálmur Atli, f. 31. ágúst
2008. Sandra Ósk Karlsdóttir,
f. 13. júní 1990, maki Jóhann
Eymundsson, barn þeirra er
Serena Ýr Jóhannsdóttir, f. 2.
október 2012. Alexander Jafet
Rúnarsson, f. 28. júní 2001.
Unnur Munda var jarð-
sungin frá Grafarvogskirkju 7.
mars 2013.
Ég minnist mömmu sem var
alltaf brosandi og í góðu skapi.
Þrátt fyrir erfiða lífsbaráttu
náði hún alltaf að finna það já-
kvæða í lífinu og brosa sig í
gegnum tárin.
Við vorum ólíkar en innst
inni samt svo líkar. Það besta
sem við gerðum saman var að
spjalla um allt milli himins og
jarðar, yfir einum rjúkandi heit-
um kaffibolla.
Ég er ekki aðeins að kveðja
konuna sem fæddi mig í þennan
heim heldur líka mjög góða vin-
konu.
Ég vildi óska að þú hefðir
fengið að kynnast litla ömmu-
gullinu þínu meira en ég held
uppi minningunni um ömmu
engil sem passar upp á okkur
alltaf. Lofaðu mér því.
Þú ert á betri stað núna. Það
er ekki mikil áskorun fyrir þig.
Þú átt eftir að heilla alla uppúr
skónum með fallega brosinu og
stóra persónuleikanum.
Brosið þitt yljar mér um
hjartarætur og mun lifa að ei-
lífu.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Ég elska þig.
Þín dóttir,
Sandra Ósk.
Elsku Unnur, með trega og
sorg í hjarta skrifa ég þessi
kveðjuorð.
Þegar ég svaraði í símann
síðastliðið mánudagskvöld átti
ég síst von á þeirri harmafregn
að þú elsku vinkona værir dáin,
horfin! Nei, það getur ekki ver-
ið, ekki Unnur, hugsa ég og
spyr í veikri von, er það alveg
víst? Jú, sú var raunin. Ljós
þitt hafði slokknað en eftir sitja
dýrmætar minningar.
Mér verður hugsað til baka,
til ársins 1991 þegar leiðir okk-
ar lágu fyrst saman. Þú svo fal-
leg, hress og kraftmikil stelpa,
alveg eins og þú varst síðast
þegar ég hitti þig, alltaf sami
krafturinn og dugnaðurinn,
sama hvað bjátaði á. Já, oft var
lífið ekki dans á rósum, mikið
sem þú fékkst að reyna, elsku
vinkona. Sagt er að guðirnir
leggi mest á þá sem þeim þyki
vænst um. Aldrei minnist ég þó
að þú hafir barmað þér yfir
orðnum hlut, heldur hélstu
áfram staðráðin í að gera betur
næst, alltaf bjartsýn og jákvæð.
Ég sé þig fyrir mér brosandi
með þína einstöku útgeislun,
alltaf svo mikið líf í andlitinu á
þér sem sagði til um líðan þína,
hvort þú varst glöð, hissa,
spennt eða smeyk. Já, þú tal-
aðir með andlitinu, Unnur, og
fékkst mig oft til að hlæja.
Stundum gat ég ekki varist
hlátri þegar við mættum hund-
um, þér stóð ekki alveg á sama,
þið áttuð það sameiginlegt þú
og dóttir mín, enda eigið þið
sama afmælisdag.
Erfið finnst mér tilhugsunin
um okkar síðasta samtal, sem
var svo stutt, eitthvað stóð illa á
það augnablikið og ætluðum við
að heyrast eftir smá, sem varð
þó ekki. Ég hafði ekki séð þig í
nokkra mánuði, ekki hafði liðið
svona langur tími milli funda
okkar síðustu tíu árin. Ég var
farin að sakna þess að sjá þig
koma upp stigann á hálfgerðum
spretti, pústa smá, brosa og
spyrja hvort ég ætti ekki kaffi.
Þú hafðir góða nærveru stelpa
og alltaf varstu boðin og búin ef
eitthvað var, aldrei upptekin þó
alltaf væri nóg að gera. Manstu
fyrir nokkrum árum þegar við á
örskotsstundu tókum ákvörðun
um að skreppa til Kaupmanna-
hafnar, tíminn til miðakaupa
var að renna út og þú hélst það
nú, ég kem með þér, kaupum
miða. Mikið er ég þakklát í dag
fyrir að eiga myndir og minn-
ingarnar úr þessari ferð okkar.
Eins geymi ég þær minningar í
hjarta mínu um okkar óteljandi
samtöl, misalvarlegs eðlis. Takk
fyrir að treysta mér, elsku vin-
kona. Þín verður sárt saknað.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,
sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
(Einar Benediktsson.)
Elsku Sandra, Matthías, Al-
exander og aðrir aðstandendur,
ykkur votta ég mína dýpstu
samúð. Megi hið skærasta ljós
lýsa veginn framundan.
Elsku Unnur mín, ég kveð
þig með sömu orðum og þú
kvaddir Dallý vinkonu okkar.
Drottinn er alvaldur Guð,
hann talar og kallar á jörðina
frá upprás sólar til niður-
göngu
hennar.
Hvíl í friði.
Þín vinkona,
Helga Nanna.
Í dag kveð ég með trega
æskuvinkonu mína. Ég kynnt-
ist Unni þegar við vorum 14
ára gamlar og urðum við strax
bestu vinkonur. Hún var litrík-
ur og sterkur persónuleiki sem
hreif fólk með sér. Það var
alltaf líf og fjör í kringum
þessa fallegu og brosmildu
stelpu. Mörg uppátækin voru
skemmtileg, enda slagur jafn-
an látinn standa. Unnur hafði
til að bera hugrekki og sjálfs-
bjargarviðleitni þar sem hún
hafði lengi þurft að standa á
eigin fótum. Framtíðin blasti
við okkur og áhyggjur morg-
undagsins víðs fjarri. Það var
því sárara en tárum taki að
horfa á eftir kærri vinkonu
festast í viðjum sjúkdóms sem
gaf engan grið. Saga Unnar
var ekki röð afreksverka, held-
ur saga viðkvæmrar stúlku
sem þráði ekkert heitar en ró
og öryggi. Ljós og arfleifð
Unnar í lífinu eru börn hennar
sem hún var óendanlega stolt
af.
Meðan einn bognar
brotnar annar
við blakka rót.
Þau brotna þvert
þroskamestu blómin
og falla þyngst til jarðar.
Þau sem eftir standa
geyma stolta
fegurð þess fallna.
(Guðrún Guðlaugsdóttir.)
Hvíl í friði, elsku vinkona.
Lilja B. Jónsdóttir.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Elsku vinkona.
Það var yndislegt að fá að
kynnast þér og þínu fallega
brosi, þín verður sárt saknað.
Hvíl í friði, Unnur mín, Guð
geymi þig varðveiti.
Elsku Sandra, Matthías og
Alexander, ég sendi ykkur mín-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Þín vinkona,
Aldís Höskuldsdóttir.
Unnur Munda
Friðriksdóttir
✝ Helgi Jónssonfæddist 12.3.
1930 á Reykjanesi
á Ströndum. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 25.
febrúar 2013.
Foreldrar Helga
voru Jón Jónsson,
f. 28.11. 1891, d.
1.6. 1954, og
Rósalía Jónína
Guðjónsdóttir f.
20.4. 1890, d. 14.11. 1968. Helgi
átti tvö systkini, Guðmund
Trausta Jónsson, f. 7.4. 1923, d.
24.10. 1990, og Guðfinnu Jóns-
dóttur, f. 2.4. 1926, d. 30.8.
2010.
Helgi tók við búi föður síns
þegar hann lést.
Hann flutti ásamt
systkinum sínum
til Reykjavíkur
1958, daginn eftir
hóf hann störf hjá
föðurbróður sínum,
Þorsteini Jafeti
Jónssyni og vann
fyrir hann til árs-
ins 1972. Þá hóf
hann störf hjá
Gluggasmiðjunni
og vann þar til ársins 1999.
Helgi bjó með systkinum sín-
um, honum varð ekki barna
auðið.
Útför Helga fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 8. mars
2013, og hefst útförin kl. 13.
Ég kveð þig, Helgi minn, með
miklum trega og söknuði og er
enn ekki farin að gera mér grein
fyrir því að sjá þig ekki aftur.
Þú kvaddir þennan heim frið-
samlega eins og allt þitt líf ein-
kenndist af friði og kærleik, yf-
irvegun, heiðarleika. Ég á bara
ekki til orð til að lýsa því hvaða
mann þú hafðir að geyma svo
einstakur varst þú. Þér var farið
að hraka heilsufarslega síðustu
misseri en maður gerði sér
kannski ekki fulla grein fyrir
hversu mikið því þú kvartaðir
aldrei, aldrei. Það var svo gam-
an að sækja þig og fá þig í mat,
þú varst svo þakklátur fyrir allt
sem gert var fyrir þig og alltaf
sagðir þú: „Þú hefur allt of mik-
ið fyrir mér“ en sjálfur varst þú
að stjana við ættingja þína og
man ég það þegar ég var ung-
lingur og þú varst svo oft heima
hjá ömmu og afa á Guðrúnar-
götu, ef það var veisla þá varst
þú að mynda og ef þurfti að
keyra einhvern þá varst þú
tilbúinn og þar fram eftir göt-
unum.
Þú kunnir svo margar sögur
gamlar frá Reykjanesi á Strönd-
um og þú sagðir svo skemmti-
lega frá. Þú vannst lengst af hjá
Gluggasmiðjunni og sagðir mér
margar góðar sögur þaðan og
hvað þér þótti vænt um fólkið og
þá sérstaklega Gissur heitinn
sem var greinilega einstakur
maður eins og þú. Það var svo
gaman að tala við þig, alltaf
hafðir þú að mínu mati rétta
skoðun á hlutunum, heilbrigða
og heiðarlega. Uppáhaldsmatur-
inn þinn var steiktur fiskur og
var þetta orðið þannig að ég
hafði alltaf steiktan fisk, en
hugsaði: María, þú verður að
fara að hafa eitthvað annað, nei
Helgi vill fiskinn og þar við sat.
Þér var margt til lista lagt, þú
varst þúsundþjalasmiður. Helgi
minn, ég veit að þú ert kominn á
besta staðinn, ef um marga er
að velja þá ert þú á þeim besta.
Ég þakka þér, Helgi minn, fyrir
að hafa verið til og þú kenndir
okkur mannfólkinu sem varð á
vegi þínum svo margt og stund-
um án þess að segja orð.
Halli sonur minn mun sakna
þín líka, mikið gátuð þið rætt
lengi um Liverpool og þú sagðir:
„Ég get sagt ykkur það að ég
hef alltaf haldið upp á Liverpool
en ef þið mynduð spyrja mig
hvers vegna, þá hef ég ekki hug-
mynd af hverju.“
Hvíl í friði, elsku besti Helgi.
Þín frænka,
María
Haraldsdóttir.
Helgi
Jónsson