Morgunblaðið - 08.03.2013, Side 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Lúðrasveit verkalýðsins var stofnuð
8. mars árið 1953 og er því sextug í
dag. Stofnfélagar
sveitarinnar voru
13 talsins og hef-
ur hún allt frá
stofnun leikið í
kröfugöngum á
baráttudegi
verkalýðsins, 1.
maí, en fyrstu
tónleika sína hélt
hún í Austurbæj-
arbíói árið 1970.
Nú starfa í sveit-
inni um 60 hljóðfæraleikarar þegar
mest er og eru þeir á öllum aldri, frá
16 ára upp í sextugt. „Börnin sem
eru að koma inn núna seinni árin eru
orðin gríðarlega vel þjálfuð, búin að
fara í gegnum skólalúðrasveitirnar
og eru virkilega tilbúin í slaginn,“
segir stjórnandi lúðrasveitarinnar,
Kári Húnfjörð Einarsson sem er
jafnframt aðstoðarskólastjóri Tón-
listarskóla Seltjarnarness. Spurður
að því hvort það sé ekki lærdómsríkt
fyrir unga tónlistarmenn að vera í
lúðrasveit, segir Kári vissulega svo
vera. „Það er ekki bara að spila á
lúðurinn heldur líka að læra aga og
taka tillit og hlusta á alls konar tón-
list,“ segir hann.
Tónleikaferð til Toronto
Það stendur mikið til hjá lúðra-
sveitinni á afmælisárinu. Hún mun
m.a. fagna sextugsafmælinu nú á
sunnudaginn með tónleikum í Ráð-
húsi Reykjavíkur sem hefjast kl. 14.
Á þeim verður flutt efnisskrá helguð
dansi og er aðgangur að tónleik-
unum ókeypis. Kári segir afmælis-
fögnuðinn í raun hafa byrjað fyrir
áramót með myndarlegum jóla-
tónleikum en slíka tónleika hafi
sveitin ekki haldið um árabil. Þá hafi
tekið við mikill undirbúningur og
æfingar fyrir tónleikana á sunnu-
daginn. „Orðið „dans“ kemur fyrir í
titlunum á öllu sem við spilum,“ seg-
ir Kári og nefnir sem dæmi „La
danza“ eftir Rossini, „Sverðdans-
inn“ eftir Khachaturian og „Dancing
in the Moonlight“ eftir hljómsveit-
ina King Harvest og slavneska
dansa. „Það er bara öll danssagan,
nánast, ferlega gaman og búið að
vera mjög skemmtilegt verkefni,“
segir Kári.
„Síðan er að koma út heljarmikið
blað, afmælisrit, 40 síður og þar eru
ávörp frá hinum og þessum og sögur
og skemmtilegheit, myndir o.fl. Síð-
an er verið að fara til útlanda núna
um páskana, við förum til Toronto í
Kanada og spilum þar á strætótorg-
um og meira að segja uppi í Niag-
ara, förum upp á það svæði og tök-
um lagið,“ segir Kári um aðra
viðburði afmælisársins. Þá leiki
lúðrasveitin á Barnamenningarhátíð
í Eldborg í Hörpu undir lok apríl og
á Menningarnótt muni hún fara í
sérstaka sögugöngu í tilefni af af-
mælinu. Í henni verði saga hljóm-
sveitarinnar rakin, m.a. sýnt hvar
hún æfði fyrst en í upphafi var hún
ekki með fast æfingahúsnæði.
„Þarna ætlum við að ganga á milli
og einn gamall félagi mun skrásetja
söguna vel og vandlega. Svo ætlum
við að taka lagið, við marserum
kannski ekki um alla borgina (hlær)
en tökum lagið hér og þar. Og „Nall-
inn“ verður náttúrlega, væntanlega
talið í hann einu sinni eða tvisvar,“
segir Kári um sögugönguna.
Getur orðið andstuttur
Blaðamaður lætur eina kjánalega
spurningu vaða og spyr hvort ekki
sé erfitt að ganga og leika tónlist
samtímis. „Jú, maður getur orðið
svolítið andstuttur stundum,“ segir
Kári kíminn. Menn verði auðvitað að
ganga í takt við lagið og öndunin
þurfi að vera í góðu lagi. „Svo þarf
að beygja og ef það eru einhverjar
hindranir á veginum getur það flækt
svolítið málið. Við æfum okkur í því
sérstaklega.“
Sextug Lúðrasveit verkalýðsins fyrir utan Fella- og Hólakirkja í nóvember í fyrra. Hún hélt tónleika í kirkjunni.
Danssagan tekin
fyrir á afmælis-
tónleikum
Lúðrasveit verkalýðsins sextug í dag
Heldur tónleika á sunnudaginn
Kári Húnfjörð
Einarsson
Ljósmynd/Andreas Stenlund
Velska poppsöngkonan Bonnie
Tyler mun keppa fyrir hönd
Breta í Evróvisjón-söngvakeppn-
inni. Greint var frá þessu á vef
breska ríkisútvarpsins, BBC, í
gær. Tyler er 61 árs og átti góðu
gengi að fagna á níunda áratugn-
um. Þekktasta lag hennar er að
öllum líkindum „Total Eclipse of
the Heart“ frá árinu 1983. Haft
er eftir Tyler að hún muni leggja
sig alla fram í keppninni fyrir
landa sína. Lagið sem Tyler flytur
heitir „Believe in Me“ eða „Trúðu
á mig“ og mun hún flytja það 18.
maí nk. í Malmö. Vonandi gengur
henni betur en síðasta keppanda
Breta, Engelbert Humperdinck,
sem lenti í 25. sæti í fyrra, því
næstneðsta, með lagið „Love Will
Set You Free“. Humperdinck
hlaut einungis 12 stig í keppninni.
Enn að Bonnie Tyler, réttu nafni Gayn-
or Hopkins, á tónleikum árið 2005.
Tyler syngur fyrir
Breta í Evróvisjón
m.a. Besta
leikkona
í aukahlutverki
FRÁÞEIMSEMFÆRÐUOKKUR
ALICE INWONDERLANDOG LEIKSTJÓRA
SPIDERMANÞRÍLEIKSINS.
MÖGNUÐ
ÆVINTÝRA-
MYND Í STÓR-
KOSTLEGRI
ÞRÍVÍDD
3
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
IDENTITY THIEF Sýnd kl. 8 - 10:20
OZ THE GREAT AND POWERFUL Sýnd kl. 5 - 8
21 AND OVER Sýnd kl. 10:40
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D Sýnd kl. 4 - 6
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU Sýnd kl. 4
VESALINGARNIR Sýnd kl. 6 - 9
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
12
12
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
L
L
10
14
Stórskemmtileg teiknimynd
fyrir alla fjölskylduna!
HHHH
- K.N. Empire
ÓSKARSVERÐLAUN
M.A. BESTI LEIKARI ÁRSINS
DANIEL DAY-LEWIS
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
-EMPIRE
IDENTITY THIEF KL. 5.40 - 8 - 10 12
21 AND OVER KL. 10.10 14
THIS IS 40 KL. 5.40 12 / JAGTEN KL. 8 16
IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
IDENTITY THIEF LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
21 AND OVER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 3.40 - 5.50 L
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.40 L
THIS IS 40 KL. 6 12
DIE HARD 5 KL. 8 - 10.20 16
DJANGO KL. 9 16
HÁKARLABEITA 2 KL. 3.40 L
- H.S.S., MBL
Yippie-Ki-Yay!
IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
THIS IS 40 KL. 8 - 10.40 12
LINCOLN KL. 6 - 9 14
LIFE OF PI 3D KL. 5.20 10