Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, segir að samn- ingur sem náðist milli Kýpverja annars vegar og Evrópusambands- ins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðs- ins hins vegar um fjárhagsaðstoð sé sanngjarn gagn- vart öllum máls- aðilum. „Þetta er besta hugsanlega leiðin þótt hún sé ekki auðveld,“ sagði ráðherrann. Ni- kos Anastasiades, forseti Kýpur, kveðst einnig vera sáttur við samkomulagið sem náðist aðfaranótt mánudags. Fá Kýpverjar 10 milljarða evra neyðarlán til að koma í veg fyrir hrun bankakerf- isins og ríkisgjaldþrot. Ljóst er þó að Kýpverjar verða að taka á sig þungar byrðar sem gætu reynst þeim ofviða, að mati sumra stjórnmálaskýrenda. Loka á næststærsta banka landsins, Laika Bank, og færa allar innistæður úr honum yfir í Kýpurbanka, sem er stærstur. Ekki hefur enn verið ákveðið hve- nær slakað verði á gjaldeyrishöftum eða bankar á eynni verði opnaðir á ný, að sögn seðlabankans í Nikosíu. Bankar hafa verið lokaðir í 10 daga. Einnig var sett þak á úttektir í hraðbönkum. Anastasiades fundaði stíft með ESB og AGS í um tólf stundir áður en samningar tókust. Samkvæmt samkomulaginu eru innistæður yfir 100.000 evrum ótryggðar. Aðrar innistæður eru tryggðar. Ljóst er að innistæðu- eigendur í Laika-bankanum munu tapa miklum fjárhæðum en inni- stæður umfram 100 þúsund evrur, 16 milljónir króna, munu ekki njóta innistæðutryggingar. Meðal þeirra sem munu tapa stórum fjárhæðum eru rússneskir auðkýfingar og fyrir- tæki þeirra sem eiga tugmilljarða evra í bönkum landsins. „Besta hugs- anlega leiðin“  Fjármálaráðherra Þýskalands segir samning við Kýpur sanngjarnan AFP Reiði Tugþúsundir Rússa búa á Kýpur og ekki eru þeir allir ríkir. Rússnesk kona með ríkisborgararétt bæði á Kýp- ur og í Rússlandi vandaði ekki Þjóðverjum, sem hafa sett hörð skilyrði fyrir aðstoð, kveðjurnar í mótmælum í Niko- síu á sunnudagskvöld. „Gegn Fjórða ríkinu“ segir á spjaldinu með tilvísun í Þriðja ríki Adolfs Hitlers í Þýskalandi. Fimm hafa þurft hjálp » Kýpur er fimmta evruríkið til að fá fjárhagsaðstoð frá Evr- ópusambandinu. Áður höfðu Grikkland, Írland, Portúgal og Spánn fengið hjálp. » Í næsta mánuði mun þýska þingið koma saman til að greiða atkvæði um sam- komulagið. Þjóðverjar leggja fram mest allra ESB-þjóða af fé til þess. Wolfgang Schäuble Ákveðið hefur verið að stjórnarand- stæðingar í Sýrlandi taki sæti Sýr- lands í Arababandalaginu, að sögn AFP-fréttastofunnar. Fundur banda- lagsins hefst í Katar í dag. Sýrlenska þjóðarráðið, sem berst gegn Bashar al-Assad forseta, segir ákvörðunina mikilvægt skref í átt að lýðræði í landinu. New York Times segir að uppreisnarmönnum berist stöðugt meira af vopnum frá Sádi- Arabíu og Katar og nú komi banda- ríska leyniþjónustan, CIA, að þessum vopnasendingum. Sýrlendingar fá vopn frá Íran og Rússlandi og hefur stjórnarherinn mikla yfirburði gagnvart uppreisn- armönnum sem eiga engar flugvélar eða þyrlur og sáralítið af brynvörðum bílum, hvað þá skriðdrekum. Frakkar og Bretar vilja senda uppreisnar- mönnum vopn en önnur aðildarríki Evrópusambandsins fengu samþykkt vopnasölubann. William Hague, utanríkisráðherra Breta, segir rök mæla með því að af- létta banninu þegar það verður næst rætt í maí. Aðrir segja að slík breyt- ing gæti grafið undan tilraunum til að semja um frið. Catherine Ashton, ut- anríkismálafulltrúi ESB, segir að menn verði að spyrja sig hvort vopna- sendingar myndu koma í veg fyrir mannfall eða auka það. kjon@mbl.is Uppreisnarmenn fá meira af vopnum Lögregla Mar- okkómanna beitti í gær mik- illi hörku við að berja niður mót- mæli hóps Vest- ur-Saharamanna í borginni Laa- youne vegna her- náms sem staðið hefur yfir í meira en þrjá áratugi. Tilefni mótmælanna var heimsókn Christophers Ross, fulltrúa Sam- einuðu þjóðanna, til V-Sahara. Hvorki SÞ né Afríkusambandið hafa viðurkennt innlimunina og hún var árið 1975 úrskurðuð ólög- leg hjá Alþjóðadómstólnum í Haag. Mörg þúsund manns féllu í frels- isstríði V-Saharamanna sem eru alls rúmlega hálf milljón. Mar- okkómenn eru um 40 milljónir. kjon@mbl.is VESTUR-SAHARA Marokkómenn berja niður mótmæli gegn innlimun svæðisins Christopher Ross Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá sem elska hönnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.