Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is Trjáfelling og stubba- tæting FJARLÆGJUM LÍTIL SEM STÓR TRÉ OG TÆTUM TRJÁSTOFNA. Við búum yfir mikilli reynslu og frábærum tækjakosti þegar kemur að því að fella stór sem smá tré. Stubbatætarinn er svo frábær lausn til þess að losna við trjástofna sem standa eftir í garðinum. Guðmundar- og Geirfinnsmál Starfshópurinn leggur í skýrslunni mat á framburð þeirra, sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmál- inu. Um Erlu Bolladóttir segir m.a. í skýrslunni: „Þegar hún hafði játað aðild að Geirfinnsmálinu var hún orðin þreytt, algjörlega hjálparlaus og föst í lyga- vef og það, ásamt samspili sálrænna þátta, sem gerðu hana viðkvæma fyr- ir yfirheyrslum, og aðstæðum við yf- irheyrslurnar í Síðumúlafangelsi, leiddi til þess að hún fór að þóknast rannsakendunum og sagði þeim sögu sem hún taldi að þeir vildu heyra og var líkleg til að taka þrýstinginn af henni. Svo virðist sem hún hafi litið á það sem einu leið sína til að komast af við þessar óbærilegu aðstæður sem hún var komin í. Þetta varð til þess að hún gaf framburð sem er án nokkurs vafa óáreiðanlegur og flækti fleiri ein- staklinga í málið.“ Um framburð Sævars Ciesielski segir: „Engar vísbendingar eru um að hann hafi þjást af minnisvafa- heilkenni eins og sumir hinna sak- borninganna í Guðmundar- og Geir- finns-málunum. (...) Sævar virðist hafa játað aðild að málunum báðum með skammtímaávinning í huga, þ.e. til þess að losna undan þrýstingi við yfirheyrslurnar og til að draga úr vanlíðan sinni.“ Um Kristján Viðar Viðarsson seg- ir: „Kristján Viðar var vistaður óhóf- lega lengi í einangrun og oft yfir- heyrður eða rætt við hann án þess að tekin væri skýrsla. Einangrunin og yfirheyrslurnar voru honum greini- lega mjög erfiðar og leiddu til þess að hann játaði aðild að hvarfi Guð- mundar og Geirfinns og dauða þeirra með mjög vafasömum framburði sem hann dró síðan til baka þó ekkert mark virðist hafa verið tekið á því, hvorki af rannsakendum né fyrir dómi.“ Um Tryggva Rúnar Leifsson segir að hann virðist hafa haldið í einfeldni sinni að játning myndi hjálpa við að losna úr einangruninni. „Dagbækur hans, sem höfundar þessar skýrslu telja trúverðugar og ljóst að hafi verið skrifaðar á meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldinu í Guðmundarmál- inu, gefa góða lýsingu á slæmu and- legu ástandi hans í einangruninni og algjöru hjálparleysi. Tryggvi Rúnar var örvæntingarfullur maður sem gerði örvæntingarfullar tilraunir til að losna úr einangrun, með því að játa á sig aðild að hvarfi og dauða Guð- mundar Einarssonar.“ Um Albert Klahn Skaftason segir: „Okkar mat á því að hann reyndist ófær um að leggja fram áþreifanlegar sannanir í málinu er sú að hann hafði í raun og veru enga hugmynd um það.“ Játningar til að losna undan þrýstingi Niðurstaða starfshópsins, sem fjallaði um Guðmundar- og Geir- finnsmál, er að það sé hafið yfir all- an skynsamlegan vafa að framburð- ur fimm sakborninga, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi verið óáreiðanlegur. Á það við um framburð Erlu Bolladóttur, Sævars Marinós Cie- sielski og Kristjáns Viðars Viðars- sonar í Guðmunar- og Geirfinns- máli og framburð Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar í Guðmundarmáli. Þá segir starfshópurinn hafið yfir allan skynsamlegan vafa að fram- burður Guðjóns Skarphéðinssonar í Geirfinnsmálinu hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið falskur. Tíu samverkandi þættir Í niðurstöðum 19. kafla skýrslu starfshópsins um mat á áreiðan- leika framburða í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu telja skýrsluhöf- undar upp tíu samverkandi þætti, sem hafi dregið úr áreiðanleika framburða sakborninganna. Í fyrsta lagi lengd einangrunar- vistar og tíðar og langar yfir- heyrslur. Í öðru lagi einstaklingsbundnir áhættuþættir. Í þriðja lagi tíð óformleg sam- skipti rannsakenda við sakborninga meðan á rannsókn stóð, s.s. heim- sóknir til þeirra í klefa og ferðir með þá út úr fangelsinu. Í fjórða lagi fjöldi samprófana, sem gat ýtt undir að sakborningar breyttu framburði sínum, aðeins vegna áhrifa annarra sakborninga. Í fimmta lagi fjöldi vettvangs- ferða og tilrauna til að leita að lík- um Guðmundar og Geirfinns. Í sjötta lagi takmörkuð aðstoð lögmanna en fangarnir fengu sjald- an að ræða einslega við lögmenn sína og dæmi eru um að þeim hafi beinlínis verið neitað um aðgang að þeim. Í áttunda lagi óttinn við að gæsluvarðhaldið yrði framlengt ef rannsakendurnir væru ekki sáttir við framburð þeirra. Í níunda lagi ræddu fangaverðir í einhverjum tilvikum við sakborn- inga um atvik málanna og fóru með rannsakendunum að leita að líkum Guðmundar og Geirfinns. Í tíunda lagi virðist sem rannsak- endur hafi haft „rörsýn“ við rann- sókn málanna og haft fyrirfram skoðun á sekt sakborninganna og neikvæð viðhorf til sumra þeirra, einkum Sævars og Kristjáns Viðars. Fjallað er sérstaklega um þátt Guðjóns Skarphéðinssonar í skýrslu starfshópsins og segir þar að framburður Guðjóns í Geirfinns- málinu og það að hann játaði þátt- töku í málinu beri öll merki falskr- ar játningar. „Það samspil sálfræði- legra þátta sem gerði það að verkum að Guðjón neitaði í upphafi Óáreiðanlegur og falskur framburður  Margir samverkandi þættir drógu úr áreiðanleika, svo sem löng einangrun og tíðar yfirheyrslur  Rannsakendur með „rörsýn“ og töldu sakborninga seka  Vísbendingar um minnisvafaheilkenni Morgunblaðið/Kristján Einarsson Í réttarsalnum Geirfinnsmálið flutt í Hæstarétti í janúar 1980. Nokkrir sakborninga voru í réttarsalnum. Atburðarásin 1974 janúar Hvarf 18 ára gamals manns,Guðmundar Einarssonar, var tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík 29. janúar 1974. Leit stóð yfir til 3. febrúar 1974 en án árangurs. 1974 nóvember Tilkynning barst um það síðdegis 20. nóvember að 32 ára gamall maður,Geir- finnur Einarsson, væri horfinn en hann fór að heiman frá sér í Keflavík kvöldið áður. Leit hófst að Geirfinni en um leið hófst viðamikil sakamálarannsókn að því er virðist vegna upplýsinga lögreglu um dularfullt stefnumót sem Geirfinnur átti að eiga í Hafnarbúðinni í Keflavík. 1975 desember Ný rannsókn hófst hófst á hvarfi Guðmundar Einarssonar, að því er virðist vegna þess að rannsóknarlögreglunni í Reykjavík hafði borist til eyrna að Sævar Ciesielski væri viðriðinn málið. Sævar og Erla Bolladóttir voru úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna annars máls en í framhaldi af framburðum sem Erla og Sævar gáfu voru Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason úrskurðaðir í gæsluvarðhald dagana fyrir jól 1975. 1976 janúar Rannsóknarlögreglan í Reykjavík hóf rannsókn á hvarfi Geirfinns og í tengslum við hana voru handteknir í janúar þeirMagnús Leópoldsson, Einar Bollason og Valdimar Olsen og í febrúar,Sigurbjörn Eiríksson. Þeim var öllum sleppt í maí 1976 en voru áfram látnir sæta takmörkun á ferðafrelsi. Skömmu síðar var fenginn hingað til lands þýski rannsóknar- lögreglumaðurinn Karl Schütz til að aðstoða sakadóm Reykjavíkur við rannsókn málanna. 1976 nóvember Guðjón Skarphéð- insson handtekinn og færður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi Geirfinns. 1976 desember Frumákæra var gefin út gegn Kristjáni Viðari Viðarssyni,Sævari Ciesielski og Tryggva Rúnari Leifssyni en þeim var gefið að sök að hafa ráðið Guðmundi Einarssyni bana 1976 mars Framhaldsákæra gefin út. Þar var Kristjáni Viðari,Sævari og Guðjóni Skarphéðinssyni gefið að að sök að hafa ráðið Geirfinni Einarssyni bana. Fleiri voru ákærðir fyrir aðild að málunum. 1977 desember Sakadómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu. Kristján Viðar og Sævar voru dæmdir í ævilangt fangelsi, Tryggvi Rúnar í 16 ára fangelsi,Guðjón í 12 ára fangelsi, Erla í 3 ára fangelsi og Albert Klahn í 15 mánaða fangelsi. Karl Schütz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.