Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 ✝ SigurðurSveinn Pét- ursson fæddist á Akranesi 27. janúar 1969. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu í Nor- egi þann 6. febrúar 2013. Foreldrar Sig- urðar eru Pétur Steinar Jóhann- esson, fv. lögreglu- varðstjóri, f. 6. ágúst 1942, og Magnea Guðfinna Sigurð- ardóttir, fv. umsjónarmaður í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi, f. 6. september 1943. Bróðir Sigurðar er Jón Pét- ursson, f. 12. nóvember 1962. Sambýliskona Jóns er Ingibjörg Finnbogadóttir, f. 9. júlí 1961. Sigurður bjó á Akranesi fram til tvítugs. Hann lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi, BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1993, emb- ættisprófi í klíniskri sálfræði frá Oslóarháskóla árið 1998 og sér- fræðiviðurkenningu í vinnu- og skipulagssálfræði árið 2007. Sigurður starfaði í fyrstu hjá AETAT (norsku vinnu- málastofnuninni), síðar hjá NSB (norsku ríkisjárnbrautunum) og síðastliðin fimm ár hjá SHT (norsku stórslysanefndinni). Einkaflugmannspróf tók hann ungur og voru flugöryggismál meðal annars hans áhugasvið og starfsvettvangur. Sigurður kenndi við ýmsar menntastofn- anir í Noregi samhliða starfi sínu við slysarannsóknir. Útför Sigurðar fór fram frá Lörenskog kirkju, þann 15. febr- úar síðastliðinn, þar sem hann er jarðsettur. Minningarathöfn um Sigurð fer fram í Akra- neskirkju í dag, 26. mars 2013, og hefst kl. 14. Sonur Jóns er Vikt- or Pétur Jónsson, f. 14. júlí 1985. Stjúp- dætur Jóns eru Jóna Sigrún Sig- urðardóttir, f. 9. apríl 1990, og Berg- lind Dúna Sigurð- ardóttir, f. 12. októ- ber 1994. Árið 1994 giftist Sigurður Silju Sjöfn Björg- úlfsdóttur, f. 23. desember 1969. Silja er dóttir Silju Sjafnar Eiríksdóttur, f. 23. mars 1937, og Björgúlfs Lúð- víkssonar, f. 14. október 1939. Sonur Sigurðar og Silju er Ari Steinar Sigurðarson, f. 24. júlí 2002, og stjúpdóttir Sigurðar er Sól Sigurjónsdóttir, f. 22. mars 1990. Elsku bróðir, það er erfið stund að þurfa að kveðja þig. Sársaukinn við það að missa þig er mikill og erfitt að horfast í augu við þá stað- reynd að þú ert kallaður frá okkur alltof snemma. Dagurinn sem þú komst í heim- inn er mér enn í fersku minni enda einn ánægjulegasti í lífi mínu. Stoltið við að eignast þig sem bróð- ur var mikið og hefur alltaf verið ríkt í hjarta mínu. Samskipti okkar voru góð og það fylgdi þér alltaf léttleiki og gleði. Aldursmunur okkar skapaði þær aðstæður að við fórum of mikið á mis hvor við ann- an þegar árin liðu. Þegar ég fór í framhaldsnám, fyrst til Reykja- víkur og síðan utan, töpuðum við dýrmætum árum saman þótt við hefðum alltaf gott samband. Þegar ég svo kom heim fórst þú sömu leið og ég og tími aðskilnaðar lengdist. Gaman þótti mér að þú fylgdir í fótspor stóra bróður bæði hvað varðar nám og störf og veit ég að þú gerðir það með miklum sóma. Ekki komu umsagnir þeirra sem fylgdu þér í leik og starfi mér á óvart. Sú færni, hjartahlýja, glað- lyndi og heiðarleiki sem alltaf fylgdi þér smitaði út frá sér sem best sést í þeim mikla vinahópi sem þú átt. Það kom mér ekki á óvart þegar ég heyrði starfsfélaga þína hæla þér bæði sem góðum og mikilvægum samstarfsfélaga og fagmanni. Verk þín voru mikils metin og missir mikill. Sem ungur drengur á Akranesi varst þú hrókur alls fagnaðar og það fylgdi þér alla ævi. Í leik og starfi var alltaf gott að geta leitað stuðnings og ráða hvor hjá öðrum. Stolt mitt og ánægja með litla bróður óx með hverju ári og óspar var ég á að stæra mig af þér. Sama gerðu mamma og pabbi, Viktor Pétur frændi þinn sem þér þótti svo vænt um og allir vinir þínir og ættingjar enda ekki að ástæðu- lausu. Kæri bróðir, þú áttir yndislegt heimili og fjölskyldu. Samband ykkar Silju var einstakt enda hún ekki bara eiginkona þín heldur einnig sálufélagi og vinur. Þið fylgdust að í gegnum súrt og sætt og aðdáunarvert að verða vitni að því. Sól var lengi vel eini sólar- geisli ykkar og mikið þótti þér vænt um hana. Þú varst henni sem annar faðir frá fyrsta degi. Gleðin var mikil þegar ykkur Silju fædd- ist loks sonurinn Ari Steinar. Ari er gullmoli sem var þér dýrmæt- astur í heimi. Mikill er missir okkar allra. Elsku bróðir, þín er sárt saknað en minningin um þig veitir hlýju og þakklæti. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Guð veri með okkur í sorginni. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Jón Pétursson. Sigurður Sveinn Pétursson, mágur minn, varð bráðkvaddur að heimili sínu í Lörenskog, Noregi, aðeins 44 ára. Öðlingsdrengur er fallinn frá. Það reynir á litla fjölskyldu í Noregi þessa dagana. Hún er mér náin og hún er mér kær. Það var hamingja Silju systur minnar að eignast Sigga að lífs- förunaut. Þau bættu hvort annað, þessi ungu hjón. Þau þroskuðust og efldust við hvert viðfangsefni. Snyrtimennska, dugnaður og röggsemi, svo af bar, einkennandi þau. Þau voru samtaka hjónin, enda verkaskipting á heimilinu aldrei neitt ágreiningsefni. Hvergi var hikað, verkefni líðandi stundar voru krufin og síðan gengið rösk- lega til verks. Þau kláruðu sitt nám, komu sér fyrir í starfi, réðust í húsakaup, eina eign, svo aðra. Hamarinn á lofti því alltaf var ráð- ist í endurbætur. Síðast voru þau komin í framtíðarhúsnæði í fjöl- skylduvænu umhverfi með vinina nærri. Þau nutu sín vel við nám, leik og störf í Noregi þessi 19 ár sem þau bjuggu þar. Ég átti þrjú ár í Noregi með þeim Silju, Sigga og Sól. Þau hjálpuðu mér, svo langt umfram það sem til stóð, við að koma af stað verslun sem ég rak þar um tíma. Alltaf var litla fjölskyldan mætt, boðin og búin að veita alla þá hjálp og allan þann stuðning sem þau gátu. Við hittumst nánast daglega um tíma og höfðum mikil samskipti þessi ár. Hafi ég þekkt kostina hans Sigga, kynntist ég þeim enn betur þá. Hann var hjálpsamur svo af bar og fús til verka. Hann var ljúfur og léttur í skapi, með mikið jafnaðargeð og alltaf stutt í smá glens. Hann var vinur vina sinna og traustur fjöl- skyldu sinni. Svo mætti lengi telja en Sigga prýddu þeir kostir sem prýða mega góðan mann. Systur mína og börnin sín bar hann á höndum sér. Ég minnist svo margra góðra stunda bæði í Nor- egi og svo hér heima. Já, það var hamingja Silju syst- ur minnar að eiga Sigga að lífs- förunaut. Þegar ég hlustaði á hana flytja eiginmanni sínum hugleið- ingar og kveðju sína, við útför hans frá Lörenskog kirke, varð mér það enn ljósar. Það voru fallegar hugs- anir hugrakkrar konu sem mætir örlögum sínum. Komið er að leiðarlokum hjá Sigga. Við minnumst hans á Akra- nesi í dag. Foreldrum hans og fjöl- skyldu á Íslandi sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Elsku Silja, Sól og Ari. Sökn- uðurinn er sár. Missirinn er mikill. Megi góðar minningar lýsa ykkur leiðina fram veginn. Valborg Valgeirsdóttir. Mikið rosalega vorum við ann- ars heppin þegar við fengum Sigga í fjölskylduna. Hann var svo sann- arlega einn af þessum góðu lið- saukum – jafnvel þótt hann væri Skagamaður – stutt í hlátur, sér- staklega þolinmóður og alltaf tilbúinn að hjálpa. Og mikið skelfi- lega er sárt að þurfa að kveðja hann, svona allt of snemma. Siggi var mikill fjölskyldumað- ur, hann var alla tíð svo skotinn í Silju sinni og þau voru hreint ótrú- lega samstíga hjón. Litla fjölskyld- an blómstraði í Noregi og sólar- geislinn og gullmolinn, þau Sól og Ari, voru alltaf í fyrsta sæti. Við Mike og krakkarnir vorum svo lánsöm að deila þremur árum með þeim í Noregi. Fyrir okkur Íslend- inga í útlöndum var svo frábært að hafa systur mína og mág í næsta bæjarhluta, en ekki handan við hafið. Bara það að geta rennt við um helgar, borðað saman góðan mat og leyft krökkunum að leika var svo notalegt. Grill og strand- ferðir, skíði og skautar, þessi ár voru ljúf. Ekki má heldur gleyma öllum fríunum sem við fórum í saman, heimsóknunum hingað til okkar í Bandaríkjunum og Ís- landsferðunum. Þar sátum við þétt saman hjá mömmu og svömluðum í öllum sundlaugum á höfuðborg- arsvæðinu og í nærsveitum. Það eru heldur ekki margir tengdasyn- ir sem fara með tengdó í sumarfrí, en það gerði Siggi oft og iðulega, og alltaf með glöðu geði. Sálfræðingur eða skógarhöggs- maður, það gat verið erfitt að segja. En við gleymum því ekki þegar Siggi, Mike og Heimir bróð- ir fóru út í garð hjá okkur í Potom- ac eitt árið að höggva tré. Með sög og vettlinga að vopni gengu þeir í kringum þetta margra metra háa tré og svo hófst leikurinn. Mamma, sem er nú alltaf svo ró- leg, horfði svolitla stund á tengda- syni sína og flutti sig svo innar í húsið. Sem sagt ekki viss. En tréð kom niður á réttum stað, alveg eins og Siggi sagði, enda var hann verkstjórinn og sá sem gekk fyrst- ur fram þegar þurfti að gera hlut- ina. Elsku Silja, Sól og Ari. Við vit- um að það er eins og stólnum hafi verið kippt undan ykkur og slökkt á ljósinu. Það er erfitt að sam- þykkja þessar ófyrirsjáanlegu breytingar á lífshlaupinu. En þið eruð ótrúlega dugleg og ég veit að Siggi væri svo stoltur ef hann sæi til ykkar núna. Við eigum öll eftir að sakna hans um ókomin ár. En það birtir á ný og saman munum við komast í gegnum þennan kafla. Margrét (Gréta). Þeir sátu saman á fyrsta degi í sálfræðináminu, Skagamennirnir. Og eins og gerist varð fljótlega til hópur af hressum strákum sem deildu saman einlægum áhuga á náminu, íþróttum og skemmtun- um. Margt var brasað, misgáfu- legt en allt jafnskemmtilegt. Og í öllu þessu var Siggi ómissandi þáttur, með sitt blik í auga og bros á vör. Hann gat hlegið að vitleys- unni í okkur og við sömuleiðis af bráðfyndnum athugasemdum hans. En það var líka gaman að rökræða við hann á alvarlegri nót- um, því hann var hárbeittur í hugsun, samhliða því að hafa ein- lægan áhuga á skoðunum ann- arra. Námið var tekið föstum tökum og Siggi var með í hópi sem hittist reglulega til að rökræða dýpstu spurningar fræðanna. Á fyrsta námsárinu mátti heita að hann byggi á bókasafninu í aðalbygg- ingu Háskólans þar sem lesið var jafnt virka daga sem helgar. En þrátt fyrir annríkið náðum við þó að stofna heilt körfuboltalið og taka þátt í Íslandsmótinu, en til þess að það mætti verða urðum við að keppa undir merkjum við- urkennds íþróttafélags. Eina fé- lagið sem ekki hafði lið í körfu- bolta karla var Íþróttafélag kvenna og undir merkjum þeirra kepptum við í tvö ár. Kannski ekki besta liðið en keppti klárlega fyrir besta málstaðinn að okkar mati. Að loknu námi dreifðumst við svo út um víðan völl og Siggi flutti til Noregs með fjölskylduna. Allir snerum við aftur – nema Skaga- maðurinn. Og eins og verða vill þegar menn eru aðskildir af bæði Atlantshafinu og hversdagsbasl- inu, þá var vinskapurinn lagður til hliðar litla stund og við biðum eftir því að um hægðist og tækifæri gæfist til endurnýjunar. Því að í þau fáu en góðu skipti sem við hittumst aftur skulfu fjöllin og sið- prútt fólk tók andköf, svo óhamin og innileg var gleðin. Elsku, elsku vinur. Rúmri viku fyrir andlát þitt náðum við fé- lagarnir í O-hópnum loks að hitt- ast eina helgi. Mikið fjör að sjálf- sögðu og margar sögur rifjaðar upp. En við ræddum líka mikið um þig, því þú varst að mati okkar allra einn þeirra sem skildu hvað mest eftir í minningunni um BA- námið og við söknuðum þess mjög að hafa þig ekki hjá okkur þessa helgi. Við höfðum auðvitað enga hugmynd um að einmitt svona yrði þetta um alla framtíð – að það yrði ekkert „seinna“, „aftur“ eða „næst“. Sorg okkar er meiri en orð fá lýst. Eina sem við eigum eftir er minning um afburðamann – bros- andi, hlýjan og góðan vin. Og þá minningu munum við rækta og heiðra til okkar síðasta dags. Fjöl- skyldu og vinum sendum við okk- ar dýpstu og innilegustu samúðar- kveðju. Með blik í auga, bros á vör þú birtist mér á gönguför. Af kæti þá minn hugur hló í hljóðri aftanró. En báran lék við sjávarsand og sólin kvaddi vog og land. Í brjóstum hjörtun bærðust ótt og bráðum komin nótt. Svo tókumst við í hendur hljótt og hægt við sögðum, góða nótt. En síðan æ í muna mér þín minning fögur er. (Þorsteinn Halldórsson) Ársæll, Björgvin, Hafsteinn, Haukur, Rúnar og Sigurður. Veturinn 1994-1995 hófum við, nokkrir sálfræðinemar, fram- haldsnám við Háskólann í Osló. Það var krefjandi tími meðan allir voru að fóta sig í nýju samfélagi, en við urðum samstilltur hópur og til varð vinátta sem aldrei rofnaði þrátt fyrir að árin hafi liðið og samverustundunum fækkað. Að námi loknu fóru flestir að tínast heim til Íslands, en Siggi og Silja voru strax ákveðin í að setj- ast að í Noregi. Á þeim tíma sem liðinn er frá námsárunum í Osló höfum við fylgst með þeim hjónum eignast fallegt og notalegt heimili ásamt börnunum sínum tveimur. Þau voru alltaf góð heim að sækja og af nógu að taka í umræðunni um hin margvíslegu efni sálfræð- innar. Siggi hafði einstaklega góða nærveru og það var gaman að spjalla við hann um hin ýmsu mál- efni. Hann var lausnamiðaður og það einkenndi hann öðru fremur að sjá spaugilegu hliðarnar á mannlífinu. Nú er okkar kæri vinur fallinn frá langt fyrir aldur fram, en minningin lifir um góðan dreng. Elsku Silja, við vottum þér og börnunum dýpstu samúð og ósk- um þess að minningin um elsku- legan eiginmann og föður veiti ykkur styrk og huggun í sorginni. Guðríður Haraldsdóttir, Inga Hrefna Jónsdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Bros og gleði er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til Sigga sem kvaddi svo skyndilega í byrjun febrúar. Hann var einstaklega ljúfur pabbi og umhyggjusamur eiginmaður. Hann hafði sérstaklega góða nær- veru og alltaf gaman að vera með honum. Við kynntumst Sigga fyrst þeg- ar þau Silja og Sól voru nýflutt til Noregs. Kristín fór út í búð og kom heim með þrjá Íslendinga eins og Kiddi orðaði það. Það var gæfuför í búðina að hafa kynnst því heiðursfólki. Við nutum sam- vista við fjölskylduna þann tíma sem við bjuggum í Noregi, þar sem vinir urðu eins og nánasta fjölskylda. Það var alltaf gott að fá þau í heimsókn og mikil gestrisni og hlýja á heimili þeirra. Heim- sóknum fækkaði eftir að við fórum að búa í sitthvoru landinu en ávallt mikil gleði og ánægja á endur- fundum okkar. Elsku Silja, Sól og Ari, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð, missir ykkar er mikill. Hvíl í friði elsku vinur. Kristín Anna og Kristinn. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt. Sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt. Hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur allt of fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund, skaltu eiga við það mikilvægan fund. Því að tár sem þerrað burt, aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag, enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Þannig held ég að Siggi hafi lif- að með sinni fallegu fjölskyldu. Notið augnabliksins. Þeirra eining er umvafin brosandi hlýju, djúp- um kærleika og vináttu. Sam- heldnin óvenju sterk og verkefnin leyst af einhug. Alltaf yndislegt að hittast og finna fyrir ljúfri nærveru ykkar. Nærveru sem smitar frá sér og eykur vellíðan allra í kring. Slík nærvera bætir heiminn. Ég minnist þess ekki að hafa hitt Sigga öðruvísi en ljómandi af hamingju. Brosandi og stutt í hlát- ur. Jafnvel á stórfjölskyldumótum tengdafjölskyldunnar hló hann innilega þó að hakkavélarhúmor- inn væri á tíðum býsna svartur. Sálfræðingur. Skilningsríkur og djúpnæmur með þann hæfi- leika að taka öllum af sömu ljúf- mennskunni. Þolinmóður og nat- inn, yndislegur pabbi. Geislandi af þeirri hamingju sem nær alla leið til augnanna og fæst aðeins með því að skilja og kunna að njóta feg- urstu perla lífsins og gefa af sér tilbaka. Nú er undurfalleg eining rofin. Hún mun sannarlega lifa áfram í minningunni. Innileg samúð, elsku Silja, Sól, Ari Steinar, fjölskylda og ástvinir allir. Hildur Friðriksdóttir og fjölskylda. Sigurður Sveinn Pétursson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ✝ Útför AÐALSTEINS KR. GUÐMUNDSSONAR, Sléttuvegi 11 í Reykjavík, fer fram frá kapellunni í Fossvogi miðviku- daginn 27. mars kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Y. Pálmason, Jónína Líndal. ✝ Þökkum af alhug alla hlýju og vináttu við HALLDÓR ÓLAFSSON og okkur fjölskylduna. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 13G á Landspítalanum og vina og ættingja er heimsóttu hann. Guð blessi ykkur öll. Erla Björgvinsdóttir, Hildur Halldórsdóttir, Jónas Kristjánsson, Ólafur Brynjar Halldórsson, Halldór Jónasson, Helga Jónasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.