Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 L eynd hvílir yfir bolla- leggingum kardinála katólsku kirkjunnar, sem hófu undirbúning páfakjörs í Páfagarði í vikunni eftir afsögn Benedikts XVI. Bandarískir kardinálar afboðuðu blaðamannafundi með stuttum fyr- irvara á miðvikudag út af áhyggjum vegna „leka í ítölskum dagblöðum um ferli, sem á að vera bundið trún- aði“, að því er kom fram í frétta- tilkynningu. Fyrr um daginn höfðu birst fregnir í ítölskum fjölmiðlum um að „neistar“ hefðu flogið milli annars vegar bandarískra og þýskra kard- inála, sem vildu rækilegar umræður áður en kjörfundur þeirra, conclave, hæfist, og hins vegar ítalskra, sem vildu kjósa nýjan páfa eins fljótt og auðið er. Páfagarður neitaði að hafa haft afskipti af kardinálunum, sem kjósa páfa, en þeir eru hins vegar bundnir trúnaði um allt sem snertir páfakjör og varðar bannfæringu að rjúfa hann. Hvað sem því líður hafa kjörmennirnir tjáð sig opinskátt um vanda kirkjunnar og framtíð hennar undanfarna daga. Þurfum nýja nálgun „Við þurfum nýja nálgun við stjórn kirkjunnar,“ sagði þýski kardinálinn Walter Kasper í viðtali við ítalska blaðið La Repubblica og talaði um umbætur og gagnsæi. „Stjórnvaldið þarf að dreifast meira lárétt. Það þarf að umbylta páfaráðinu.“ Í páfaráðinu, curia, sitja æðstu embættismenn rómversk-katólsku kirkjunnar og þeir eru ráðgjafar páfa við stjórn hennar. Ráðið hefur verið vettvangur deilna, þræta og baktjaldamakks, sem kom í ljós í fyrra þegar bryti páfa, Paolo Gabr- iele, lak leynilegum skjölum páfa- stóls. Fékk málið viðurnefnið „Vatil- eaks“. Vonast margir til að nýr páfi taki á spillingunni og flokkadrátt- unum í innsta hring í Páfagarði. Umtöluð leyniskýrsla Gerð hefur verið innanhússkýrsla um lekana og hafa komið fram kröf- ur um að birtar verði upplýsingar úr henni. Ástæðan fyrir því að sum- ir kardinálarnir, sem taka eiga þátt í kjörinu, vilja flýta sér hægt mun vera sú að þeir vilji ekki ganga til atkvæða fyrr en þeir fá að vita allar staðreyndir málsins. „Þennan kjörfund þarf að undir- búa með yfirvegun,“ sagði Kasper. „Það liggur ekkert á.“ Sean O’Malley, kardináli frá Bandaríkjunum, kvaðst ekki vilja ganga svo langt að segja að leka- málið réði úrslitum, en hann vildi fá að vita lykilatriði málsins. Þögn bandarísku kardinálanna dugði skammt. Á fimmtudags- morgun birtist viðtal við nafnlausan heimildamann í Páfagarði í La Re- pubblica, sem sagði að uppljóstrarar þar vildu afhjúpa spillingu. Gabriele var dæmdur í fyrra fyrir að leka trúnaðarskjölunum, að sögn til að hjálpa páfa að taka til í Páfa- garði. Hann kvaðst hafa verið einn að verki, en grunur hefur leikið á að fleiri hafi átt hlut í máli. Viðmælandi blaðsins sagði að lek- arnir væru „aðgerð í þágu gagnsæ- is“ og frekari afhjúpanir væri að finna í innanhússkýrslunni, sem þrír kardinálar, sem sestir eru í helgan stein, gerðu um starfsemi páfaráðs. Hermt er að þegar hún var lögð fram um miðjan desember hafi Benedikt XVI. tekið endanlega ákvörðun um afsögn sína. Í síðustu viku komu nafnlausir heimildamenn fram í La Repubblica og vikulega ítalska sjónvarpsþættinum Pano- rama og sögðu að kardinálarnir þrír, sem hlotið hafa viðurnefnið „007“, hefðu fundið dæmi um spill- ingu í stjórnkerfi Páfagarðs og til- raunir til að beita samkynhneigða presta þrýstingi. Páfagarður vísaði þessum fullyrð- ingum á bug og sagði að fréttaflutn- ingurinn væri tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu páfakjörs í gegn- um fjölmiðla. Var þeim líkt við til- felli úr sögunni þegar kóngar og drottningar reyndu að sveigja vilja kardinálanna. Fjármál Páfagarðs voru einnig til umræðu hjá kardinálunum í vikunni. Á fimmtudag ræddu þeir við þrjá helstu yfirmenn fjármála þess fyrir luktum dyrum. Ekki kom fram hvort banki Páfagarðs var ræddur. Hann er nú til rannsóknar fyrir að fara ekki að ítölskum lögum gegn peningaþvætti. Katólska vikublaðið Famiglia Cristiana sagði að kirkjan væri farin að „missa trúverðugleika“ vegna fjármála sinna og hvatti til þess að „siðlegir bankar“ kæmu í stað banka Páfagarðs. Samtök fólks, sem prestar hafa misnotað, SNAP, gáfu á miðvikudag út svartan lista yfir kardinála, sem þau telja að eigi ekki að fá að taka þátt í kjörinu vegna þess að þeir hafi brugðist þegar taka þurfti á Væringar og valdabarátta í Páfagarði AFSÖGN BENEDIKTS XVI. PÁFA KOM HEIMSBYGGÐINNI Í OPNA SKJÖLDU. NÚ UNDIRBÚA 115 KARDINÁLAR KJÖR NÝS PÁFA Á ERFIÐUM TÍMA Í SÖGU KATÓLSKU KIRKJUNNAR, SEM NÝTUR ÞVERRANDI HYLLI OG ER HRJÁÐ AF SPILLINGU OG KYNFERÐISGLÆPUM. Karl Blöndal kbl@mbl.is Ákvörðun Benedikts XVI. um að setjast í helgan stein vegna þess að hann hefði ekki lengur styrk, hvorki í líkama né anda, til að gegna starfi páfa á sér örfá fordæmi og þarf að leita aftur til miðalda til að finna dæmi um páfa, sem ekki sat til dauða- dags. „Það er enginn staður fyrir páfa í helgum steini,“ sagði Jóhannes Páll páfi II. 1994. Hann mun einnig hafa sagt að ekki sé hægt að stíga niður af krossinum. Páll VI. páfi sagði að páfadómur væri eins og foreldrahlutverkið, það væri ekki hægt að afsala sér því. Hið hefðbundna viðhorf til embætt- isins hefur verið að ekki sé hægt að skilja að emb- ættið og þann, sem gegnir því. Það er því engin furða að ákvörðun Benedikts XVI. sé umdeild. Sumir eru á því að hann hafi sýnt hugrekki, aðrir telja hana veikleikamerki og jafnvel bera hugleysi vitni. Sumir líta svo á að með ákvörðun sinni hafi Benedikt frá Bæjaralandi afhelgað embætti páfa. Ítalski heimspekingurinn og blaðamaðurinn Paolo Flores d’Arcais skrifar í The New York Review of Books að hann hafi í „hugum hinna trúuðu smækkað páfastól í embætti trúarleiðtoga og ekk- ert umfram það … Páfinn er – eða var – alvaldur leiðtogi sem einnig hafði í augum þeirra sem á hann trúa einstakt yfirbragð prests Krists á jörðu, fulltrúi heilags anda í hinni heilögu þrenningu – með öðrum orðum aðstoðarguð. En það er merkingarlaust að vera fyrrverandi aðstoðarguð.“ Langt þykir síðan jafn mikil eining hefur ríkt inn- an kirkjunnar um kenninguna og í tíð Benedikts XVI. og hann hefur einnig náð til leikra þrátt fyrir að vera íhaldssamur. Boðskapur hans um að hinir trúlausu ættu að lifa eins og Guð væri til vegna þess að án Guðs og siðferðislegra grunngilda trú- arinnar blasi hrun við vestrænu samfélagi hefur náð hljómgrunni. Meira að segja heimspekingurinn Jürgen Habermas hefur hrósað honum sem kenni- manni, en kannski lét honum illa að stjórna. ER BENEDIKT XVI. HETJA EÐA HUGLEYSINGI? Benedikt XVI. blessar fólk fyrir utan sinn nýja bústað, Gandolfo-kastala, nokkrum stundum fyrir afsögn sína. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.