Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Síða 13
10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 kynferðislegri misnotkun presta á skjólstæðingum sínum. Mörg nöfn á listanum hafa verið orðuð við páfa- stól. Á undanförnum áratug hefur hvert barnaníðingsmálið rekið annað víða um heim og yfirleitt hafði kirkjan brugðist við með því að þagga málin niður og færa gerend- urna til. Enn á kirkjan í vandræð- um með að taka á þessum málum þótt þeim sé ekki lengur sópað und- ir teppið. Páfagarður vísaði kröfu samtak- anna alfarið á bug og sagði að það væri „ekki á valdi SNAP að ákvæða hverjir tækju þátt í kjörfundinum og hverjir gerðu það ekki“. 1,2 milljarðar manna tilheyra kat- ólsku kirkjunni. Í Evrópu á hún í vanda. Hún höfðar ekki til fólks í sama mæli og áður og það vantar presta. Það sama á við í rómönsku Ameríku. Skortur er á prestum og kirkjur standa tómar. Evangelískir poppprestar draga fólkið til sín og katólska kirkjan á ekki svar. Mestur er vöxturinn í Asíu og Afríku. Í Kongó er katólska kirkjan eina þjóðarstofnunin sem virkar. Upp- byggingarstarf trúboða í Afríku hef- ur skilað sér í skólum, sjúkrahúsum, munaðarleysingjahælum og heilsu- gæslustöðvum fyrir alnæmis- sjúklinga, sem líkt hefur verið við eyjar vonar í álfu fátæktar. Rekistefna kardinálanna Árið 2005 tók það kardinálana þrjá daga að ákveða hvenær kjörfundur- inn skyldi hefjast og er litið svo á að töfin nú endurspegli hin ýmsu vandamál, sem blasa við kirkjunni. Þótt enn hafi ekki verið ákveðið hvenær kardinálarnir hefja fundinn til að kjósa páfa er undirbúningur hafinn í sixtínsku kapellunni þar sem hann fer fram undir freskum Michelangelos. Þar unnu smiðir að því í vikunni að leggja nýtt gólf og koma fyrir tveimur svörtum ofnum, sem eru tengdir við reykháf kapell- unnar og verða notaðir til að senda reykmerki um val páfa. Þegar fund- urinn hefst verða atkvæði kardinál- anna brennd í þeim daglega. Svart- ur reykur merkir að greidd hafi verið atkvæði, en hvítur reykur að nýr páfi hafi verið valinn. Páfagarð- ur segir æskilegt að nýr páfi verði sestur í embætti fyrir páska, sem í ár eru 31. mars. Kardinálarnir, sem taka þátt í kjörinu, eru 115. Miklar vangaveltur eru um hver verði næsti páfi. Meðal kardinálanna takast á ólík sjónar- mið, umbótasinnar og íhaldsmenn, Evrópa gegn heiminum, kardinál- arnir 30 í páfaráði andspænis kard- inálum annars staðar frá, íhalds- samir fulltrúar frá Afríku gegn umbótasinnuðum kardinálum frá rómönsku Ameríku. Inn í 21. öldina? Á sjöunda áratugnum voru gerðar umbætur í katólsku kirkjunni undir forustu Jóhannesar XXII. sem sagt var að hefðu fært hana inn í 20. öld- ina. Nú er krafa um að nýr páfi þurfi að færa hana inn í 21. öldina. „Ég get sagt ykkur að listinn yfir þá, sem koma til greina sem páfar, hefur frekar lengst en styst,“ sagði Francis George, kardináli frá Chi- cago, í samtali við dagblaðið La Stampa á miðvikudag. „Nöfnin, sem hampað hefur verið í blöðunum, koma til greina, en við höfum einnig talað um einstaklinga, sem ekki hafa verið nefndir til þessa.“ Iðnaðarmenn setja upp ofna í sixtínsku kapellunni fyrir atkvæðagreiðsluna um nýjan páfa. AFP Fáanlegur í mörgum litum Verð leður 439.000,- Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Hægindastóll Edwald Schillig Movie star

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.