Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013
H
ún tekur á móti
börnunum úr skól-
anum, Eiríki Erni,
sex ára, Þórhildi
Rósu, níu ára og
Margréti Sól, 11 ára sem hún á
með sambýlismanni sínum Sveini
Arnarsyni. Hún er klædd í bláa
gollu og dökkar buxur, annað auga
brúnt en örlítill blámi í hinu. „Ég
hafði alltaf verið mjög heilbrigð og
aldrei kennt mér alvarlegs meins
fyrr og hef lítið þurft að fara á
spítala nema til að eignast börnin
mín þrjú. En í kringum áramótin
2011/2012 fann ég þegar ég þreifaði
á brjóstinu að eitthvað var ekki
eins á það ætti að vera.
Ég pantaði tíma í skoðun og sú
sem þreifaði á mér á leitarstöðinni
vissi samstundis að eitthvað var að.
Í framhaldi tók við mánuður mik-
illa rannsókna, mynda- og sýnatök-
ur, áður en formleg meðferð gat
hafist. Fyrsti mánuðurinn var mér
hvað erfiðastur andlega en eftir
það byrjaði ferli á leið til bata eins
og ég upplifði þetta. Ég fór ekki í
skurðaðgerð fyrst heldur var byrj-
að á lyfjameðferð og svo fór ég í
skurðaðgerð síðasta haust. Ég klár-
aði síðan geislameðferð í desem-
ber,“ segir Ragnhildur Þórarins-
dóttir.
Samtals stóð meðferðin yfir í um
níu mánuði. „Jafnvel þótt ég haldi
að ég hafi komist vel í gegnum
meðferðina þá tekur þetta náttúr-
lega einhvern toll af öllum sem
reyna. Það sem ég held að hafi
hjálpað mér mikið er að ég náði að
stunda einhverja hreyfingu nánast
allan tímann. Í sumar synti ég sem
aldrei fyrr og náði meira að segja
tökum á skriðsundi sem ég hélt að
ætti ekki fyrir mér að liggja. Þetta
er spurning um að finna þá hreyf-
ingu sem hentar því að þegar ég
var t.d. í geislunum mátti ég ekki
synda í nokkrar vikur og þá færði
ég mig yfir í það að ganga og svo
núna er ég komin inn á líkams-
ræktarstöð til að byggja mig upp.
Mörgum hentar að fara í yoga og á
þennan hátt ættu allir að reyna að
finna út hvernig og með hvaða
hætti þeim er mögulegt að hreyfa
sig meðan á meðferð stendur. Ég
hef þá trú að regluleg hreyfing
skipti grundvallarmáli líka þegar
veikindi koma upp og þá ekki síður
fyrir andlega þáttinn. Það er nefni-
lega vel mögulegt að vera heil-
brigður þó maður sé með sjúkdóm.
Að minnsta kosti að lifa sem heil-
brigðustu lífi miðað við aðstæður,
ég held að það sé ágætt viðmið.“
Ljósið í myrkrinu
Ragnhildur fann mikinn stuðning í
endurhæfingarstöðinni Ljósinu.
„Ég byrjaði í Ljósinu áður en ég
byrjaði í nokkru öðru. Ég heyrði af
því í gegnum æskuvinkonu mína,
sem kom hingað daginn eftir að ég
greindist. Mér leið bara fyrstu vik-
urnar eins og í frjálsu falli og ég
reyndi hreinlega að grípa í allt sem
gat til að stöðva fallið og gæti
hjálpað mér í gegnum þetta tíma-
bil. Vinkona mín sem sagt hvetur
mig til að fara í Ljósið en mér
fannst ég alls ekki tilbúin að fara
þangað í byrjun; sá fyrir mér að
fara að hitta fullt af krabbameins-
sjúklingum. Ég fór þó að ráðum
hennar og kíkti á heimasíðu Ljóss-
ins og áður en ég veit af er ég
komin á námskeið fyrir nýgreinda.
Þar var farið í gegnum áfallið að
greinast og að lifa með því. Það var
iðjuþjálfi sem var með námskeiðið
og þar fann ég strax mikla von og
hvatningu og sérstaklega í því að
horfa fram á veginn en ekki ein-
blína á ógnina.“
Þessi ógn sem þú talar um,
fannst þér hún alltaf yfirvofandi?
„Fyrstu vikurnar fannst mér hún
alveg skelfileg en eftir að hafa farið
á þetta námskeið fyrir nýgreinda
hjá Ljósinu tókst mér að vinna
mjög vel úr henni og færa upplif-
unina yfir í einhvers konar þroska.
Mér tókst að upplifa að þetta væri
tímabil sem ég þyrfti að fara í
gegnum en alls ekki endalokin.
Starfsemin í Ljósinu hjálpaði mér
mjög mikið. Sá andi sem ríkir þar,
að þetta þurfi ekki að vera það
versta sem manneskja getur lent í,
hjálpaði mér mikið. Vissulega eru
þó margar tegundir krabbameins
og veikindi fólks misalvarleg en hjá
mörgum krabbameinsgreindum er
full ástæða til bjartsýni og svo er
það líka spurningin um að að lifa
sem bestu lífi miðað við aðstæður
hverju sinni. Ég man að í upphafi
fyrsta námskeiðsins gat ég ekki
sagt þetta orð „krabbamein“ og
hvað þá tengt það við mína per-
sónu án þess að brotna saman. Þá
fengu börnin mín líka mikinn
stuðning í Ljósinu og fóru þau á
sérstakt námskeið ætlað börnum
sem hjálpaði þeim mikið. Allt í einu
voru þau ekki einu börnin á svæð-
inu sem áttu sköllótta mömmu og
allt í einu mátti tala um krabba-
meinið án þess að allir færu í pan-
ík. Ég verð reyndar að taka það
fram að kennarar barnanna minna
hafa sýnt sérstakan stuðning við
börnin og látið sér annt um hag
þeirra á þessu tímabili. Ég má til
með að taka það fram að það er
þakkarvert að hafa stað eins og
Ljósið þar sem maður getur komið
við án þess að eiga sérstakt erindi
og fengið félagslegan og andlegan
stuðning fyrir svo utan ýmis nám-
skeið og klúbba sem þar er hægt
að ganga í.“
Dýpkuð gildi og
hugarfarsbreytingar
En hver er staðan hjá þér núna?
Nú er ég búin í meðferðinni og ég
er að byggja mig upp. Maður lætur
aðeins á sjá eftir þetta og orkan og
þrekið fer langt niður. Ég er í
Hreyfingu, sem er með sérstaka
tíma í samvinnu við Ljósið fyrir
krabbameinsgreinda sem mér
finnst frábært framtak því ég er
ekki viss um að ég þyldi pallapuð
eða spinning með tilheyrandi lát-
um,“ segir Ragnhildur sem greini-
lega er mjög þakklát fyrir starf-
semi Ljóssins. „Það er alveg tekið
á því í tímunum en svona allt að-
eins mildara en í almennum tímum
og svo er félagsskapurinn líka góð-
ur. Fyrir mig er mikilvægt að
hreyfa mig á hverjum degi eins og
áður segir og þá ekki síst núna
þegar ég þarf að byggja mig upp
og ná fyrra þreki eftir meðferðina.
Það sem hefur verið svo mikill
lærdómur í þessu ferli öllu er að
laga sig að aðstæðum hverju sinni.
Þegar maður er frískur kemst
maður upp með að ana áfram og
oft er fólk bara algjörlega á sjálf-
stýringunni. Það er eins og sumt
fólk þurfi hreinlega að láta kýla sig
niður í stólinn svo það staldri við
og fari að hugsa hlutina upp á nýtt.
Þannig var það alla vega í mínu til-
felli. „Það verða hugarfarsbreyt-
Í frjálsu falli
krabba-
meinsins
HÚN VILDI EKKI DEYJA OG Í STÓRA SAMHENGINU VAR
HENNI SAMA UM AÐ BRJÓSTIÐ YRÐI TEKIÐ, BARA AÐ
HÚN KÆMIST Í GEGNUM ÞETTA OG NÆÐI HEILSU AFTUR
OG YRÐI HEILBRIGÐ. RAGNHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR
TALAR UM ÞROSKANN SEM HÚN TÓK ÚT VIÐ ÞAÐ AÐ
GLÍMA VIÐ ERFIÐ VEIKINDI Á SÍÐASTA ÁRI OG
HUGARFARSBREYTINGARNAR SEM HÚN UPPLIFÐI.
Unnur Hrefna Jóhannsdóttir uhj@simnet.is
* „Ég man að í upphafi fyrsta nám-skeiðsins þá gat ég ekki sagt þetta orð„krabbamein“ og hvað þá tengt það við
mína persónu án þess að brotna saman.“
Svipmynd