Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 18
É
g og vinkona mín, Sigrún Hlín Sigurðardóttir
myndlistarkona, ákváðum að við þyrftum
annaðhvort að upplifa Vesalingana í Þjóð-
leikhúsinu eða upplifa Vesalingana í París.
Ég reyndar segi alltaf Les Miserables vegna þess
að það hljómar allt betur á frönsku,“ segir Saga
Garðarsdóttir leikkona en hún
skellti sér til Frakklands að
upplifa Vesalingana á frönsku
sviði.
„Ég kunni Les og ég kunni
Miserables í frönsku áður en ég
fór. Sem er nóg finnst mér,“
segir hún sposk á svip. „Þarna
var ég að drekka í mig menn-
inguna og reisa varnargarða og
skoða þekkt minnismerki.“
Hún segir að þær vinkonur
hafi dvalið mest í París enda sé
það heimavöllur uppáhaldsatriða
þeirra úr Vesalingunum. „Ég sá
bara fram á að öll ferðalög út fyrir borgina gætu
valdið mér hryllilegum vonbrigðum eða umhverfið
verið of framandi. Þar væru jafnvel sungin lög sem
ég þekkti ekki og fólk sem væri hamingjusamt.“
Almennilegur elegans
Saga segir að Versalir hafi verið sá staður sem hafi
verið eftirminnilegastur. „Það var allt svaka fínt og
fallegt. Ég reyndar treysti mér ekki inn í sjálfa höll-
ina því leiðsögumaðurinn okkar sagði að í gamla
daga hefðu Frakkar kúkað bakvið gluggatjöldin svo
mér datt í hug að það gæti verið komin mjög vond
lykt. En Versalagarðurinn var ótrúlega fallegur og
ég hvet alla til að fara á árabát út á vatnið í eins
litlum fötum og hver og einn þorir. Ef enginn er í
neinu að ofan þá tekur það bara eina og hálfa mín-
útu að gera sex konur reiðar og einn pulsusala glað-
an. Þetta er vísindalega rannsakað.“
Hún segir að Frakkar hafi komið sér þægilega á
óvart. „Mér finnst mjög góð hugmynd hjá Frökkum
að æfa sig ekki í að vera kurteisir heldur frekar í að
baka ótrúlegustu hluti úr smjördeigi og hvítu hveiti
og búa til osta og almennan elegans. Svo finnst mér
líka fallegt af þeim að vera svona vel til fara og
myndarlegir.“ Þrátt fyrir allt hafi hún ekki gengið í
frakka. „Nei, það fer mér held ég ekki auk þess
sem það væri virkilega hroðalegt og mann-
vonskulegt. Þó það væri kannski í anda blóðugrar
byltingarinnar. Ég hefði mögu-
lega íhugað að ganga í frakka ef
hann hefði verið gerður úr
óþokkanum Javert. Og ég hefði
ekki farið mjög vel með þann
frakka.“
Súkkulaði úr gullbrydd-
uðum kristalsskálum
Saga og Sigrún gerðu margt
sér til skemmtunar meðan á
ferðalaginu stóð. En þær stopp-
uðu helst í búðum sem buðu
upp á smakk – enda Frakkar
þekktir fyrir sína matargerð.
„Við stoppuðum í öllum sérvöruverslununum sem
seldu súkkulaði og buðu upp á smakk úr gullbrydd-
uðum kristalsskálum,“ segir Saga um leið og síminn
hringir. Þorleifur Arnar Arnarsson leikstjóri er að
hringja en hann leikstýrir Sögu í Englum alheims-
ins. „Ég er núna að æfa Engla alheimsins uppi í
Þjóðleikshúsi undir styrkri stjórn Þorleifs, sem býr
yfir öllum þokka og mannkostum biskupsins af
Digne úr Les Miserables.
Þegar ég hitti hann fyrst var ég nýbúin að stela
kit katti úr Tíu ellefu fyrir hungurmorða litla
frænda minn og senuna á Eddunni, en eftir að hann
hafði talað við mig þá hef ég alveg látið af þjófnaði
og helgað líf mitt kristnum gildum og alið upp ann-
arra manna söngelska dóttur sem ég keypti af
óprúttnum hjónum sem ráku ónefnt gistiheimili hér
í bæ. Svo er ég að sýna Fyrirheitna landið. Það er
Vesalingar Englands svo ég hvet alla aðdáendur
stórverka til að kíkja. Hilmir Snær gæti fengið al-
þýðu Íslands til að fylgja honum fram í rauðan
dauðann með hráum kynþokka sínum og snjallri
raddbeitingu.“
LEIKKONAN SAGA GARÐARS Í FRAKKLANDI
Saga í stuði fyrir framan Eifel-turninn.
Hljómar allt
betur á frönsku
GRÍNISTINN SAGA GARÐARSDÓTTIR SKELLTI SÉR Í MENNINGARFERÐ TIL PARÍSAR Í
FYRRASUMAR ÞAR SEM HÚN SÁ VESALINGANA Á SVIÐI OG SKOÐAÐI VERSALA-
GARÐINN ÚR ÁRABÁT. SAGA KANN AÐ META FRANSKA MENNINGU, MYNDARLEGA
FRANSKA KARLMENN OG TAKMARKAÐA KURTEISI FRAKKA.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013
Ferðalög og flakk
60
g áferð að eigin vali
Íslensk hönnun og framleiðsla
nun frá 19
elja um lit o
r. 24.300
E60-
Klassísk hön
Hægt að v
Verð frá k