Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 Matur og drykkir J ú, ég get í það minnsta sagt að þegar ég er ekki ólétt er égmjög dugleg að bjóða fólki heim í mat. Jafnvel tvisvar í viku.Kærastinn minn segir stundum; „Þetta er ekki veitingastaður, þetta er heima hjá okkur!“ segir Hrefna Rósa Sætran og hlær. Skiljanlegt er að sambýlismaður hennar, Björn Árnason ljósmyndari, þurfi að minna Hrefnu Rósu á það enda á hún og rekur tvo veit- ingastaði, Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Hrefna er komin 38 vikur á leið en fyrir eiga þau Björn hann Bertram Skugga, fimmtán mánaða. „Ég ákvað að bjóða upp á kjúkling og setja hann í svolítið spari- legan búning. Það er alltaf auðvelt að fá kjúkling og svo finnst mér lykilatriði að hafa ferskt salat með honum sem og steikta sveppi. Það er svo mikið af skemmtilegum spírum í búðum í dag að ég ákvað að gera einfalt en ótrúlega gott spírusalat sem ég hef mjög reglulega með mat en truffluolíuna nota ég spari.“ Eftirrétturinn er ekki síður fallegur en girnilegur en hann skreytti Hrefna Rósa með trufflu-karamellum auk þess sem hún hellti rjóma og karamellu yfir kökuna. „Eftirrétturinn er mjög í anda þeirra sem maður sér til dæmis í bandarískum matreiðsluþátt- um í sjónvarpi. Hann er meiriháttar góður eftir kjúklinginn.“ Að lokum segir Hrefna Rósa kunna því best að undirbúa mat- arboð það vel að hún þurfi ekki að taka á móti gestum með allt í steik og blautt hárið. „Hafa allt inni í ísskáp tilbúið sem má geym- ast þar.“ Frá vinstri: Gréta Halldórsdóttir, starfsmaður á Grillmarkaðinum, Guðlaugur Frímannsson, matreiðslumaður og einn af eigendum veitingastaðarins, Hrefna Rósa Sætran, Bertram Skuggi, 15 mánaða og húsbóndinn, Björn Árnason, ljósmyndari. HREFNA RÓSA SÆTRAN BÝÐUR HEIM Kjúklingur og karamella í eftirrétt Feðgarnir bíða eftir matnum. * „Eftirrétturinn er mjög íanda þeirra sem maðursér til dæmis í bandarískum matreiðsluþáttum í sjónvarpi“ HREFNA RÓSA SÆTRAN BAUÐ HEIM Í KJÚKLINGA- OG KARAMELLUVEISLU Í SKERJAFIRÐINUM. Texti: Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Guðlaugur og Hrefna Rósa steikja sveppi og útbúa salat. Hrefna Rósa segir kjúklinginn vera í sparibúningi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.