Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 36
hleypir hljómi út. Hljómur í slíkum heyrnartólum er almennt náttúru-
legri en þegar þau eru lokuð. Að því sögðu þá geta góð lokuð heyrnartól
skákað opnum og vissulega er ekki alltaf hægt að koma því við að hlusta
á háværa tónlist í opnum heyrnartólum – maður verður líka
stundum að taka tillit til nærstaddra.
Ýmsir heyrnartólaframleiðendur gera mikið úr bassanum,
enda hlustendur sólgnir í bassa og mikill bassi getur
blekkt kaupendur, sérstaklega ef hlustað er í stutta stund
í búð. Bassinn segir þó ekki alla söguna, miðjan verður
líka að vera greinileg og hátíðnin tær og skörp en ekki
skerandi. Í prófun hljómaði 320 kbps rip af Veins Of
God með Liturgy (Aesthetica) framúrskarandi vel, hlýr
og þéttur bassi og gítarar tærir og flugbeittir. Ámóta
rip af Mama You Sweet með Lucindu Williams (West)
hljómaði líka framúrskarandi vel, mikil fylling í hljómn-
um og dýpt í hljóðmyndinni, en bassinn reyndar aðeins
ýktur. Á reggíkantinum flaut svo tenórrödd „Ashanti“
Roy Johnson ljúflega á þéttum hryngrunni Boris Gardiner og
Lowell „Sly“ Dunbar í Congos-laginu Children Crying. Þegar þessi lög
voru spiluð af diskum hljómuðu þau vitanlega enn betur, en ég geri ráð
fyrir að þorri hlustenda sé að streyma úr tölvum, spilastokkum eða sím-
um.
Miklar sviptingar hafa verið í heyrnartólaframleiðslu síðustu ár,enda náði einn framleiðandi, Beats, yfirburðastöðu á markaði áundraskömmum tíma. Ýmsir hafa reynt að fara sömu leið og
Beats, beita frumlegri markaðssetningu og líflegri og litríkri
hönnun og fá þekkta tónlistarmenn
í lið með sér. Málsvari Beats er
Dr. Dre, en Sony-bændur leit-
uðu til breska Magnetic Man-
teymisins, Skream, Artwork
og Benga, við hönnun á
MDR-1R heyrnartólunum.
Það kemur því ekki á óvart
að bassinn sé þéttur, en ekki
úr hófi, og einnig að hátíðn-
in skili sér vel. Ekki kemur
heldur á óvart að hljómurinn
í heyrnartólunum er ekki hlutlaus, þetta eru ekki hljóð-
versverkfæri heldur tæki til að njóta tónlistar og þá helst
tónlistar sem keyrir á bassa sem kryddaður er með hátíðni.
Þegar velja á góð heyrnartól mælir maður alla jafna með „opnum“ tól-
um, en svo kallast heyrnartól sem leggjast þétt að eyrunum, en eru þó
opin að því leyti að á bak við hvern hátalara er svampur eða rist sem
FEITUR BASSI MEÐ HÁTÍÐNIKRYDDI
ÞEGAR KLIÐURINN FRÁ SAMSTARFSMÖNNUNUM ER AÐ GERA ÚTAF VIÐ MANN ER GOTT AÐ
HÆKKA Í GRÆJUNUM, EKKI SÍST EF HEYRNARTÓLIN ERU AF VIÐLÍKA KLASSA OG SONY MDR-1R.
Græja
vikunnar
* Það er kostur við heyrn-artólin að hægt er að taka
snúruna úr sambandi og hún not-
ar stöðluð 3,5 mm tengi. Með
fylgja tvær snúrur, önnur með
styrkstilli, sem getur líka skipt um
lög á iPod, iPhone eða iPad. Snúr-
urnar eru sverar og rifflaðar til að
draga úr flækjum, en fullstuttar,
1,2 m. Þar sem tengin eru stöðl-
uð þá er ekkert mál að fá sér
lengri snúru ef vill.
* Hátalararnir eru 40 mmog uppgefið tíðnisvið 4 til 80.000
Hz, viðnám 24 ohm við 1 kHz.
Snúrutengi eru með gullhúðuðum
tengjum og poki fylgir fyrir heyrn-
artólin. Tólin eru um 240 g.
ÁRNI
MATTHÍASSON
* MDR-1R heyrnartólin fráSony eru lokuð eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd og hljóma
vægast sagt afskaplega vel. Hönn-
unin á þeim er einkar vel heppn-
uð, stál, plast og gervileður – létt
og nett en þó þrælöflug. Þau
kosta sitt, listaverð er 59.990 kr.
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013
Græjur og tækni
FARÐU Á KAFFIHÚS
Rannsóknir hafa sýnt fram á að bak-
grunnshljóð á kaffihúsi hafa góð áhrif á
afköst. Það getur einnig verið
mjög gott að breyta um
umhverfi og vinna við
aðrar aðstæður en á
skrifstofunni. En stund-
um er ekki hægt að fara
út af skrifstofunni, þótt
mikið liggi við. Þá er hægt
að endurskapa þau hvetj-
andi áhrif sem skvaldur á
kaffihúsi hefur með því að
heimsækja vefinn Coffivity
þar sem hægt er að fá bak-
grunnshljóð frá kaffihúsi beint í
eyrun. Þá er vonda kaffið á skrif-
stofunni eina vandamálið sem þú
stendur frammi fyrir.
www.coffitivity.com
SKIPTU TÍMANUM Í TÓMATA
Pomodoro-tæknin (pomodoro þýðir tómatur á ítölsku) er lík-
lega algengasta tímastjórnunarkerfið sem notað er í dag.
Grunnhugmynd kerfisins byggist á að iðkandi skiptir tímanum í
einingar (tómata) sem eru 25 mínútur hver. Í hverjum tómat
einbeitir iðkandi sér að einu verkefni í 25 mínútur, og lætur
ekkert trufla sig frá því. Að því loknu tekur iðkandi fimm mín-
útna pásu, og svo annan tómat, og þannig koll af kolli. Kostirnir
við Pomodoro-kerfið eru margir, en þó ekki síst sá að 25 mín-
útur eru hæfilega stutt tímaeining til að maður getur hugsað
sér að láta annað bíða á meðan, en þó nægilega löng til að mað-
ur kemur helling í verk á þeim tíma. Með því að iðka Pomo-
doro-tæknina er hægt að stórbæta einbeitingu og margfalda af-
köst. Það er hægt að fá fjölda símaforrita sem taka tímann og
minna þig á pásur, og vafraviðbætur sem loka fyrir óæskilegar
síður (tímaþjófa) í 25 mínútur til að styðja einbeitinguna. Þá
virkar þessi tækni stórkostlega á börn. Yngri börn vinna oft
betur með styttri tíma, t.d. 15 mínútur (kirsuberjatómata?), en
það er ótrúlegt hve hægt er að taka mikið til í barnaherbergi á
svo stuttum tíma, ef einbeitingin er fyrir hendi.
www.pomodorotechnique.com
ALDREI GLEYMA
Það getur verið erfitt að halda utan um vinnuskjöl, hugmyndir, minnislista
og annað sem fylgir því að vinna. Evernote er þjónusta sem hefur verið í
boði um skeið og hefur notið mikilla vinsælda. Evernote getur vistað ná-
lega allt, skjöl, skjáskot, myndir, minnispunkta, hljóðupptökur eða annað
sem þér dettur í hug að geyma til seinni tíma, og býður upp á ótrúlega
flokkunarmöguleika, sem tryggja að ef rétt er farið með þarftu aldrei að
týna eða gleyma aftur mikilvægum minnispunktum, tilvitnun, eða grein
eins og þessa sem gott getur verið að grípa til seinna. Evernote geymir allt
í skýinu og er fáanlegt fyrir alla snjallsíma og tölvur. Það er fátt jafn gagn-
legt á vinnustaðnum.
www.evernote.com
ÞAU OKKAR SEM VINNA LUNGANN ÚR DEGINUM VIÐ SKRIFBORÐ OG EYÐA
LÖNGUM STUNDUM FYRIR FRAMAN TÖLVUNA ÞEKKJA VEL HVE AUÐVELT
GETUR VERIÐ AÐ TAPA EINBEITINGUNNI OG GLATA ÞRÆÐINUM Í ÞVÍ SEM
MAÐUR HEFUR FYRIR STAFNI. AÐ SAMA SKAPI ER AUÐVELT AÐ GLEYMA SÉR
VIÐ SKEMMTILEGT VERKEFNI OG VANRÆKJA AÐ STANDA UPP, BLIKKA AUG-
UNUM, DREKKA VATN EÐA JAFNVEL FARA Á KLÓSETTIÐ. EN ÞAÐ ER ÝMIS-
LEGT SEM HÆGT ER AÐ GERA TIL AÐ TEMJA SÉR BETRI VINNUBRÖGÐ. HÉR
ERU NOKKRAR LEIÐIR TIL AÐ LÁTA SÍMANN OG TÖLVUNA HJÁLPA SÉR.
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
6leiðir til að koma meiru í verk og halda geðheilsunni
HJÁLP Í VIÐLÖGUM Á SKRIFSTOFUNNI