Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 40
Pils eða belti? B eðið var með eftirvæntingu eftir sýningu Hedi Slimane fyrir Saint Laurent á tísku- vikunni í París en þar sýna hönnuðir tískuna fyrir komandi haust og vetur. Óhætt er að segja að þessi stjörnuhönnuður hafi valdið mörgum vonbrigðum en gestir fóru orðlausir af sýningu hans í Grand Palais og vissu vart hvað þeir ættu að hugsa um þessa gruggrokktísku. Þekktur ritstjóri velti fyrir sér hvort hún hefði verið fórnarlamb afar vel útfærðs hrekks. Aðrir gripu til kaldhæðni. „Er þetta Saint Laurent eða Topshop sem ég er að horfa á?“ tísti ritstjóri hjá LA Times, en aðrir kölluðu línuna All Sa- ints Laurent með vísun í bresku tískukeðjuna. Tískupressan var almennt séð frekar neikvæð út í línuna og fannst hún ekki við hæfi svona þekkts Parísartískuhúss. Stjörnurnar sem TÍSKUVIKAN Í PARÍS Gruggrokk Saint Laurent 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 Föt og fylgihlutir E lín Hrund Þorgeirsdóttir sýnir nýja línu Dýrinda sem samanstendur af tösk- um, buddum og púðum í tengslum við Hönnunarmars. Hún er þekkt fyrir hekluð hálsmen sín en sem stendur afgreiðir hún ein- ungis sérpantanir af þeim. Nýju vörurnar eru allar úr endurunnum efnum, bæði ull og flaueli og eru þær framleiddar hér á landi. Elín Hrund vinnur eftir hug- myndafræði „slow design“, bein þýðing er hæg hönnun, sem felst í því að bera virðingu fyrir náttúr- unni og sækja efnivið og vinnu í nánasta umhverfi eins og unnt er. „Hver hlutur er gerður af alúð og ást með það í huga að hann eigi eft- ir að veita eiganda sínum gleði um ókomna tíð,“ segir hún og útskýrir nánar: „Í heimi fjöldaframleiðslu og þrælkunar á börnum og fólki al- mennt í verksmiðjum þá held ég að það sé mikilvægt að huga að því hvernig framleiðslunni er háttað og að endurnýta það sem þegar er til og gera það vel. Með því að vinna vörurnar á staðnum, það er án þess að flytja þær fram og tilbaka yfir þveran og endilangan hnöttinn, er mengun einnig haldið í lágmarki,“ segir Elín Hrund, sem er hlynnt því að hönnuðir reyni eftir því sem mögulegt er að nýta sér staðbundn- ar auðlindir. Að staldra við og njóta „Einnig er mikilvægt að varan lifi lengi og sé því gerð af alúð og ást og vandvirkni. Framleiðslan á að fara fram í sátt við umhverfið, nátt- úruna, samfélagið og fólkið sem tekur þátt. Ég held að okkur veiti ekki af að hægja aðeins á hrað- anum í samfélaginu, staldra aðeins við og njóta.“ Nafnið á nýju línunni, Lafðin og umrenningurinn, vísar til samruna stétta, menningarheima og jafnvel tíma og rúms með því að endurnýta Fánapúðarnir eru skemmtileg nýjung. „Vegna þess að þetta eru endurunnin efni þá verður hver týpa og litasamsetn- ing af bæði púðunum og töskunum yfirleitt aðeins til í nokkrum eintökum og verður einstakari fyrir vikið.“ Elín Hrund vill framleiða á Íslandi og þannig halda mengun í lágmarki. LAFÐIN OG UMRENNINGURINN Alúð, ást og vandvirkni HÖNNUÐURINN ELÍN HRUND ÞORGEIRSDÓTTIR SÝNIR NÝJA LÍNU DÝRINDA Á HÖNNUNARMARS, TÖSKUR, BUDDUR OG PÚÐA ÚR ENDURUNNUM EFNUM. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Ljósmyndir/Nína Björk Hlöðversdóttir Hönnuðurinn Elín Hrund Þorgeirs- dóttir vinnur með endurunnin efni. Pelssláin er flott við kjólinn. AFP Léttir kjólar við þykkari jakka minna sannarlega á tí- unda áratuginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.