Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 E rla Tryggvadóttir hefur á 34 árum reynt eitt og annað. Nöfnu sína, hina mögnuðu Erlu Tryggvadótt- ur, jafnan kennda við Lýsi, kvaddi hún fyrir um tveimur árum þegar sú síðarnefnda lést í sviplegu bílslysi á Spáni. Átta ára gömul missti hún systur sína og árið 2003 segir hún hafa skerpt á umburðarlyndi og skilningi þegar móðir hennar tók saman við konu. Hún var því sjóaðri en flestir þegar hún missti annan eggjastokkinn. Þetta er vissulega ákveðinn ólgusjór en Erla segist vera tilbúin að takast á við nýjan kafla utan RÚV en þar sagði hún starfi sínu í útvarpinu lausu fyrir skemmstu. Hún hefur starfað sem dagskrárgerðarmaður á Rás 1 undanfarin ár og meðal annars haft umsjón með þáttunum „Þær höfðu áhrif“ þar sem Erla fjallaði um áhrifamiklar konur á síðustu öld, „Bankað upp á“ og svo Samfélagið í nærmynd. Við byrjum á æskunni. Að vera fædd inn í eitt elsta fyrirtæki landsins og vera jafnan kennd við Lýsisfjölskylduna, þar sem langafi hennar, Tryggvi Ólafsson, var stofnandi Lýsis, hlýtur að vera svolítið sérstakt. Eða hvað? Það hljómar svolítið eins og að fæð- ast í herbergi á Hótel Holti. Erlu stekkur bros; að sjálf- sögðu, með þetta nafn, tengi fólk hana jafnan við fyrirtækið. En það séu ekkert nema góðar tilfinningar. Allir taki lýsi. „Fjölskyldan hefur starfað hjá fyrirtækinu en föðursystir mín, Katrín Pétursdóttir, keypti fyrirtækið. Það skondna er að kærastinn minn, Finnur Sig- urðsson, er líka á vissan hátt á vegum Lýsis. Honum kynntist ég fyrir um ári en þá hafði hann starfað sem vörustjóri þar frá árinu 2007. Leiðir okkar höfðu þó aldrei legið sam- an og hefðu líklega ekki gert það nema Sigga, ein föðursystra minna, hefði ákveðið að taka málið upp á sína arma. Hún var svo viss um að við ættum vel saman og kom á blindu stefnumóti. Það er konunum í fjölskyldunni líkt að taka málin í sínar hendur. Ég hefði pottþétt ekki rekist á hann annars. Hann er mikill fjallamaður og íþróttir hans yndi. Ég hefði ekki ratað á hann á einhverju fjalli. Þegar ég reyndi að malda í móinn, leist ekki beint á að hitta einhvern út í bláinn, sagði Sigga frænka: „Þú þarft nú ekki að giftast honum, Erla, en þú getur alveg farið með honum í bíó.““ Voru á leið út á flugvöll Erla elst upp í Vesturbæ Reykjavíkur og Garðabæ. Foreldrar hennar voru ungir, frjálslyndir en ríkir þátttakendur í uppvext- inum voru ekki síður þeir sem tilheyrðu stór- fjölskyldunni. Af mörgu segir Erla það hafa verið eitt mesta áfall sem hún hafi orðið fyrir í lífinu þegar amma hennar Erla lenti í hörmulegu bílslysi á Spáni. Þar átti hún íbúð og dvaldi nokkrar vikur á ári. Á leið út á flug- völl var Erla og systir hennar Svana á leið út á flugvöll að sækja fjölskyldumeðlim. Þær komust aldrei alla leið. „Ef ég hugsa um þann tíma sem amma mín er uppi; en hún var fædd árið 1929, var það að sjálfsögðu óvenju- legt að konur létu að sér kveða í viðskiptum. Eiginmaður hennar, Pétur, varð forstjóri Lýsis og líf þeirra beggja var í hringiðu ís- lensks viðskiptalífs.“ Erla segir ömmu sína hafa verið frum- kvöðul að mörgu leyti. Hún rak heildverslanir í félagi við dóttur sína Katrínu sem varð til þess að Katrín keypti á endanum Lýsi. Þá kenndi hún jóga og var með þeim fyrstu hér- lendis sem fóru að skoða samband andlegrar heilsu við þá líkamlegu. „Hennar saumaklúbb úr Menntaskólanum í Reykjavík tilheyrðu og tilheyra margar sterkar konur. Má þar nefna Vigdísi Finnbogadóttur og Sigríði Erlends- dóttur. Þá var hún að sjálfsögðu ættmóðir fjölskyldunnar. Við vorum afar nánar. Hún er án gríns skemmtilegasta kona sem ég hef kynnst, og þekki ég nú þær margar skemmti- legar.“ Erla eldri ólst að hluta til upp í Bandaríkj- unum og útskrifaðist frá Kent Place Scholl New Yersey árið 1947 en kláraði stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þá stundaði hún nám við University of Wisconsin og brautskráðist með BA-gráðu í bókmenntum og ensku árið 1954. „Amma var heimsborgari og sagði mér frá því þegar hún stalst á djass- búllur í Harlem til að dansa þegar hún var unglingur. Hún hvatti mig ætíð áfram. Fyrir nokkrum árum dvel ég með henni á Spáni. Hún segir þá allt í einu við mig: „Jæja Erla, hvenær ætlar þú að fara að skapa?“ Þá var ég að klára meistarapróf í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði. Ég hváði. Hún bætir þá við: „Ég á bara við, hvenær ætlar þú að fara að láta að þér kveða? Ég veit alveg að þér eru allir vegir færir og ég veit að þú ert vel rit- fær. Ég vil bara að þú gerir sem mest og best úr þínum hæfileikum. Hvort sem það er að skapa verðmæti í viðskiptum eða skapa eitthvað í einhverjum öðrum skilningi. Þú átt að stíga fram og hafa áhrif.“ Þetta voru henn- ar hvatningarorð.“ Engin formúla að manneskju Það liggur beint við að spyrja hvort Erla ætli þá ekki að láta að sér kveða og auðvelt að tengja hana við pólitík. Langafi hennar, Pétur Magnússon, fyrrverandi ráðherra, var einn af stofnendum Sjálfstæðisflokksins. Hún var mjög virk í slíku starfi þegar hún var yngri. Á háskólaárunum var hún til dæmis varafor- maður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, var í ristjórn vefritsins Tíkin.is og fleira til. „Þegar maður hefur áhuga á samfélaginu sem maður býr í, þá hefur maður óhjákvæmi- lega áhuga á stjórnmálum – en þau eru ein leið til þess að bæta samfélagið. Ég hef áhuga á samfélaginu og fólkinu sem þar býr, þannig að þú getur ímyndað þér að ég beri taugar til stjórnmála enda er ég stjórnmálafræðingur að mennt. Svo er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Jafnréttismál eru í það minnsta mér mjög hugleikin. Ég er fædd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, tel því eitthvað hafa borist mér með móðurmjólkinni og í BA-ritgerð minni fjallaði ég um frjálshyggju og femínisma.“ Móðir Erlu, Jóna Ólafsdóttir versl- unarkona, er ættuð af Ströndum. „Þar eru harðjaxlar. Held það þurfi harðger gen til að búa þar innan um fjöllin. Mamma tók saman við konu, Hildu Gunnarsdóttur, eftir að for- eldrar mínir skildu að skiptum. Jú, vissulega þurfti ég að venjast því en maður þarf alltaf að venja sig við nýj- an raunveruleika þegar fólk skilur. Maður ætlast til þess að foreldrar manns samgleðjist manni og taki þátt í lífi manns. Á sama hátt samgleðst ég henni innilega. Það er engin formúla til að því hvernig manneskja á að vera.“ Erla hefur unnið í útvarpi síðustu tvö árin. Þar á undan hafði hún þó starfað hjá RÚV í dagskrárgerð, meðal annars í sjónvarpi og svo mátaði hún viðskiptalífið í góðærinu þeg- ar hún vann í banka. Sniðið á þessum árum í viðskiptalífinu fyrir hrun hentaði henni engan veginn en hún segir þau hafa verið keyrð áfram á karlmennsku og áhættusækni. Erla viðurkennir að hafa upplifað ýmsar umtalaðar hliðar þessa tíma. „Ég get ekki neitað því að þetta var skemmtilegt. Það vantaði ekki. Að fá kampa- vín og jarðarber með hádegismatnum eftir ársfjórðungsuppgjör. Auðvitað snarundarlegt. Maður áttaði sig á muninum. En ætli þetta sé ekki rétt hjá ömmu. Mér ferst best að skapa. Ég þarf að vera með bók til að pára niður hugmyndir og að geta vasast í að framkvæma það sem mér dettur í hug. Ég þarf líka áskor- anir. Ég veit eiginlega ekkert betra en að Úfinn sjór Erlu ERLA TRYGGVADÓTTIR ER STUNDUM KNÚSUÐ FYRIR AÐ VERA BARNABARN NÖFNU SINNAR HEITINNAR Í LÝSI SEM LÉST Í HÖRMULEGU SLYSI Á SPÁNI. ERLA SJÁLF HEFUR REYNT ÝMISLEGT SÍÐUSTU ÁRIN EN SEGIR ÁSKORANIR VERA SÍNAR ÆR OG KÝR. KONURNAR Í LÍFI HENNAR, FÖÐURSYSTUR, MÓÐIR OG AMMA HAFA VERIÐ FRUM- KVÖÐLAR, SÝNT HUGREKKI OG STAPPAÐ Í HANA Í STÁLINU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is * „Á meðan ég er skjögrandi þarnaum, skröltandi á einum eggjastokkeru konur í kringum mig sem ég deili á vissan hátt sameiginlegri reynslu með. Ég hef fengið mænudeyfingu og ég hef farið í skurð sem er sá sami og er framkvæmdur við keisaraskurð. En ég er ekki með barn í höndunum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.