Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 47
10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 „vandamál“ komi upp, og á þá auðvitað við þau sem hægt er að leysa. Ég verð spennt. „Jæja krakkar, keyrum þetta í gang“ er það fyrsta sem ég hugsa. Núna líður mér eins. Ég er búin að grafa þá skurði sem mig langar að grafa á RÚV. Finnst ég hafa klárað þann pakka í bili og ákvað því að segja starfi mínu lausu. En ég kveð RÚV með góðar minningar um skemmtilegt samstarfsfólk og umhverfi.“ Annar eggjastokkurinn fjarlægður Sannarlega hefur Erla þó þurft að eiga við svolítið meiriháttar áskoranir. Fyrir um ári var 20x20 cm blaðra fjarlægð úr móðurlífi hennar. Um leið missti hún annan eggja- stokkinn. Svokallað legslímuflakk eða endó- metríósa er krónískur sjúkdómur sem orsak- ast af því að frumur úr legi finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu og valda þar bólgum og blöðrumyndun. Og afar miklum sársauka. Sjúkdómurinn er mjög algengur og því er hinn langi tími sem tekur að greina hann, um 6-8 ár að meðaltali, óvenjulegur. Um 5-10% kvenna eru talin vera með legslímuflakk og í 30-40% tilfella veldur sjúkdómurinn ófrjósemi. Erla fann í sjö ár fyrir einkennum án þess að greinast. Hún segir að því miður sé þekking heilbrigðisstarfsfólks á sjúkdómnum oft lítil. „Þetta hefur verið þó nokkurt tabú, kannski af því þetta tengist móðurlífi kvenna. En málið er að þetta er ekkert einkamál kvenna. Ófrjósemi er mál maka og fjölskyld- unnar. Það eru mörg ár frá því að kven- sjúkdómalæknir fleygði því fram að ef til vill væri ég með legslímuflakk en svo var því ekki fylgt eftir. Á meðan olli það miklum skaða og blaðran fór ört stækkandi. Frá því að ég greinist og þar til kemur að uppskurðinum til að fjarlægja hana stækkaði hún um 5 cm á hvorn veginn, úr 15x15 cm í 20x20. Blaðran hafði skemmt annan eggjastokkinn og ég lendi því í meiriháttar inngripi sem hefði ekki þurft að koma til ef þetta hefði verið greint fyrr. Ég vona að þær konur sem lesa þetta og finna fyrir sársaukafullum blæðingum til dæmis og orkuleysi láti skoða sig nánar. Það er ekkert sem stendur í bókum að blæðingar eigi að vera svona erfiðar.“ Verst þótti Erlu að skilja ekki af hverju hún var alltaf þreytt. Stundum þegar hún kom heim úr vinnu þurfti ung manneskjan að fara beint í náttfötin og upp í rúm. Hún var þó búin að finna út að heilbrigður lífsstíll var lykilatriði. Góður svefn og mataræði. Hún þarf þó alltaf að fá B12-vítamínsprautur og borða járnríkan mat. „Mér hefur fundist að ég sé með fremur háan sársaukaþröskuld. Ég var farin að missa hár, var grá og guggin og með afar þaninn maga. Þegar ég vaknaði úr uppskurðinum fann ég hvernig ég gat loks andað eðlilega.“ En þetta var undarleg upp- lifun á spítalanum. Fegin að ná andanum var Erla á sama hluta spítalans og konur sem voru með nýbura. „Á meðan ég er skjögrandi þarna um, skröltandi á einum eggjastokk eru konur í kringum mig sem ég deili á vissan hátt sameiginlegri reynslu með. Ég hef fengið mænudeyfingu og ég hef farið í skurð sem er sá sami og er framkvæmdur við keisaraskurð. En ég er ekki með barn í höndunum. Svolítið skrýtin reynsla og mann langaði til að geta talað um mænudeyfinguna á öðrum for- sendum. Ég vona bara að tækninni og þekk- ingunni hérlendis fari að fleygja þannig fram að það verði hægt að skera úr um þetta fyrr. Ytra eru þekktar konur farnar að vekja at- hygli á þessu og vitað er að Marilyn Monroe þjáðist af þessu. Mér hefur verið tjáð að líkaminn sé svo fullkominn að hinn eggja- stokkurinn gæti tekið við allri framleiðslu og ég vona að það verði svo. En auðvitað hefði ég viljað hafa þá báða.“ „Ég er búin að grafa þá skurði sem mig langar að grafa á RÚV. Finnst ég hafa klárað þann pakka í bili,“ segir Erla Tryggvadóttir sem kveður útvarpið í bili og heldur á vit nýrra ævintýra. Morgunblaðið/Ómar Mæðginin Erla og Tryggvi Pétursson, faðir Erlu, árið 1957. Erla Tryggvadóttir í kringum tvítugt. Nöfnurnar tvær saman á Spáni árið 2009. Erla eldri lét lífið í bílslysi á Spáni árið 2011. Erla Tryggvadóttir ásamt föður sínum, Tryggva Ólafssyni, stofnanda Lýsis. Myndin er tekin í New York á 5. áratugnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.