Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 49
Í upphafi þótti Heru Björk skondið að verðlaungripurinn væri mávur, „silfurmávurinn“ til að gæta fyllstu nákvæmni. „Múkkann heim! sögðum við í gríni en fljótlega sá maður að gripurinn nýtur mikillar virðingar í Viña del Mar enda er mávurinn tákn borgarinnar og mjög áberandi fyrir vikið. Eftir að úrslitin lágu fyrir vildi fólk endilega fá mynd af sér með mér og silfurmáv- urinn varð auðvitað að vera á mynd- inni líka. Gripurinn varð sífellt veigameiri í mínum huga og ég fékk eiginlega nýja sýn á þennan fugl, mávinn. Svei mér ef hann er ekki með íslenska skapgerð!“ Beðin um að útskýra það nánar glottir Hera Björk: „Hann fer sínu fram.“ Í Sólarsmugunni Talið berst aftur að framhaldinu. Hera Björk kveðst til í hvað sem er en gerir þó síður ráð fyrir því að flytja til Suður-Ameríku bjóðist henni þar álitleg verkefni. Hún á tvö börn, fimmtán og níu ára, og segir lítið vit í því að flytja með þau utan. „Ég yrði hvort eð er svo lítið heima, þetta er svo mikil útlegð. Ég yrði alltaf í Smug- unni.“ „Sólarsmugunni,“ skýtur Golli ljósmyndari inn í. Hera Björk hlær og bætir við: „Verði eitthvað úr þessu gæti ég þurft að vera í einhverja mánuði þarna syðra. Hvort börnin færu með mér verður bara að koma í ljós. Ann- ars eru þau löngu orðin vön því að mamma þeirra sé á flakki og vita að hún kemur alltaf aftur.“ Hún sér ekki fyrir sér neitt glam- úrlíf, þvert á móti séu stöðug ferða- lög slítandi. „En maður leggur þetta á sig af því maður fær að syngja.“ „Because You Can“ er þegar komið út með spænskum texta í Síle og Hera Björk upplýsir að unnið sé að því að gefa út tvö lög til viðbótar á næstunni. „Lögin eru til, við erum bara að vinna í textunum. Ég syng alveg á spænsku, þótt ég tali hana ekki.“ Valdi sönginn – eins og asni Það sem Heru Björk þótti há sér mest í Síle var að geta ekki svarað aðdáendum sínum sem kölluðu mikið á hana. „Nú þarf ég að fara að gera alvöru úr því að læra spænskuna. Minnstu munaði raunar á sínum tíma að ég færi sem skiptinemi í eitt ár til spænskumælandi lands en þurfti að velja á milli þess og söngs- ins. Og valdi sönginn – eins og asni.“ Hún skellihlær. Heru Björk var afar vel tekið í Síle og hún skynjar ekki annað en að fólk kunni að meta hana þar um slóðir, bæði sem söngkonu og flytj- anda. „Fólki fannst æðislegt að ég væri íslensk og að ég væri tveggja barna móðir. Sumir líktu mér við Adele, sem er ekki leiðinlegt fyrir mig. Kannski aðeins verra fyrir hana, þar sem hún er tuttugu árum yngri,“ segir Hera Björk og hlær. „Svo var ég líka mikið spurð um Björk, til að mynda hvort við nöfn- urnar værum frænkur. Þessar ágætu konur, Björk og Adele, voru búnar að vinna góða grunnvinnu fyrir mig þarna.“ Hún glottir. Loftið og vatnið Hera Björk var ekki fyrr búin að vinna keppnina í Síle en upplýst var að 187 tónleikar með íslensku tónlist- arfólki færu fram erlendis í þessum mánuði. Hér og þar. „Þetta eru frá- bær tíðindi,“ segir hún og þegar spurt er hverju þetta sæti svarar Hera Björk: „Er þetta ekki bara loftið og vatnið? Við Íslendingar er- um aldir upp við að framkvæma allt sem við viljum gera. Auðvitað hefur þetta komið okkur í koll en þegar kemur að menningu og listum vinnur þetta hugarfar klárlega með okkur.“ Hún var ekki bara spurð út í Björk í Síle, heldur líka Sigur Rós og Of Monsters & Men. „Þó þetta séu gjörólíkir listamenn erum við öll eins í þeirra huga. Ætli það sé ekki þetta afslappaða öryggi sem við bú- um yfir. Það er eitthvað í karakt- ernum sem fær okkur til að vilja skara fram úr.“ Hún ber einnig lof á Iceland Airwaves í þessu sambandi, sú hátíð hafi vakið mikla athygli á íslenskri tónlist erlendis. „Það hjálpar líka að markaðurinn hér heima er lítill. Það þýðir að allir sem hafa eitthvað fram að færa ná í gegn, týnast ekki í öllum hinum milljónunum sem eiga sömu drauma erlendis. Við erum líka býsna fljót að sigta út x- faktorana og koma þeim í umferð.“ Og við gætum gert meira: „Ég „Ég kalla þetta „mömmupopp“, það er tónlist sem þú syngur með og hækkar í meðan þú ert að keyra bílinn,“ segir Hera Björk um tónlist sína. Morgunblaðið/Golli kasta fram hugmynd: Hvernig væri að breyta Iceland Airwaves í söngv- ara- og/eða lagakeppni? Það myndi vekja enn meiri athygli á hátíðinni og styrkja hana til lengri tíma.“ Evrópugigg og jólaplata Sitthvað fleira er á döfinni hjá Heru Björk. Hún er bókuð á nokkrar há- tíðir í Evrópu á næstunni, svo sem í Danmörku, Belgíu og Hollandi, mest tengt Gay Pride-hátíðahöldum. „Ég er ennþá að fá verkefni í Evr- ópu út af Evróvisjón,“ segir hún. Þá er Hera Björk farin að leggja drög að jólaplötu. „Ég gaf út jóla- plötu fyrir þrettán árum, Ilm á jól- um, og núna fermi ég hana fyrst áð- ur en ég kem með nýja. Hún verður í sama dúr og sú fyrri.“ Þá hyggst hún halda áfram að semja og vinna í lögum með ýmsum meðhöfundum sínum. „Tilgangurinn með minni tónlistarsköpun er alls ekki að finna upp hjólið. Maður verður að þora að vera pínu hallær- islegur og jafnvel væminn, þar sem það á við. Nota klisjurnar sem ganga vel í fólk. Ég kalla þetta „mömmupopp“, það er tónlist sem þú syngur með og hækkar í meðan þú ert að keyra bílinn. Lykilatriðið er að vera sjálfri sér trú og færa fólki smá gleði. Ég er ekki mikið að velta mér upp úr hlutunum. Hvers vegna fórstu frá mér? og allt það. Aðrir geta séð um það.“ Vatnaskil urðu hjá Heru Björk fyrir um fimm árum þegar hún ákvað að hætta að hlusta á aðra og einbeita sér í staðinn að því sem hún vildi gera sjálf í tónlist. „Það er von- laust mál að eltast við það sem mað- ur heldur að aðrir vilji, maður verður að fylgja hjartanu. Síðan hefur þetta verið eintóm gleði og ég sé ekki bet- ur en það sé pláss fyrir íslenska bjútíbollu á þessum markaði.“ Hera Björk er orðin fertug og seg- ir aldurinn ekki skipta nokkru máli. „Sumir telja sér trú um að vonlaust sé að elta draumana sína eftir þrí- tugt, ekki síst konur. Það er algjör vitleysa. Nennirðu að vinna vinnuna þína og vera sjálfri þér trú eru þér allir vegir færir. Það þarf bara að grípa tækifærin þegar þau koma.“ 10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 * „Sumir líktu mér við Adele, sem er ekki leiðinlegt fyrir mig.Kannski aðeins verra fyrir hana, þar sem hún er tuttugu árum yngri.“ • Vetnismeðhöndlun skilar hreinni lífrænni olíu en áður hefur þekkst. • Íblöndunarhlutfall jafngildir 5% minni koltvísýringsmengun. • Má nota á allar díselvélar án þess að breyta þeim eða endurstilla. • Stuðlar að hreinni og betri bruna sem skilar hreinni vél. • Eykur ekki viðhald eða eyðslu og hefur ekki áhrif á verð. • Skilar sama afli og venjuleg díselolía og 5% meira afli en hefðbundin lífdíselolía. • Er mjög kuldaþolin og geymist vel, jafnt í hita sem kulda. Nánari upplýsingar á olis.is út í andrúmsloftið. Það má því segja að ef allir díselbílaeigendur fylltu hjá Olís myndi 5% minnkun útblásturs svæði Reykjavíkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.