Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Síða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Síða 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 M aður er kannski búinn að eiga erfiðan dag, fer á hljómsveitaræfingu og kemur til baka endurnærður. Þetta er algjör vítamín- ssprauta. Það er alltaf eitthvað spennandi að gerast í kringum bandið og eitthvað til að hlakka til. Þetta er okkar sálfræðiþjónusta og heldur manni í jafnvægi,“ segja þær Gyða Hrund Þorvaldsdóttir og Edda Tedeger í dauðarokkshljómsveitinni Angist. Angist hefur hægt og bítandi verið að klifra metorðastigann í dauðarokkinu en bandið er stofnað 2009 og auk þeirra eru þeir Haraldur Ingi Shoshan bassaleikari og Tumi Snær Gíslason trommuleikari í bandinu. Dauðarokkið er yfirleitt tengt við staðalímyndina um karla í eiturlyfjavímu ofan í kjallaraholum að semja einhverja djöflamúsík. Því fer fjarri hjá þeim stöllum. Gyða Hrund er grænmetisæta og aðhyllist það sem kallað er „vegan“ fæði og hefur gert í 11 ár. Hún starfar sem grunnskólakennari og Edda er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti að klára stúdents- próf. En á kvöldin er gítarinn hengdur á öxlina og talið í hörð- ustu tegund rokksins. „Angist byrjaði um haustið 2009. Þá hittumst við Edda og fórum að spá í málin og spila. Við höfð- um þekkst og gælt við það að stofna band,“ segir Gyða. Edda bætir við að Gyða hafi verið eina stelpan sem hún þekkti sem hlustaði á þessa tegund tónlistar af jafn miklum áhuga og hún sjálf. „Við hittumst með gítarana og fórum að semja. Svo voru stjörnurnar réttar og allt small saman. Það er líka ekki al- gengt að hitta svona gimstein.“ Þungarokk og skór Gyða hefur verið lengi hlustað á þessa tegund tónlistar. Alveg frá því að hún var unglingur. „Ég fór að mæta á tónleika sem þróaðist síðan í að ég fór að setja upp tónleika, flytja inn bönd og fleira tengt þessum bransa. Ég hafði alltaf haft áhuga á músík og að búa hana til en aldrei komið mér almennilega í það. Svo dreif ég mig bara í það. Eftir að bandið sem ég var í á undan lagði upp laupana hringdi ég í Eddu og sagði að nú skyldum við láta slag standa. Ekki það að við ætluðum að stofna eitthvert stelpuband. Það var aldrei málið. Við náum bara ótrúlega vel saman og það er gott að geta blandað saman umræðum um skó og þungarokk.“ Edda hefur fengið einróma lof fyrir frammistöðu sína í lag- inu Hel með Skálmöld þar sem hún túlkar samnefnda veru. Er þar í stríði án vopna við Hilmar Baldursson, söguhetju plöt- unnar frábæru Börn Loka. Ekki er mjög algengt hér á landi að kona syngi í dauðarokksbandi en Edda leysir það með glæsibrag. „Maður getur lært svo mikið af þeim Skálm- aldarmönnum. Það er ekkert stress og það er svo ofsaleg spilagleði. Samt rosalegur metnaður. Ég var pínu feimin við þetta allt, að labba inn fyrir framan troðfullan sal af fólki. Ég verð að viðurkenna að ég var pínu stressuð en það lagaðist þegar á leið. Ég datt ekkert eða neitt slíkt. Það var svo margt sem gat gerst. Það hjálpar líka að fá svona góðar móttökur eins og ég fékk.“ Gyða tekur í sama streng varðandi Skálmöld. „Skálmaldarmenn hjálpast að, eru rólegir og skipulagðir. Það er heilmikið sem þarf að gera fyrir eina tónleika og því mikil- vægt að allir hjálpist að. Við Edda höfum meira að segja rótað á háum hælum.“ Hugurinn alltaf við bandið En hvernig kom það til að Edda byrjaði að syngja með Angist. „Við vorum búin að fá einhverja söngvara í prufur en Gyða var alltaf að ýta á mig að standa fyrir framan míkrafóninn,“ segir hún og Gyða segist aldrei hafa verið í vafa um að Edda myndi taka þetta hlutverk að sér. „Ég hafði heyrt hana syngja með öðru bandi og vildi endilega að hún myndi syngja því hún er rosaleg söngkona. Svo lét hún bara vaða.“ Þær stöllur sömdu tvö lög og settu á netið. „Eftir að við settum lögin okk- ar á netið sátum við heima og nöguðum á okkur neglurnar því við vorum svo stressaðar yfir að við yrðum hakkaðar í spað. En svo var þeim ótrúlega vel tekið og fengum góð viðbrögð.“ Við gáfum okkur langan tíma í þetta, æfðum vel því við vild- um vera tilbúnar og geta flutt okkar efni vel á tónleikum. „Við viljum gera þetta vel og við erum alltaf með hugann við band- ið, lögin og allt í kringum þetta. Við erum oft að senda skila- boð til hvor annarrar um miðjar nætur með einhverjum hug- myndum, maður er alla daga alltaf eitthvað að pæla,“ bætir Gyða við og heldur áfram. „Við erum dugleg að prófa allt sem okkur dettur í hug. Annaðhvort gengur það eða ekki. Svo verður maður bara að vinna úr þessum hugmyndum sem koma. Við skipuleggjum okkur vel og leggjum mikla vinnu í bandið því maður uppsker eins og maður sáir. Ég bý vel að því að hafa flutt inn bönd og sett upp mikið af tónleikum svo ég þekki aðeins inn á bransann og hef því ágæta reynslu.“ Edda grípur inn í og bendir á að Gyða hafi bein í nefinu. „Það er alveg frábært að hafa svona snilling með sér í bandi til þess að sjá um þetta allt saman, vita hvað þarf að gera og svo framvegis.“ Í kringum tónlistina er margt gríðarlega skemmtilegt enda spretta upp bílskúrsbönd eins og gorkúlur. Þeir sem hafa verið í hljómsveit vita ekkert skemmtilegra. Skemmtilegt fólk og skemmtilegt andrúmsloft. Sérstaklega í þungarokkinu þar sem mikið bræðralag ríkir. „Að semja tónlist, spila og fara á æfing- ar er svo skemmtilegt. Það er svo margt að hlakka til á hverj- Dauðarokkið er okkar sálfræðingur FRÆGÐARSÓL DAUÐAROKKSHLJÓMSVEITARINNAR ANGISTAR HEFUR RISIÐ HRATT FRÁ ÞVÍ AÐ HÚN VAR STOFNUÐ HAUSTIÐ 2009. HLJÓMSVEITIN SPILAR DAUÐAROKK AF HÖRÐUSTU SORT OG VEKUR HVARVETNA ATHYGLI ENDA STELPUSVEITIR Í ÞESSARI TEGUND ROKKS EKKI Á HVERJU STRÁI. EDDA TEDEGER RYMUR TEXTANA MEÐ SINNI MÖGNUÐU RÖDDU EN HÚN OG GYÐA HRUND ÞORVALDSDÓTTIR GÍTARLEIKARI RÆÐA UM ÚTGÁFUSAMNINGINN Í BANDARÍKJUNUM OG SAMHELDNINA Í ROKKINU. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Edda Tedeger syngur í laginu Hel með Skálmöld. Slær þar í gegn. Svo um munar. Morgunblaðið/Eggert Angist er fjarri því að vera eina dauðarokkshljómsveit heimsins þar sem konur spila eða syngja. Árið 2012 varð ákveðin sprengja í hljómsveitum sem eru með konur innanborðs í þessari músík. Sharon Bascovsky stofnaði hljómsveitinni Derketa sem spilar grimmt dauðarokk og gaf út hina frábæru In death we meet í fyrra. Bandið er með þrjár konur inn- anborðs. Melynda Jackson stofnaði Eight Bells eftir að hljóm- sveitin hennar SubArachnoid Space batt enda á sitt samstarf eftir 15 ár. Jackson steig fyrir framan míkra- fóninn og er að finna sig æ betur. Rymur í hæsta gæða- flokki. Þá má benda á að í frönsku X-factor-keppninni mætti Rachel Aspe og söng fyrir dómarana með þessum hætti sem þekkist í dauðarokkinu. Hún komst samt ekki áfram en fékk mikið hrós. Rokkið hins vegar á fullt af söngkonum sem slegið hafa í gegn bæði hér heima og erlendis. En það er ekki allra að rymja í míkrafóninn. Það telst til hæfileika. KONUR Í DAUÐAROKKI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.