Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 BÓK VIKUNNAR Ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjóns- sonar, Iceland Small World, nýtur stöðugra vinsælda og selst jafnt og þétt enda einkar skemmtileg og áhugaverð. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Ósjálfrátt gerir maður ekki ráðfyrir að bók sem ber titilinn Tilhins kristna aðals sé krassandi lesefni, en þá er maður um leið að van- meta Martein Lúther sem stílista. Til hins kristna aðals eftir Martein Lúther er eitt af Lærdómsritum Bók- menntafélagsins og kom út fyrir örfáum mánuðum. Í ritinu beinir Lúther spjótum að páfanum í Róm og hinu spillta veldi hans og vandar hans heilagleika ekki kveðjurnar. Reyndar fær svo hinn göfugi Artistóteles einnig kaldar kveðjur en Lúther kallar hann á einum stað „mann- skræfu“. Þetta rit sem kom út árið 1520 er óvenju nútímalega stílað. Þar er ekk- ert orðskrúð án merkingar heldur kemur Lúther sér beint að efninu og er ekkert að biðjast afsökunar á sjálf- um sér. Þess vegna er Til hins kristna aðals stór- skemmtileg lesn- ing. Tökum dæmi. Hér er Lúther að skrifa um kauphús í Róm sem hann segir páfa hafa innréttað og þar var víst hægt að höndla með embætti og önnur fríðindi. Lúther segir: „Ef þetta er ekki mesta hóruhúsið af öllum hóruhúsum þá veit ég hreinlega ekki hvað hóruhús er.“ Það er kjarnyrtur stíll eins og þessi sem fær mann til að standa með Lúther í gegnum þetta merkilega rit þar sem hann krefst siðbótar og endurmats. Ritið er sneisafullt af skynsamlegum athug- unum og snöfurlegri gagnrýni. Það ein- kennist einnig af eldmóði sem Lúther gerir sér sjálfur grein fyrir og eftir skammir um spillingu páfadóms bætir hann við setningum eins og: „Ég segi þetta bara hreint út.“ Hann á einnig til að leggja áherslu á orð sín með setningum eins og: „Ég ansa ekki þessari vitleysu!“ Sem er einmitt setning sem maður sjálf- ur segir iðulega þegar maður snýr upp á sig vegna þess að maður veit svo miklu betur en aðrir. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins eru gimsteinn í íslenskri bókaútgáfu. Ritin eru orðin mörg og góð. Þetta rit Lúthers er afbragð. Orðanna hljóðan LÚTHER BRÝNIR RAUSTINA Marteinn Lúther Til hins kristna aðals Sumar án karlmanna er fyrsta bókbandaríska rithöfundarins Siri Hus-tvedt sem kemur út á íslensku. Að- alpersónan er Mía en eftir að eiginmaður hennar fer frá henni eftir þrjátíu ára hjón- band þarf hún að endurmeta líf sitt. Konur eru í forgrunni sögunnar og þar er iðulega vikið að kynjahlutverkum og hugmyndum samfélagsins um stöðu kvenna. Siri Hustvedt er spurð hvort hún myndi skilgreina söguna sem femíníska skáldsögu. „Ég hef oft lýst þessari skáldsögu sem femínískri gamansögu,“ svarar hún. „Skáld- sagan er vissulega femínísk því þar hæðist ég að röksemdum, gömlum og nýjum, sem hafa verið og eru notaðar til að sýna fram á að konur séu ekki jafnokar karla. Ég nýti mér húmor og kaldhæðni til að sýna hvað þessar illa grunduðu hugmyndir eru fáránlegar.“ Aðalpersónan Mía er einstaklega minn- isstæð, afar greind, öskureið og mjög fynd- in. Lesandinn getur ekki annað en látið sér líka vel við Míu og Hustvedt heldur mikið upp á þessa persónusköpun sína „Mér þyk- ir vænt um Míu og skemmti mér dásam- lega við að vera hún,“ segir Hustvedt. „Þegar ég byrjaði að skrifa bókina heyrði ég rödd Míu inni í hausnum á mér – hún er meinyrt, reið en fyndin. Ég hló oft þeg- ar ég var að skrifa þessa skáldsögu, en eins og í mörgum gamansögum þá er þarna alvarlegur undirtónn.“ Í bókinni eru nokkrar teikningar eftir Hustvedt. Gerir hún mikið af því að teikna? „Þetta er eina skáldsaga mín með teikn- ingum eftir mig,“ segir hún. „Ég hef teikn- að frá barnsaldri og teikna enn en ekki eins mikið og ég vildi. Ég skrifa í um sex tíma á dag og les í þrjá til fjóra tíma og þá er ekki mikill tími eftir til að teikna. Ég er ástríðufullur lesandi og auk þess að lesa skáldskap les ég mér mikið til varðandi ýmsar greinar, þar á meðal sálfræði, heim- speki og læknavísindi, og ýmislegt varðandi þessi efni ratar í bækur mínar.“ Hustvedt er alls ekki ókunn Íslandi. Þeg- ar hún var þrettán ára dvaldi hún sum- arlangt á Íslandi ásamt norskum foreldrum sínum, og síðan kom hún hingað til lands á Bókmenntahátíð árið 2005. Spurð um dvöl- ina á Íslandi á unglingsárum segir hún: „Prófessorinn, faðir minn, var að rannsaka Íslendingasögurnar og fékk styrk til að fara til Íslands og tók fjölskylduna með. Í Reykjavík lá ég yfir skáldsögum eftir Dic- kens, Austen, Brontë-systur, Twain, Du- mas og fleiri. Það var á Íslandi sem ég ákvað að verða rithöfundur.“ Hustvedt er gift rithöfundinum Paul Auster. Hún er spurð hvort þau lesi yfir handrit hvort annars, komi með gagnrýni og geri tillögur. „Paul er aðalyfirlesari minn og sá besti og ég er aðalyfirlesari hans,“ segir hún. „Allir rithöfundar þarfn- ast yfirlesara. Við höfum alltaf hlustað vandlega á ráðleggingar hvort annars og undantekningarlaust farið eftir þeim. Venjulega er gagnrýnin smávægileg, snýst um klaufalegt orðalag eða eitthvað í þeim dúr en einstaka sinnum snúa ráðleggingar að að breytingum á byggingu eða sögu- þræði. Leyndarmálið er gagnkvæm virðing og þess vegna er auðvelt að taka gagn- rýni.“ Að lokum er Hustvedt spurð hvort hún telji að það sé erfiðara fyrir konur en karla að vera rithöfundar. Hún svarar: „Í sjálfu sér er ekki erfiðara fyrir konur að skrifa. En það hefur verið og er ennþá erfiðara fyrir konur að vera teknar alvarlega sem rithöfundar. Það er vitað að þegar kona og karl standa sig jafnvel er konan ekki talin jafnhæf og karlinn. Þetta á líka við um rit- höfunda.“ SIRI HUSTVEDT DVALDI Á ÍSLANDI 13 ÁRA GÖMUL OG ÁKVAÐ ÞÁ AÐ VERÐA RITHÖFUNDUR Femínísk gamansaga Siri Hustvedt. „Ég hló oft þegar ég var að skrifa þessa skáldsögu, en eins og í mörgum gaman- sögum þá er þarna al- varlegur undirtónn.“ Morgunblaðið/Einar Falur SIRI HUSTVEDT ER HÖFUNDUR HINNAR BRÁÐSNJÖLLU SKÁLDSÖGU SUMAR ÁN KARLMANNA SEM NÝKOMIN ER ÚT Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU. Eftirlætisbækur mínar eru tvær. Í fyrsta lagi Biblían sem er geysilega auðug að spakmælum, kjarnyrðum og hugleiðingum og hefur auk þess mótað vestræna menningu, sem er barmafull af skírskotun í hana. Það er ekki hægt að skilja vestræna menningu nema vera vel að sér í Biblíunni. Hin bókin er Njála sem ég les reglulega. Töfrar Njálu liggja ekki aðeins í því hversu vel hún er skrifuð heldur í því að maður les hana á ólíkan hátt í hvert skipti sem maður nálgast hana. Maður skilur söguhetjurnar á ólíka vegu og ég hef til dæmis spreytt mig á því að reyna að endurtúlka þær sum- ar. Síðan verð ég að játa að ég hef miklar mætur á tveimur mjög ólíkum rússneskum höfundum. Annar er Tolstoy, en ég hef dálæti á bæði Önnu Kareninu og þó sérstaklega Stríði og friði, sem er feikilega mögnuð bók. Hinn er Dostojevskíj. Þótt ef til vill megi segja að bækur Dostojevskíj séu dramatíseraðar unglinga- bókmenntur þá höfðu þær mikil áhrif á mig, eins og Glæpur og refsing, Djöflarnir þar sem hann sagði fyrir um sósíalismann og Karamazov-bræðurnir. Nú er ég að lesa mjög áhrifamiklar og magnaðar bækur, þótt þær séu annars eðlis, og það eru bækurnar Uppsprettan eftir Ayan Rand og Undirstaðan eftir hana, sem hafa selst í milljónum eintaka um allan heim og haft mikil áhrif. Í UPPÁHALDI HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Dostojevskíj er einn af uppáhalds- höfundum hans. Tolstoy er annar höfundur í uppáhaldi. Morgunblaðið/Kristinn Dostojevskíj

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.