Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 59
10.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Margir hjá guði nota farartæki. (9) 4. Drykkjarílát barna til að geyma inni á sér? (8) 8. Viðkvæði lært sem markmið. (9) 10. Sjá lítinn mág úr KA með grænmeti. (8) 13. Ruglist af fallegum. (9) 15. Fer járn með í meni hjá þeim sem vill breyta heiminum. (9) 16. Þú sem Færeyingur og Bandaríkjamaður færð fugl. (6) 17. Erlendur maður sem spilar spil. (5) 18. Lykta tátur af kisum. (9) 20. Breyttist í partí út af geymslu. (10) 24. Skjalið um fatnaðinn. (7) 27. Þrenna vegna Akureyrar og rásar. (8) 28. Skólaðir Elí einhvern veginn í mismunandi. (11) 30. Kalla aftur og góla yfir frenju. (6) 33. Grafir áfjáðar í að vera þreytandi. (10) 34. Karlar með engan frið eru þeir sem valda uppþotum. (11) 35. Sjá mött rúða! Ger við í búningi. (10) 36. Óvarin borg gefur ávöxt. (6) 37. Stúkaði af sölusvæði. (9) LÓÐRÉTT 1. Eyru Slafa taka við líkt og ílát. (9) 2. Stök eggja þjáðan. (7) 3. Eltir yður blandaður og rauður. (9) 5. Skapverstir með Argonloft með títaníum (7) 6. Stöðugt efni eða L-loft? (7) 7. Skapvond yrði út af skömmum. (7) 9. Ójafn hefur misst aftur frið. (7) 11. Þögull með álfana að sögn. (7) 12. Koma auga á tvær stærðir og smokra. (7) 14. Sýnir gang með rýmismáli. (6) 19. Aðdáun á mælingarhugtaki veldur ósamkomulagi. (7) 21. Þór ruglast eftir meðvitundarleysi við ker. (6) 22. Treg lærði um eir síðar. (10) 23. Darwin verður íslenskari við að komast í bor hjá góðum félaga. (10) 24. Ekki mjög kvalin vegna smæðar sinnar. (9) 25. Heilsuðuð með því að stama nafn drottins. (7) 26. Stúlkan æpir við hreyfingu hljóðfærisins. (7) 29. Ósanngjarnar reglur stjórna þegar maður er ekki orðinn 18 ára. (8) 31. Kvæði sem er skilyrt einhverju er dár. (7) 32. Hergöngulag dvelji hjá ímyndaðri veru. (7) Víkingaklúbburinn, félagsskapur sem stofnaður var í kringum „vík- ingaskák“, er Íslandsmeistari skákfélaga eftir harða baráttu í Hörpunni um síðustu helgi. Vík- ingaskák hefur aldrei náð mikilli útbreiðslu en komst í fréttirnar við slit „einvígis aldarinnar“ 1972 þegar þeim Fischer og Spasskí var gefið sitt eintakið hvorum af tafl- inu. Forsprakkar Víkinga- klúbbsins eru kunnir meistarar, Gunnar Freyr Rúnarsson og Dav- íð Kjartansson og halda þeir tryggð við stofnskrána sem höf- undur víkingaskákarinnar, Magn- ús Ólafsson, samdi. Þegar Magnús lést lét hann eft- ir sig umtalsverðar eignir sem m.a. renna til þátttöku Víkinga- klúbbsins á Íslandsmóti skák- félaga. Sigurliðið sem hlaut 41 ½ vinning af 56 mögulegum var skip- að Úkraínumanninum Pavel Elj- anov, Pólverjunum Bartosz Socko, Gregorz Gajewskii og Marcin Dziuba og Hannesi Hlífar Stefánssyni, Stefáni Kristjáns- syni, Birni Þorfinnssyni og Magnúsi Erni Úlfarssyni. Átta lið kepptu í efstu deild og varð Tafl- félag Reykjavíkur í 2. sæti með 38 vinninga, Skákfélag Bolung- arvíkur í 3. sæti með 3 6 ½ vinn- ing og Taflfélag Vestmanneyja í 4. sæti með 34 ½ vinning. Þessi fjögur lið héldu öll möguleikum á sigri fram á lokadag keppninnar. Í 2. deild sigraði Goðinn-Mátar, b-sveit, í 3. deild b-sveit Víkinga- klúbbsins og í 4. deild Bridsfje- lagið. Um 400 skákmenn tefldu í Hörpunni um helgina og lauk þar magnaðri skákveislu í stórkost- legum húsakynnum. Óvæntustu úrslit mótsins voru þegar Andri Áss Grétarsson vann Jóhann Hjartarson. Skákir úr Ís- landsmótinu liggja enn ekki fyrir en af mörgu er að taka frá Reykja- víkurskákmótinu. Eins og fram hefur komið náði Hannes Hlífar sér vel á strik og vann marga góða sigra. Hann lagði t.a.m. félaga sinn úr Víkingaklúbbnum í átt- undu umferð: 29. Reykjavíkurskákmótið 2013: Hannes Hlífar Stefánsson – Bar- tosz Socko (Pólland) Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 Uppskiptaafbrigði Spænska leiksins. Hannes tefldi síðast gegn því á Reykjavíkurmótinu 2010. 5. … dxc6 5. O-O Dd6 6. Ra3 b5 7. c3 c5 8. Rc2 Bb7 9. a4 Tiltölulega máttlaus leikur en 9. d4 sem er algengast gefur heldur ekki mikið. 9. … Rf6 10. axb5 axb5 11. Hxa8 Bxa8 12. Ra3 Bxe4 13. Rxb5 Dc6 14. Ra3 Bd6 15. Rc4 Bxf3 16. Dxf3 Dxf3 17. gxf3 Kd7 18. He1 Ha8!? Byggir á hugmyndinni 19. Rxe5+ Bxe5 20. Hxe5 Ha1 21. He1 c4! o.s.frv. 19. d3 Ha1 20. Kf1 Rd5 21. Ke2 Ha8 22. Kd2 f6 23. Kc2 h5 24. Be3 g5 Vinningsmöguleikar svarts eru aðeins betri í þessari stöðu því peð- in á kóngsvæng gefa ýmsa mögu- leika. 25. Rd2 g4 26. Re4 Kc6 27. Bd2 Hf8 28. Rg3 gxf3 29. c4 Rf4 30. Rf5 30. Bxf4 exf4 31. Rxh5 kom til greina en eftir 31. .. Be5 er ridd- arinn á villigötum. 30. … Re2 31. Rh4 Rd4 32. Kd1 Ha8 33. Bc3 Re2 34. Rxf3 Rxc3 35. bxc3 Ha3 36. Kd2 Ha2 37. Ke3 f5 38. Hg1 Hc2 39. Hg6 Kd7 40. Hf6 f4 41. Ke4 Hxf2 42. Rxe5 Ke7 43. Kf5 f3 -sjá stöðumynd- 44. h4?? Það er ekki útilokað að Socko hafi talið sig getað teflt til vinnings í þessari stöðu. Jafntefli og ekkert meira var að fá með 44. Rg6+ Kd7 45. Ke4 o.s.frv. 44. … Bxe5 45. He6+ Kf7 46. Hxe5 He2! - Laglegur hnykkur í lokin. Socko gafst upp þar sem hann ræður ekki við f-peðið, t.d. 47. Hf6+ Ke7 48. Kg5 He5+ 49. Kg6 He6 með upp- skiptum á hrókum. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Víkingaklúbburinn er Íslandsmeistari skákfélaga Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðil í umslagi merktu: Kross- gáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 10. mars rennur út á hádegi 15. mars. Vinningshafi krossgát- unnar 31. febrúar er Guðrún Halldórsdóttir, Skólavörðustíg 23, Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Útlaga eftir Jakob Ejersbo. JPV gef- ur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.