Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Qupperneq 60
„Fullkomin,“ sagði aðstoðarþjálfari Real, Aitor Karanka, beðinn um að lýsa frammi- stöðu Varane í leiknum. Í seinni leiknum í Katalóníu skoraði hann aftur, með skalla eftir horn, í 3:1 sigri. Þvílíkt efni, sögðu menn. Og það eru eng- ar ýkjur að drengurinn er ótrúlega góður miðað við aldur. Hann fagnar tvítugsafmæl- inu 25. apríl í vor. Engan sem séð hefur Frakkann leika undanfarið skyldi undra að sjálfur Mourinho hefur lýst því yfir að í Varane hafi Real tryggt sér afburða varnarmann til næstu tíu ára. Hann er 191 cm hár, góður skallamaður, gríðarlega fljótur og hefur góða knatttækni. Er jafnan rólegur og yf- irvegaður og sýnist oftast mun eldri og reyndari en raunin er. Gert var ráð fyrir því að Varane yrði að gera sér bekkjarsetu að góðu hjá Real í töluverðan tíma enda spænski landsliðsmaðurinn Sergio Ra- 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2013 Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, hefur fylgst spenntur með Var- ene. „Hann er mun þroskaðri sem knatt- spyrnumaður en árin 19 gefa til kynna,“ sagði franski landsliðsþjálfarinn, eftir leik Real og Manchester United í Evr- ópukeppnini í Old Trafford. Mistökin skipta ekki máli „Frammistaða hans var mjög athyglisverð í leik sem jafnast á við sjálfan úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ sagði Deschamps í samtali við franska dagblaðið Le Parisien eftir viðureignina. Þjálfarinn gerði lítið úr mistökum varnarmannsins unga áður en United gerði fyrsta mark leiksins; sagði þau ekki skipta nokkru máli í stóra sam- henginu. Varane hefur enn ekki leikið með A- landsliðinu. Deschamps valdi hann í hóp- inn fyrir vináttuleik gegn Þjóðverjum í síðasta mánuði en vegna meiðsla lék Var- ane ekki. Þjálfarinn talar um Varane sem mann framtíðarinnar og vill, þrátt fyrir hólið, ekki ljóstra upp hvort hann verði í liðinu alveg á næstunni. „Hann verður að leika svona vel í langan tíma. Menn verða að sýna jafna og góða frammistöðu lengi til að teljast á meðal þeirra bestu.“ En Deschamps fékkst þó til að viðurkenna að Portúgalinn Pepe væri ekki „bara ein- hver leikmaður“ svo mikið væri í þann spunnið sem héldi honum úti úr liði Real. Framtíðin er komin Alvaro Arbelao, spænski landsliðsbakvörð- urinn gamalreyndi hjá Real, hefur hrifist af hinum unga, franska liðsfélaga sínum. „Strax þegar hann fór að æfa með okkur gerði maður sér grein fyrir því hve hann hefur mikla hæfileika frá náttúrunnar hendi; hraða og styrk, einnig mikinn leik- skilning, og svo nokkuð sem hann hefur ekki sýnt áhorfendum: hann er mjög góð- ur skotmaður með báðum fótum.“ Varane lék í fyrri bikarleiknum gegn Bar-celona vegna þess að Pepe var meiddur og Sergio Ramos í leikbanni. Í haust var hann í raun fimmti í röð mið- varða hjá félaginu; Raúl Albiol var a.m.k. nær aðalliðinu og jafnvel gamla brýnið Ricardo Carvalho. Varane er maður framtíðarinnar. En þannig vill til að framtíðin er núna. Varane fagnar marki sínu gegn Barcelona ásamt José Mourinho, þjálfara Real Madrid. Til vinstri er Portúgalinn Pepe sem Varane sló út úr liðinu. AFP ÓVENJUÞROSKAÐUR STRÁKURINN FRÁ LENS VERÐUR LYKILMAÐUR Í STERKU LANDSLIÐI FRAKKLANDS Í MÖRG ÁR EF FRAM FER SEM HORFIR. Varane á sér marga aðdáendur Nokkrum misserum eftir að franskagoðsögnin Zinedine Zidane kom tilstarfa hjá Real Madrid, sem náinn samstarfsmaður José Mourinhos þjálfara, keypti félagið ungan franskan varnar- mann, Raphaël Varane, frá Lens. Þetta var í júní 2011 og kaupverðið 12 milljónir evra að því talið var. Því var haldið fram í íþrótta- dagblaðinu El Mundo Depor- tivo (sem gefið er út í Barcelona borg vel að merkja) að kaupin væru „pólitísk“ að því leyti að með þeim vildi félagið gleðja Zidane og sýna umheiminum að hann hefði áhrif inn- an félagsins. „Fullkomin frammistaða“ Umfjöllunin var sem sagt ekki í sérlega jákvæðum tóni. Það var því kaldhæðni örlaganna að þegar Varane þessi mætti liði Barcelona í fyrsta skipti fyrir nokkr- um dögum var hann valinn besti maður vallarins! Það var í fyrri undanúrslita- leik liðanna í spænsku bikarkeppninni. Snillingarnir í Katalóníuliðinu komust hvorki lönd né strönd gegn Varane og samherjum hans í vörninni á Bernabeu-leikvanginum í Madríd. Til að kóróna frábæra frammi- stöðu gerði sá franski mark Real í leiknum, sem lauk með 1:1 jafntefli. Varane er enn aðeins 19 ára og varð þarna næst- yngsti leikmaður Madrídarliðsins til að skora gegn Barcelona. mos og Pepe sá portúgalski engir aukvisar sem miðvarðapar. Enda varð Frakkinn að bíða eftir tækifærinu. Kom að vísu lítillega við sögu í fyrravetur en fyrsti „stóri“ leik- urinn var gegn Manchester City í Meist- aradeildinni 27. september í haust. Hann var í byrjunarliðinu, stóð sig eins og hetja í 3:2 sigurleik, lék annað slagið eftir það og kom t.d. við sögu í fimm af sex leikjum Real í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Ferguson vildi hann líka! Rétt er að Real keypti Varane á sínum tíma að ráði Zidanes en ekki eingöngu til að gleðja þann góða dreng. Zidane vissi að Manchester United hafði sýnt stráknum áhuga og fullvissaði Florentiono Perez, for- seta Real, um að Varane yrði besti mið- vörður Frakka síðan Laurent Blanc var og hét. Enginn átti þó von á að frami hans yrði svo skjótur. „Ég sagði honum í byrjun leiktíðarinnar að hann yrði örugglega einn besti mið- vörður í heimi eftir nokkur ár,“ sagði Portúgalinn Pepe á dögunum. Nú er svo komið að Varane hefur slegið Pepe út úr liðinu! Mourinho getur ekki annað en valið hann í liðið! AFP Varane var frábær gegn Barcelona í byrjun mánaðarins. Hér hefur hann betur gegn Lionel Messi, argentínska undramanninum sem varnarmenn Real náðu að halda algjörlega í skefjum í leiknum. Varanlegur varnarmaður FRANSKI UNGLINGALANDSLIÐSMAÐURINN RAPHAËL VARANE HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í VÖRN REAL MADRID UPP Á SÍÐKASTIÐ. Raphael Varane og Robin van Persie hjá Man- chester United. AFP „Ég vil auðvitað ekki að Rooney fari til liðs utan Bretlands, en ef hann gerir það reikna ég með að það verði erlendis.“ Ian Wright, fv. framherji Arsenal, um enska landsliðsmanninn Wayne Rooney. Boltinn SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.