Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 64
SUNNUDAGUR 10. MARS 2013 Fermingartilboð á iPhone 5 og gjöf frá Vodafone fylgir með Þín ánægja er okkar markmið iPhone 5 Með stærri skjá en fyrri útgáfur, auk þess að vera þynnri, léttari og öflugri. 129.990 kr. 11.990 kr. á mán.* *M.v. 12. mánuði. Við afborgunarverð bætist greiðslugjald, 340 kr. á mánuði. Boladagurinn var haldinn á samfélagsmiðlinum Twitter í þriðja sinn á föstudag. Íslenski twitterheimurinn fer stækkandi og var metþáttaka þetta árið en allir sem vildu gátu verið með. Í stuttu máli gengur Boladagur út á að Íslendingar trufli erlendar stór- stjörnur og reyni að fá svar frá þeim á Twitter með öllum til- tækum ráðum. Þátttakendur fara margir hverjir óvenjulegar leiðir til að ná til hinna erlendu stórstjarna. Íslandsvinurinn Russell Crowe hafði í gær svarað þessum truflunum í formi tísts í gríð og erg frá aðdáendum auk þess sem fjölmiðlateymi Toms Cruise virðist hafa tekið við sér. Þá kom í ljós að mamma Russells Brands er mikill Íslandsvinur. Úrslit verða kunngjörð á mánudagskvöldið á Sportrásinni á Rás 2. AFP BOLADAGURINN Á TWITTER Íslendingar angra fræga Mamma Russells Brands, Barbara Elizabeth, hefur komið til Íslands. Það kom í ljós á Boladeginum. AFP Glenn Hughes, fyrrverandi söngvari og bassaleikari Deep Purple, svaraði kall- inu frá Friðriki Inga, fram- kvæmdastjóra KKÍ, sem er mikill aðdáandi. „Fuglinn heitir Birgitta Haukdal. Úlfur Bjarni sonur minn er mikill Eurovision-aðdáandi og við feng- um hana rétt fyrir keppnina í ár. Við áttum Heru Björk á undan en hún flaug á vit ævintýranna,“ segir Sunna Valgerðardóttir fréttakona sem á glæsilegan páfagauk. Sunna er mikill aðdáandi páfa- gauka og hefur haft fugl í sínu lífi frá því hún var aðeins fimm ára gömul. Það þarf ekki að koma á óvart að Úlfur hélt með Birgittu í Eurovisi- on. „Þegar það gekk ekki upp var minn maður frekar fúll. Eins og þegar það gekk ekki upp hjá Heru á stóra sviðinu á sínum tíma.“ Sunna segir að hún ætti kannski bara að breyta nafninu aftur í Heru í tilefni af velgengni hennar á alþjóðlegum vettvangi. „Okkar Hera flaug bara til Síle til að að- stoða nöfnu sína. Hún er farin blessunin,“ segir Sunna. Hún segir að Birgitta sé frábær fugl og hvers manns hugljúfi. „Hún er alveg sú besta, voðalega gæf og skemmtileg. Fer með manni í sturtu og les með okkur á kvöldin. Páfagaukar geta alveg verið pirrandi en þeir þagna þegar það er sett teppi yfir búrið. Aðalmarkmiðið er að kenna henni að tala. Það hefur aldrei gengið hjá mínum fuglum en við ætlum að reyna með Birgittu.“ GÆLUDÝR VIKUNNAR Langar að kenna henni að tala Úlfur Bjarni, Sunna og páfagaukurinn Birgitta Haukdal saman á góðri stundu. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Íslandsvinurinn Paul Rudd er eins og þeir félagar. Með gott bros. Bergþór Pálsson er einnig með bros sem bræðir. Leikarinn Valur Freyr Einarsson er með fallegt bros.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.