Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2013 Ferðalög og flakk É g öðlaðist ómetanlega reynslu meðan á þessu verkefni stóð og varð um leið ástfangin af landi og þjóð. Indverjar eru yndislegt fólk og ekki síður tíbetsku flóttamenn- irnir sem við hittum. Þessi ferð var einstaklega nærandi fyrir sálina.“ Þetta segir Signý Ásta Guð- mundsdóttir læknanemi sem var tæpan mánuð við læknisstörf í hlíð- um Himalaja-fjalla fyrir skemmstu. Sjötta árs nemar í læknisfræði í Háskóla Íslands fá tólf vikur í val og eru hvattir til að fara út fyrir þægindarammann, eins og Signý orðar það. Ekki þurfti að segja henni það tvisvar. „Ég skoðaði heimskortið og langaði mest að fara til Asíu,“ segir Signý sem brimaði á öldum netsins ásamt tveimur vin- konum sínum úr náminu, Rögnu Sif Árnadóttur og Valgerði Þorsteins- dóttur. Þar fundu þær samtökin Hi- malayan Health Exchange sem standa reglulega fyrir ókeypis læknisþjónustu í hlíðum hæsta fjall- garðs í heimi, Himalaja. Þær fengu strax jákvæð svör og frá því var gengið að þær færu utan í byrjun febrúar síðastliðins. Signý hélt raunar af landi brott á nýársnótt en hún var við læknastörf á eyjunni Borneó í einn mánuð. Sú dvöl stóðst á engan hátt samanburð við Hi- malaja. Á sumarkjól í kuldanum Frá Borneó flaug Signý til Delí á Indlandi til að hitta vinkonur sínar. Ekki tókst betur til en svo að ferða- taskan hennar týndist með öllum fjallaklæðnaði og -búnaði. „Það var hræðilega vandræðalegt að standa þarna á sumarkjól og sandölum og vera á leið í kuldann uppi á fjöll- um,“ segir Signý og hlær við til- hugsunina. Henni var þó síst af öllu hlátur í huga á þeim tímapunkti enda ferðin í uppnámi. Flogið var norður í land til Chan- digarh, þaðan sem ekið var til Bi- laspur, þar sem stöllurnar hittu aðra í teyminu, sextán læknanema á lokaári og sex lækna, flesta frá Bandaríkjunum. Signýju leist ekk- ert á blikuna, íklædd föðurlandi sem hún fékk að láni frá vinkonu sinni. Til að bæta gráu ofan á svart hafði farsímanum hennar verið stol- ið á Borneó og gekk henni fyrir vik- ið erfiðlega að láta vita af sér heima á Íslandi. „Mömmu og pabba hefur örugglega verið hætt að standa á sama.“ En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og á sjötta degi, rétt áður en lagt var í hann upp Hi- malaja, skilaði taskan sér. „Þvílíkur léttir!“ Harðgert fólk Allt var klárt og ferðin hófst með ökuferð fjarri mannabyggðum. Hi- malayan Health Exchange setur upp farandtjaldbúðir á ýmsum stöð- um í fjallgarðinum fyrir nærliggj- andi byggðir. Koma læknanna er auglýst með góðum fyrirvara enda þurfa flestir að fara langan veg til að færa sér þjónustuna í nyt. Langt er á næsta spítala en þangað leitar fólk yfirleitt ekki nema í sárri neyð. „Það er mjög harðgert fólk sem býr í Himalaja-fjöllum,“ segir Signý og bætir við að flestir sem til þeirra komu hafi verið með svipaða kvilla og fólk sem leitar á heilsugæslu- stöðvar hér á landi. Á því voru þó undantekningar en Signý sá meðal annars fólk með berkla, holdsveiki og húðkrabbamein á lokastigi. Þá var talsvert um ský á augasteini og sjúkdóma sem stafa af háþrýstingi. Settar voru upp sextán búðir á 25 dögum og teymið sinnti samtals 2.738 manns. Hæst var farið í rúm- lega 2.000 metra hæð. Langar raðir mynduðust víðast hvar og dáðist Signý að þolinmæði fólksins. „Eitt- hvað hefði heyrst hérna heima,“ segir hún hlæjandi. Hún segir þakklæti hafa skinið úr hverju andliti. Tjáskipti gengu ágætlega, flestir sjúklingarnir töl- uðu hindi sem læknarnir skildu að vonum ekki. Ekki voru sérstakir túlkar með í ferðinni en bílstjórar læknateymisins sáu um þá hlið mála. Signý kveðst fljótlega hafa lært nokkur lykilorð í hindi og svo var það bara gamla góða táknmálið. „Það var mikið um leikræn tilþrif, stundum leið mér eins og ég væri að spila Actionary.“ Á hundruðum ljósmynda Vesturlandabúar eru ekki á hverj- um steini í Himalaja-fjöllunum, allra síst ljóshærðar konur, og Signý segir heimamenn hafa ljósmyndað sig grimmt. „Ég er á hundruðum myndavélasíma í Himalaja, ef ekki þúsundum.“ Kokkar fylgdu hópnum og elduðu ofan í hann. „Maturinn var geggj- aður,“ segir Signý, dreymin á svip. „Ekki er óalgengt að fólk fái maga- kveisur á svona framandi slóðum en við sluppum algjörlega við það. Maturinn var eins og á besta hóteli og við rúlluðum eiginlega bara nið- ur fjallið aftur.“ Ekki voru guðaveigarnar síðri. „Bjórinn var rosalega góður – og fáránlega ódýr,“ segir Signý og flýt- ir sér að bæta við að hans hafi ver- ið neytt í miklu hófi. „Maður verður nú stundum að fá að slaka á eftir langan vinnudag!“ Svo var það teið. Það var kapítuli út af fyrir sig. „Þarna er drukkið heimsins besta te,“ fullyrðir Signý sem tók ýmsar tegundir heim með sér. Mikil náttúrufegurð Hópurinn náði aðeins að skoða sig um á leið milli tjaldbúða og Signý segir náttúrufegurðina mikla í LÆKNANEMI Á FERÐ Í HIMALAJA-FJÖLLUM Nærandi fyrir sálina SIGNÝ ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, LÆKNANEMI Á LOKAÁRI, FÓR EKKI TROÐNAR SLÓÐIR ÞEGAR HÚN HÉLT TIL HI- MALAJA-FJALLA EFTIR ÁRAMÓTIN TIL AÐ ANNAST SJÚKA. HÚN STEFNIR SKÓNUM AFTUR ÞANGAÐ Í SUMAR. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Skráning á joninaben@nordichealth.is og í síma 8224844 Detox meðferð með Jónínu Ben íþróttafræðingi og Ívari Haukssyni einkaþjálfara og golfkennara. Þau hafa tekið höndum saman og bjóða nú lúxus heilsu- og golfsumarfrí á Hótel Fairplay, Spáni. Meðferðin byggir á þekkingu og reynslu beggja og markmiðið er að slá tvær „kúlur“ í einu höggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.