Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Qupperneq 19
14.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
fjallasal Himalaja. Eina nóttina var
gist í tíbetsku munkaklaustri. „Það
er með fallegri stöðum sem ég hef
komið á.“
Þar lærði hún að spila krikkett
og í ljós kom að það er duldur hæfi-
leiki. „Mér gekk mjög vel,“ segir
hún hlæjandi.
Spurð um vegina þarna í fjöll-
unum sýpur Signý hveljur. „Þeir
eru svakalegir. Sumir segja þeir
verstu í heimi og bílstjórarnir yfir-
leitt ekkert að slá af. Manni varð
ekki um sel á köflum, það skal ég
fúslega viðurkenna.“
Um var að ræða sjálfboðavinnu
og þurfti Signý að greiða flugfar og
ákveðinn grunnkostnað sjálf. Gist-
ing og fæði voru á hinn bóginn
ókeypis og fyrir vikið segir hún
kostnað við ferðina í heild alls ekki
hafa verið svo mikinn.
Þegar Signý frétti að farin yrði
önnur ferð á vegum Himalayan
Health Exchange í ágúst sótti hún
um og fékk starfið. Þá verður hún
útskrifuð úr námi og fer sem full-
gildur læknir. Farið verður mun of-
ar í fjöllin í þeirri ferð, allt að 5.000
metrum, og mun meira verður um
göngu, auk þess sem notast verður
við asna. Signý fékk frí þennan
mánuð á Landspítalanum en kandí-
datsárið hennar verður þá hafið.
Kann hún húsbændum þar bestu
þakkir fyrir. Signý, sem verður eini
Íslendingurinn í þeirri ferð, getur
varla beðið. „Nú er bara að koma
sér í toppform fyrir fjallgöngur –
ekki mun veita af.“
Signý Ásta
Guðmunds-
dóttir og Ragna
Sif Árnadóttir
ásamt ungum
tíbetskum
munkum.
Stund milli stríða í fjöllunum kringum Kullu. Signý og vinkonur hennar nutu fegurðarinnar í fjallasal.
Dýrindismatur. Nýbakað naan- brauð og grænmetisréttir. Oft mynduðust langar biðraðir við búðirnar.
Signý Ásta ásamt tveimur vinnufélögum fyrir utan sjúkratjald 6. Síðasti vinnudagurinn á enda.
*Það varmikið umleikræn tilþrif,
stundum leið
mér eins og ég
væri að spila
Actionary.
Við bjóðum upp á 10 daga meðferð, 1. júlí - 11. júlí. Þið bókið ferðalagið
hjá Heimsferðum á sérstökum afslætti fyrir Heilsuhópinn og rúta nær í gesti
á flugvöllinn.
Flogið er til Malaga og gist á 5 stjörnu lúxus SPA golf-hóteli.
Sjá heimasíðu hótelsins, www.facebook.com/FairplayHotel.
Hér er gott tækifæri fyrir fólk að koma endurnært úr sumarfríinu sínu.
Við getum því miður ekki tekið við börnum yngri en 16 ára.
Heilsumatur eftir uppskrift Detoxlækna•
Fyrirlestrar um hugarfar, mataræði, hreyfingu og næringu•
Gönguferðir•
Leikfimi•
Slökun og öndunaræfingar•
Sundleikfimi•
Frjáls aðgangur að SPA deildinni, þar með talið Hammasböðum•
(aukalega greitt fyrir nudd og aðrar líkamsmeðferðir)•
Hóptímar í golfi fyrir byrjendur (ekki innifalið)•
Einkatímar í golfi (ekki innifalið)•
Ef menn kjósa að vera ekki í heilsufæði er það minnsta mál en kostnaður•
bætist ofan á verðið.