Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Page 23
14.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
E
f ég á að vera hreinskilinn
þá er það við fataskiptin
sem kuldinn bítur á mann.
Í sjónum er ég á fullu og
svitna mikið. Það eru aðeins hend-
ur og fætur sem kólna meira. Ég
sef í tjaldi eða bíl og get aldrei
þurrkað blautbúninginn almenni-
lega. Þannig að það að fara á fæt-
ur og fara í frosinn blautbúning
er í rauninni eina skiptið sem ég
finn fyrir kulda,“ segir Ian Batt-
rick sem nýverið gaf út bókina
Numb Cold Water Surfing. Ísland
leikur þar stórt hlutverk. „Ég
elska Ísland og fólkið er yndislegt.
Að geta skellt sér í sjóinn hvenær
sem er yfir sumartímann er
magnað en enn betra er að fara
yfir vetrartímann. Ekki skemmir
súkkulaðihjúpaður lakkrísinn,“
segir hann og skellir upp úr.
Bókina gerir Ian til að fá fólk
til að sleppa fram af sér beislinu.
Skella sér í smá ævintýri hvort
sem það er yfir eina helgi, eitt ár
eða jafnvel heila eilífð. „Bókin
sýnir sex ára ferðalög þar sem ég
er að leita að öldum sem eru ekki
troðnar af fólki. Tim Nunn vinur
minn tók allar myndirnar í bók-
inni sem er 208 síður.
Þarna erum við einir í nátt-
úrunni og segjum sögur af okkur
og öldunum. Við lentum líka í æv-
intýrum með birni, fjallaljón og
háhyrninga. Eldgos á Íslandi,
prófuðum slabbið í Skotlandi og
keyrðum marga daga í Noregi.
Þetta er í raun óður til þess sem
hefur ekki verið uppgötvað í heimi
brimbretta.“
Ian vill helst ekki segja hvar
hann var á brimbrettinu sínu hér
við land því hann segir að þegar
staðir eru nefndir þá fyllist allt af
öðrum brimbrettamönnum. „Það
er líka bara virðing fyrir heima-
mönnum.
Öldurnar hérna við íslensku
strandlínuna eru ekki eins stórar
og reglulegar og á öðrum stöðum.
En fjölbreytnin hér við land er
mikil og það að maður geti enn
fundið öldu sem maður hefur ekki
prófað og gert það nánast einn
hefur mikið aðdráttarafl fyrir
mig.“
Ian hefur grandskoðað alla
strandlínu Íslands til að leita að
öldum og sefur í bílaleigubíl á
meðan. „Það er nú aðallega vegna
verðlagsins,“ segir hann og hlær.
„Mér finnst bara betra að vakna
við hliðina á öldunum með allt
sem ég þarf við hliðina á mér.“
Ian hefur verið að þróa sinn
eigin blautbúning sem nota má í
köldum sjó og kallar hann Luna-
surf. „Ég prófaði nýjustu línuna í
janúar á Íslandi. Hann er 6,4
millimetrar að þykkt og virkaði
ótrúlega vel. Mér var allvega ekki
kalt,“ segir þessi hressi og káti of-
urhugi.
Maður með stáltaugar. Vaðið út í ískaldan sjóinn snemma morguns.
OFURHUGINN IAN BATTRICK
Elskar íslenskar
öldur og lakkrís
IAN BATTRICK HEFUR KOMIÐ TIL ÍSLANDS SÍÐUSTU SEX ÁR TIL ÞESS AÐ REYNA SIG VIÐ
ÖLDURNAR HÉR VIÐ LAND Á BRIMBRETTI. Í ÍSKÖLDUM SJÓ SKELLIR HANN SÉR ÚT Í OG
SEGIR AÐ HANN FINNI EKKI MIKIÐ FYRIR KULDANUM.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Ian segist finna mest fyrir kuldanum þegar hann fer í frosinn blautbúninginn.
Ljósmyndir/Tim Nunn
Öldurnar á Íslandi eru fjölbreyttar og óreglulegar, segir Ian.
Úti í ísköldum sjónum með bókina sína.
Sofið undir berum himni.