Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Qupperneq 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2013 Græjur og tækni Þ að er lítið mál að stofna til mikils kostnaðar við að gera vefsvæði fyrir þig eða fyrirtækið þitt. Klukku- stund hjá vefhönnuði og forritara kostar sitt, og það getur tekið langan tíma að gera umfangsmikinn vef vel úr garði. En stundum er það líka óþarfi. Flestir ein- staklingar og mörg minni fyrirtæki geta komist af með um- talsvert einfaldari og minni vefi, og oft á tíðum getur alger- lega óvanur byrjandi búið til mjög frambærilega heimasíðu á skömmum tíma, án nokkurrar sérþekkingar og með litlum tilkostnaði. Það fyrsta sem þarf að gera er að átta sig á því hvert er hlutverk vefsins. Er þetta kynningarvefur fyrir vöru, þjón- ustu eða persónu? Er þetta vefverslun? Er þetta upplýs- ingasíða fyrir Lionsklúbb? Ólíkar lausnir geta hentað ólíkum þörfum. Þegar þú hefur gert þér grein fyrir markmiðum vefsins er nauðsynlegt að velta því fyrir sér hvað á að vera á honum. Inniheldur vefurinn margar síður eða bara eina? Þarf vefurinn að vera uppfærður reglulega með nýju efni, eða breytist hann lítið á milli ára? Þarftu sérstakt lén, eða nægir þér að nota undirlén frá þjón- ustuaðila? Þegar þetta liggur fyrir er svo hægt að fara að skoða hvernig er best að gera vefinn úr garði. ALLIR GETA TJÁÐ SIG Á VERALDARVEFNUM Létta leiðin til að búa til eigin vefsíðu MARGIR HAFA ÞÖRF FYRIR AÐ HALDA ÚTI SINNI EIGIN HEIMASÍÐU. KANNSKI VILTU STOFNA LITLA NETVERSLUN TIL AÐ SELJA KÖKUSKREYTINGAR SEM ÞÚ BÝRÐ TIL Í FRÍ- STUNDUM, EÐA KENNA ÁHUGASÖMUM AÐ HNÝTA FLUGUR. KANNSKI ERTU UPP- RENNANDI SKÁLD OG VILT KOMA LJÓÐUM ÞÍNUM Á FRAMFÆRI, EÐA SMIÐUR SEM VILL FLEIRI VERKEFNI. Í ÖLLU FALLI ERU MARGAR LEIÐIR FÆRAR ÞEGAR KEMUR AÐ ÞVÍ AÐ SETJA UPP VEFINN ÞINN. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com WordPress er sennilega algengasta vef- umsjónarkerfið sem er í notkun í dag, en það er notað til að keyra um 17% allra vefja í heiminum. Kostir þess eru margir. Það er mjög einfalt í notkun, en býður upp á gríðarlega mikla möguleika. Þrátt fyrir að WordPress hafi upphaflega verið hannað sem einfalt bloggkerfi, þá er það nánast fullbúið vefumsjón- arkerfi í dag og getur ráðið við að halda utan um mjög stóra og efn- ismikla vefi. Þá er það ótvíræður kostur við WordPress að mörg fyrirtæki sérhæfa sig í að búa til einfaldar viðbætur fyrir kerfið sem gera þér kleift að innleiða ýmiskonar sérlausnir fyrir vefinn þinn, og hægt er að láta forrita sérlausnir fyrir vefinn ef á þarf að halda. Hægt er að fá einfalda útgáfu fyrir blogg, og setja upp síðu hjá WordPress þér að kostnaðarlausu. Ef þú vilt hins vegar njóta allra þeirra kosta sem WordPress býður upp á þarftu að kaupa þér lén og hýsingu, en það er mjög einfalt að ráða fram úr því með aðstoð WordPress. Þá er auðvelt að breyta útliti vefsins með fjölda svokallaðra þema, sem eru fyrirfram hannaðir útlitsstaðlar fyrir vefinn. Mikill fjöldi þema er í boði. Með WordPress að vopni er nánast öruggt að vefurinn þinn getur vaxið til frambúðar og tekið við nýjungum án teljandi vandræða. Þá eru margir sérfræðingar, bæði hér heima og erlendis, sem sérhæfa sig í gerð WordPress-vefja, ef þú ákveður seinna meir að færa út kvíarnar, eða lendir í vandræðum. www.Wordpress.com Wordpress Squarespace er þjónusta sem er í uppáhaldi hjá mörg- um. Þar er mikið lagt upp úr að skapa einstakt og fal- legt útlit fyrir vefinn þinn. Squarespace býður upp á mikla möguleika í framsetningu efnis og fjölda af inn- byggðum lausnum fyrir vefverslanir, ljósmyndagallerí, eða aðrar sérþarfir. Kerfið er hannað með leitarvél- arbestun í huga og er auðvelt að passa upp á að leit- arvélarnar finni efnið þitt. Hægt er að stofna marga notendur fyrir hvern vef svo auðvelt er að láta marga einstaklinga sjá um að uppfæra vefinn. Þá er auðvelt að fylgjast með tölum um heimsóknir með þægilegu greiningartóli sem er innbyggt í kerfið. Squarespace býður upp á mikla möguleika fyrir vefi sem þurfa að geta vaxið og dafnað. www.Squarespace.com Squarespace Ef þú þarft bara einfalda vefsíðu sem inniheld- ur helstu tengslaupplýsingar um þig, þá er vert að skoða svokallaðar nafnspjaldasíður á borð við About.me og Flavors.me (sem eru mjög sambærilegar). Þar er boðið að birta eina mynd, ásamt helstu upplýsingum og tengingum við helstu samfélagsmiðla. Það er kjörið að skapa slíkar síður til að nota í undir- skrift tölvupósta, eða til að safna saman á einn stað tengingum á alla samfélagsmiðla. Þetta getur líka verið ágætis lausn fyrir fyr- irtæki sem þurfa ekki að sýna mikið þjónustu- framboð, en vilja vera finnanleg á netinu. Uppsetning á slíkum síðum er mjög einföld. www.About.me www.Flavors.me About.me / Flavors.me Ef þú þekkir vel til Google Docs, þá kann Google Sites að henta þér vel. Eins og önnur þjónusta frá Google er hún ókeypis og einföld í notkun. Það er auðvelt að byggja ansi umfangsmikinn vef með mörgum undirsíðum með því að nota Sites, og hægt að tengja kerfið við annað þjónustuframboð Google. Útlit og efnisframsetning er þó ekki til að hrópa húrra fyrir, en hentar ágætlega fyrir efn- ismiklar síður sem þarf að vera hægt að bæta við með einföldum hætti. www.Sites.Google.com Google Sites Meiri virkni, minna mas. Ef þú vilt búa til þægi- legan og fagmannlegan vef er Weebly ágætur kostur með einfalt notendaviðmót. Mikið er til af þemum sem hægt er að nota, eða breyta til að búa til sérhæft útlit. Hægt er að færa efni til um vefinn með einföldu draga og sleppa (drag n’drop)-viðmóti. Það er boðið upp á mikið af sérhæfðum viðbótum, svo sem bloggviðbót og vefverslunarviðbót sem er auðvelt að tengja við vefinn og talsvert mikið í boði fyrir ókeypis út- gáfuna. Weebly-þemu aðlaga sig sjálfkrafa að ólíkum skjástærðum, svo sem fyrir síma og spjaldtölvur. www.Weebly.com Weebly Wix er annar kostur sem er einfaldur í notkun en býður upp á töluverða möguleika. Wix býður upp á fjölda þema og mikið af viðbótum sem hægt er að bæta við vefinn. Wix leggur talsvert upp úr tengingum við samfélagsmiðla og það er mjög auðvelt að laga útlit vefsins að því sem þér þóknast, því hægt er að breyta nánast öllu í útliti vefsins. Þá má finna mikið af myndböndum á síð- unni sem kenna undirstöðuatriðin við að setja upp vef með hjálp Wix. www.Wix.com Wix Jux er spennandi viðmót sem býður þér upp á að sérsníða hverja síðu, hvern bloggpóst eða efni. Mikið er lagt upp úr því að gera vefinn þinn aðlaðandi með stórum myndum og hönnun sem miðar við að vera notuð í fullri skjástærð. Kostir Jux eru ekki síst hve auðvelt er að búa til vefi sem líta mjög vel út á snjallsímum og spjaldtölv- um. www.Jux.com Jux Eitt vinsælasta bloggkerfið í dag er Tumblr, en það hefur nokkra stóra kosti. Það er ótrúlega auðvelt að byrja, það sameinar kosti vefsíðu og samfélagsmið- ils, það er mjög einfalt að breyta útliti þess, en mikill fjöldi þema er í boði. Þá er auðveldlega hægt að tengja það við önnur forrit, svo sem símaforrit og nota Tumblr til að birta efni þaðan. Hægt er að velja Tumblr blogg til að fylgjast með og skoða í tímalínu með svipuðum hætti og Twitter. Þessi samfélagsmiðlateng- ing þjónustunnar hefur gert það mjög vinsælt hjá yngri notendum. Tumblr er mjög þægilegt til þess að deila ýmiskonar efni, svo sem texta, ljósmyndum, hljóðskrám og myndböndum, en virkni þess er nánast einskorðuð við það. www.Tumblr.com Tumblr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.