Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Qupperneq 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Qupperneq 39
14.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 T ískustraumar eldast misjafnlega og fæ ég seint leið á að rifja upp tískustrauma sokka- bandsáranna sem náðu ákveðnum hápunkti í kringum 2000. Ég var dálítið að vinna með Tark-buxur og eitthvað sítt yfir rassinn á þessu tímabili. Þessi unga og óreynda kona hélt að hann myndi virðast mun minni ef honum væri pakkað inn í nokkur lög af fataefnum. Þarna var ekki búið að kenna okkur að þrýsta innyflunum (og fitunni) inn með rándýrum aðhaldsfötum og þetta var líka áður en ég áttaði mig á því að það gerir ákaflega lítið fyrir útlitið að borða brauð með túnfisksalati og „hreinan“ appels- ínudjús í fernu í morgunmat. Þar sem lukkudísirnar vaka alltaf yfir mér var Þor- björg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur (og síðar metsölu- bókahöfundur) send til mín stuttu síðar. Eftir að hafa mælt mig hátt og lágt tók hún af mér sykurinn í ákveðinn tíma og sitthvað fleira sem gerði það að verkum að lífið varð einhvern veg- inn miklu ánægjulegra. Ég er ekki hætt að borða sykur. Ég reyni að borða hann ekki í hvert mál alla daga ársins, heldur spari. Það felast nefnilega ákveðin lífsgæði í því að geta keypt sér föt án þess að þurfa alltaf að troða sér í stærstu stærðina og sjálfstraustið eykst hjá fólki þegar því líður vel. Ég þreytist ekki á að halda því fram að það sé skemmtilegra hjá fólki með gott sjálfstraust því það leyfir sér að fram- kvæma það sem hinir láta sér nægja að hugsa um. Á dögunum kom út bókin Lág kolvetna lífsstíllinn eftir Gunnar Má Sigfússon einkaþjálfara. Bókin rataði strax á metsölulista Eymundsson og ekki leið á löngu þar til ljósabekkjabrúnn næringarfræðingur reis upp á afturlappirnar og vísaði í löngu úreltan fæðupíramída. Sá ljósabekkja- brúni vill endilega að við höldum áfram að dæla í okkur kornvörum og sykri og vill meina að það sé bara della að hafa próteinið í fyrsta sæti. Það sem er áhugavert við bók Gunnars Más er að hugmyndir hans um mataræði eru ekki ósvipaðar hugmyndum Þorbjargar Hafsteinsdóttur. Það sem Þorbjörg var að hugsa árið 2000 hefur því elst mun betur en tískustraumar þess tíma. Í vikunni var ég á fundi úti í bæ hjá stóru fyrirtæki og af einhverjum óskiljanlegum orsökum bárust 15 ára gamlir tískustraumar í tal. For- stjórinn lokaði umræðunni með þeim orðum að ég ætti endilega að taka mynd af mér í dressi dagsins. Að fatasamsetningin væri alveg að gera sig en bætti svo við: „Ég er samt ekki viss um að þú verðir jafn töff í þessum fötum eftir 15 ár.“ Ég efast ekki um að það sé rétt hjá honum blessuðum en eitt er þó víst að ef ég fylgi ráðum Þorbjargar er mun líklegra að ég komist í fötin eftir 15 ár. Mér finnst það vera lykilatriði … martamaria@mbl.is Mataræði sem stenst tímans tönn Hress hópur í afmæli Skjás eins árið 2000. Tískan hef- ur haldið áfram. Gamalt og gott. Mataræði sem stenst tímans tönn. Bók Gunn- ars Más Sigfús- sonar hefur sleg- ið í gegn. Þorbjörg Hafsteinsdóttir var ekki búin að skrifa þessa bók þegar ég fór til hannar árið 2000. Lífið er litríkt Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Útsölustaðir: Verslanir Húsasmiðjunnar, Verslanir ELKO , Byggt og Búið, Verslanir Ormsson, BYKOAkureyri, Þristur, Hljómsýn, Geisli, Skipavík, Kaupfélag Skagfirðinga og Johann Rönning, FOCUS ÖFLUGI ORKUDRYKKURINN Með koffín, gurarana og ginseng – fyrir orku, úthald og einbeitingu Góðar ástæður a Áhrifarík innihaldsefni - virkar samstundis a Freyðitöflur - 15 stk. Leystar upp í vatni þegar þér hentar a Aðeins 2 hitaeiningar í 100 ml a Inniheldur „electrolytes” - gott fyrir vökvajafnvægi líkamans a Ótrúlegt verð Hentar vel a Fyrir allar aðstæður sem þú gætir þurft á aukinni orku að halda a Alltaf við hendina – heima, í vinnunni, íþróttatöskunni, skólatöskunni, golfpokanum... Fæst í helstu apótekum brokkoli.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.