Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Síða 56
BÓK VIKUNNAR Meistarinn eftir Hjorth og Rosenfeldt er
spennandi bók um réttarsálfræðinginn Sebastian Bergman sem
rannsakar hrottaleg morð á konum.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Stundum leynast í bókasafninu bæk-ur um hin sértækustu efni. Égfann eina slíka á dögunum, Líf í
listum eftir Konstantín Stanislavskí í
tveimur bindum. Þýðinguna gerði Ás-
geir Bl. Magnússon og verkið kom út
árið 1956. Bókin er skiljanlega orðin
nokkuð snjáð enda áratugir síðan hún
kom út. Á þessi bók ennþá erindi við
mig? sagði ég við sjálfa mig og hóf lest-
urinn. Og ekki leið á löngu þar til ég fór
að muna. Ég hafði lesið þessa bók í
gamla daga og þá hafði hún hrifið mig á
alveg sérstakan hátt. Ég var bara búin
með nokkra kafla þegar ég vissi að hún
myndi hrífa mig á ný.
Konstantín Stanislavskí, rússneskur
leikari og leikstjóri sem lést árið 1938,
rekur í bókunum tveimur minningar
sínar tengdar leikhúsi og leiksýningum
og ræðir ítarlega
uppsetningar á
einstaka leikritum
og leikaðferðir.
Samkvæmt þessu
ætti verk hans
nær eingöngu að
heilla leikhúsunn-
endur. En það sem
Stanislavskí gerir
– og verður til
þess að verk hans
hlýtur að heilla svo miklu stærri hóp –
er að draga upp lifandi myndir af sam-
ferðamönnum. Þarna birtist Leo Tol-
stoj í öllu sínu veldi, nánast heilagur
maður, lýst er persónutöfrum Maxims
Gorkí og hið afar feimna tónskáld
Tsjaikovskí rekur svo einstaka sinnum
inn nefið en lætur sig svo fljótlega
hverfa því hann er alls ekki mannblend-
inn. Leikskáldið Anton Tsjekof fær
meiri umfjöllun en flestar aðrar persón-
ur og er það ómetanlegt fyrir hina fjöl-
mörgu aðdáendur snillingsins. Þeir fá
að kynnast honum sjálfum og við-
horfum hans til eigin verka. Þar kemur
ýmislegt á óvart.
Stanislavskí var þeim gáfum gæddur
að átta sig á því að í lífi hans voru stór-
brotnar persónur sem auðguðu hann og
aðra í kringum sig með verkum sínum.
Þessar persónur, nú löngu látnar, lifna
á síðunum í dásamlega læsilegum
endurminningum. Mikið er gott að eiga
þessar góðu æviminningar Stan-
islavskís í bókaskápnum. En það er líka
dálítið skrýtið til þess að hugsa að bók
eins og þessi, sem mikil perla, yrði aldr-
ei þýdd á íslensku í dag. Hún yrði ein-
faldlega ekki talin söluvæn.
Orðanna hljóðan
STÓR-
BROTNAR
PERSÓNUR
Líf í listum eftir Stanislavskí er bók sem
má alls ekki gleymast.
Anton Tsjekof
Gilitrutt og hrafninn er einstaklegafalleg bók sem byggist á brúðusýn-ingu eftir Bernd Ogrodnik sem val-
in var besta barnasýningin á Grímuverð-
launahátíðinni 2011. Kristín María
Ingimarsdóttir sá um myndvinnslu og bók-
arhönnun og Silja Aðalsteinsdóttir bjó ís-
lenska textann til prentunar en bókin kemur
einnig út á ensku. Brúðuleiksýningar um
Gilitrutt og hrafninn eru svo nýlega hafnar í
Þjóðleikhúsinu.
Flestir þekkja söguna um Gilitrutt. Jón og
Freyja eru hjón en Freyja er löt og verður
himinsæl þegar gömul kona býðst til að vinna
fyrir hana ull í vaðmál. Í staðinn þarf Freyja
að nefna nafn kerlingar, en það er hægara
sagt en gert.
Þetta er önnur bókin sem Bernd Ogrodnik
og Kristín María vinna saman, sú fyrri er
Pétur og úlfurinn sem hefur notið mikilla
vinsælda. „Það má segja að hugmyndin að
þessari bók byggist á fyrri bókinni, Pétri og
úlfinum,“ segir Kristín María. „Ég sá þá
brúðusýningu Bernds og þá vaknaði hjá mér
sú hugmynd að upplagt væri að gera fallega
bók út frá sýningunni. Sú bók varð að raun-
veruleika og síðan varð þessi bók til í fram-
haldi.
Minn bakgrunnur er í hreyfimyndagerð.
Galdurinn í hreyfimyndagerð og brúðleikhúsi
er að láta hlutina lifna við. Með brúðusýning-
unni lifnar allt við hjá Bernd og mitt hlutverk
er að láta ljósmyndirnar lifna á síðum bók-
arinnar en þær mega ekki verða eins og leik-
sýningin. Ég þurfti að fara með myndavélina
inn á leiksviðið, nánast eins og myndavélin
væri ein af leikurunum og draga fram mis-
munandi sjónarhorn. Um leið er ég að draga
lesandandann inn í bókina og heim hennar.“
Leikmynd Bernd Ogrodnikað að brúðuleik-
húsinu um Gilitrutt er aðallega gerð úr ull og
er 4 metrar á breidd og 3 metrar á hæð.
Brúðurnar eru svo tálgaðar úr íslensku birki.
Bernd segir: „Einhver myndi kannski spyrja:
Geta spýtukarlar snert fólk? Já, af því að fólk
tengir sig við brothættar alvörubrúður frem-
ur en fullkomna tölvugerða eftirlíkingu af
manneskju. Fólki finnst brúðan vera alvöru
og hefur trú á henni.“
Bernd er uppalinn í Þýskalandi en starfar
hér á landi og hefur einnig sterk tengsl við
Bandaríkin og Kanada. „Af hverju valdi hann
að vinna á Íslandi. „Á Íslandi er menningarlíf
mjög blómlegt og gæðin eru mikil,“ segir
hann. „Mér líður ótrúlega vel á Íslandi og
náttúran er mér stöðugur innblástur. Það eru
forréttindi að vera hér.“
Kristín segir samvinnu þeirra Bernd hafa
verið afar góða: „Mér finnst gaman að vinna
með honum. Þegar kemur að brúðuleikhús-
sýningunum ber hann mikla virðingu fyrir
áhorfendum sínum, hvort sem þeir eru fimm
ára eða fimmtugir. Hann leggur sig alltaf 100
prósent fram í öllu og á milli okkar er full-
komið traust.“
Bernd bætir við: „Við höfum unnið þessa
bók í góðri samvinnu og síðan taka foreldrar
og afi og amma við og bæta við sinni eigin
rödd þegar þau lesa söguna fyrir börnin og
fara með þeim í ævintýraferð.“
Kristín María segir: „Brúðleikhús og
hreyfimyndagerð er ekki síður fyrir fullorðna
en börn. Þannig er bókin alls ekki eingöngu
ætluð börnum. Hún er líka gefin út á ensku.
Hugmyndin með ensku útgáfunni er að sagan
höfði til útlendinga. Þetta er alþekkt íslensk
þjóðsaga sem útlendingar hefðu örugglega
gaman af að kynnast og bók sem margir vilja
mjög líklega gefa.“
BRÚÐUSÝNING ER ORÐIN AÐ BÓK
Ævintýraferð inn í bók
um Gilitrutt
Kristín María og Bernd „Brúðleikhús og hreyfimyndagerð er ekki síður fyrir fullorðna en börn.
Þannig er bókin alls ekki eingöngu ætluð börnum.“
Morgunblaðið/Ómar
BERND OGRODNIK OG KRISTÍN
MARÍA INGIMARSDÓTTIR UNNU
SAMAN AÐ BÓK UM GILITRUTT.
Eðli málsins vegna eiga ferðabækur oft hug minn allan, bæði
bækur sem segja frá ferðum annarra, sem og ferðahandbækur
sem leyfa mér að láta mig dreyma um framtíðina.
Af þeim fyrrnefndu er raunar ein mér alltaf
ofarlega í huga, en það er Last Chance to See
eftir Douglas Adams og Íslandsvininn Mark
Carwardine (sem raunar skrifaði á sínum tíma
ágæta ferðabók um Ísland, séð með augum dýra-
fræðings). Þar fara þeir um heiminn og leita að
dýrum í útrýmingarhættu, nokkuð sem á sínum
tíma kitlaði bæði náttúrufræðinginn mig og ferða-
langinn.
Af þeim síðarnefndu hef ég undanfarin misseri
verið ginnkeyptust fyrir bókum um gönguleiðir, hér heima og er-
lendis, og mæli með bókunum sem gefnar eru út af Cicerone
þegar kemur að langferðum á erlendri grundu.
Ég hef að undanförnu verið að gæða mér á afurðum jóla-
bókaflóðsins og er eins og aðrir afar hrifin af Ósjálfrátt eftir
Auði Jónsdóttur (sem að sínu leyti er líka saga um ferðalag).
Annars er ég alæta á bækur; val mitt fer oft á tíðum frekar eftir
því í hvaða skapi ég er en fagurfræði bókmenntanna sjálfra. Þess
vegna á ég erfitt með að gera upp á milli bóka og er yfirleitt
með nokkrar bækur í lestri hverju sinni. Ef ég lít yfir náttborðið
núna samanstendur skammturinn til dæmis af sænskum krimma
eftir Håkan Nesser, ævisögu Bjargar C. Þorláksson, Íslend-
ingablokk Péturs Gunnarssonar, krimma eftir Donnu Leon
og Ástinni á tímum kólerunnar, sem ég bara varð að lesa að
nýju.
Í UPPÁHALDI
ÓLÖF ÝRR ATLADÓTTIR
FERÐAMÁLASTJÓRI
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segist vera alæta á bækur, en ferða-
bækur eru vitanlega í sérstöku uppáhaldi.
Morgunblaðið/Frikki
Auður
Jónsdóttir
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2013