Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Síða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Síða 59
14.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Erfiði sem kemur á undan Kaupmannahöfn. (9) 4. Upp á skafa stara á þessum tíma? (10) 9. Steingrímur án mín finnur efnisyfirlit. (8) 11. Teikning Kana sýnir minnkun. (10) 12. Fáleiki er ekki hjá fugli. (5) 13. Frú Jósa náði að verða mjög kalt. (6) 15. Aðdáunarskrækur við rúmið kemur án þess að hvatt sé til þess. (7) 17. Viðbótin við skáldið út af kíkinum. (10) 18. Tíu enskumælandi við gilið sjá að endingu menn sem bera á milli. (10) 21. Fljótið ruglar það sem snertir. (7) 23. E í öðru veldi við sigti veldur sjúkdómnum. (6) 24. Hrópa á eftir stelpu. (5) 28. Var þjónn heila og það er hættulegt. (11) 29. Nakið rádýr finnur fæðu? (7) 31. Skást er að missa miðju fyrir reiða sem dragnast. (9) 32. Fór niður götu og eyðilagði. (10) 33. Varð verkfærataska purpurablá af klaufsku. (10) 34. Endið með urg með gömlu ensku sem er borgað. (11) 35. Dennis heldur það kósí við flækjast með erlendri. (10) 36. Skeljar sem við höfum tvær af. (8) LÓÐRÉTT 1. Ekki er gott fyrir köku að vera mjög nákvæm. (8) 2. Austantjaldsmaður drepur í skemmtitækjum. (10) 3. Mætt þeim sem er hrifinn af kynlífi. (9) 5. Dóp á þann sem getur orðið af goðaættum. (9) 6. Binding kinda byggir á hreyfingu peninga. (11) 7. Í suðaustri lýsi vera dauft. (6) 8. Sorg af óhreinkun í tilraun. (6) 10. Borgaði gamall fréttamaður fyrir auðar. (8) 14. Afi frá Ólafsfirði sér fjarlægð frá sólu. (7) 16. Nafn á internetinu fæði á málmi. (6) 19. Eltum skartgrip á netinu að hitara. (7) 20. Yrt einhvern veginn á tengilið með gamanmálum. (11) 21. Hefur dagblað um ættfræði. (7) 22. Guð klárast mikið í fyrstu á vinnustað. (11) 25. Önnur útfylling á krossgátu leiðir til björgunar. (10) 26. Þýdd fær einfaldlega aðrar í lýsingu á söng. (9) 27. Falið hross með staf sem er galdratákn. (9) 29. Staður á höfuðkúpu sem oft er gott lesa yfir. (8) 30. Kært tré getur orðið hjá brottrekinni. (7) Afrek Magnúsar Carlsens íáskorendamótinu, nýslegiðstigamet og aldeilis stór- kostleg framganga á skáksviðinu undanfarin misseri kallar á sam- anburð við annan risa skáksög- unnar, Garrí Kasparov, sem í dag, 13. apríl, fagnar 50 ára afmæli sínu. Kasparov komst hæst í 2.851 elo-stig en met Magnúsar stendur í 2.872 elo. Lengra nær samanburðurinn ekki í huga margra. Þegar Kasparov hætti opinberlega að tefla eftir sigur á Linares-mótinu árið 2005 hafði hann verið stigahæsti maður heims í 20 ár, teflt átta heimsmeistara- einvígi, átti að baki óslitna sigur- göngu á alþjóðlegum mótum og skildi eftir sig frábært verk á sviði skákbókmennta. Afskipti af fram- kvæmdahlið skákarinnar eru hins vegar umdeild; á pólitíska sviðinu rússneska hefur fullvissa hans um eigið ágæti ekki náð yfir til hátt- virtra kjósenda og tveir hjónaskiln- aðir gætu bent til þess að hann sé ekki mjög auðveldur í sambúð; fyrsta eiginkonan var „sett út á stétt“ í miðju heimsmeistaraeinvígi í London haustið 1993. Hvað varðar snilldarverk hans við skákborðið þá blikna bestu skákir Magnúsar Carl- sens í samburði við snilldarverk Kasparovs. Núverandi heimsmeist- ari, Anand, var Kasparov aldrei mik- il hindrun, staðan í viðureignum þeirra er 29:16. Norðmaðurinn á þó vinninginn á einu sviði; líkt og Fisch- er teflir hann allar skákir í botn og hann er líka heiðarlegri við skák- borðið. Á vettvangi einvígja er hann auðvitað óskrifað blað og hann verð- ur ekki „gerður upp“ með sama hætti og hinn fimmtugi Kasparov, sem greinarhöfundur telur þrátt fyrir allt mesta skákmann allra tíma. Ef bera á fram mögnuðustu skák Kasparovs stendur valið á milli skáka nr. 16 í HM-einvígjum nr. 2 og 3. árin 1985 og ’86 og skákar sem hann tefldi undir lok aldarinnar. Kannski kvaddi „klassíska skákin“ 20. öldina með þessari viðureign: Wijk aan Zee 1999: Garrí Kasparov – Veselin Topa- lov Pirc-vörn 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 Bg7 5. Dd2 c6 6. f3 b5 7. Rge2 Rbd7 8. Bh6 Bxh6 9. Dxh6 Bb7 10. a3 e5 11. 0-0-0 De7 12. Kb1 a6 13. Rc1 0- 0-0 14. Rb3 exd4 15. Hxd4 c5 16. Hd1 Rb6 17. g3 Kb8 18. Ra5 Ba8 19. Bh3 d5 20. Df4+ Ka7 21. Hhe1 Ólíkt því sem menn áttu að venjast hafði Kasparov í raun ekki margt fram að færa í byrjun þessarar skák- ar. Staðan má heita í jafnvægi. 21. … d4 22. Rd5 Rbxd5 23. exd5 Dd6 24. Hxd4! Fyrsta sprengjan fellur. Topalov sá atburðarásina fyrir, gat valið 24. … Kb6! sem heldur öllu í horfinu og sennilega gott betur en vildi láta reyna á réttmæti fórnarinnar. 24. …cxd4 25. He7+! Byggir á hugmyndinni 25. … Dxe7 26. Db6+ Bb7 27. Rc6+ Ka8 28. Da7 mát. 25. … Kb6 26. Dxd4 Kxa5 27. b4+ Ka4 28. Dc3! Dxd5 29. Ha7! Bb7 Þvingað þar sem 29. … Hd6 er svarað með 30. Kb1 sem hótar 31. Db3+ og mátar. 30. Hxb7 Dc4 31. Dxf6 Kxa3 32. Dxa6 Kxb4 33. c3+! Kxc3 34. Da1+ Kd2 35. Db2+ Kd1 36. Bf1! Hd2 37. Hd7!! „Hann er skrímsli með þúsund augu og þau sjá öll.“ – Tony Miles. Kasparov mun að eigin sögn hafa séð þessa stöðu og þennan leik fyrir er hann lék 24. Hxd4. 37. … Hxd7 38. Bxc4 bxc4 39. Dxh8 Hd3 40. Da8 c3 41. Da4 Ke1 42. f4 f5 43. Kc1 Hd2 44. Da7 – og svartur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Besti skákmaður allra tíma Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðil í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykja- vík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 14. apríl rennur út á hádegi 19. apríl. Vinningshafi krossgátunnar 7. apríl er Brynjólfur Magn- ússon, Lynghaga 2, Reykjavík. Hann hlýtur í verðlaun bókina Skýrsla 64 eftir Jussi Adler Olsen. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.