Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3 1. M A Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  125. tölublað  101. árgangur  EINKAÞOTUR, ÞYRLUR OG TUNGLFERÐIR GUÐUM LÍKUR Á ÖÐRUM FÆTI MJÖG ÁNÆGÐ MEÐ BYRJUNINA Á TÍMABILINU JETHRO TULL 38 ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR ÍÞRÓTTIRREYKJAVIK ROCKS 10 Vegabréfið sívinsælafylgir blaðinu í dag. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Eftirlit skattyfirvalda og skoðun á skattskilum ein- staklinga og fyrirtækja hefur skilað verulegum ár- angri og leitt til mikilla hækkana við endurákvörð- un á áður álögðum sköttum og gjöldum framteljenda. Á síðasta ári leiddi eftirlitið til þess að opinber gjöld voru hækkuð um 7.553 milljónir króna. Á tímabilinu frá árinu 2008 til 2012 nam hækkun skatta og gjalda samtals 22.972 milljónum. Þetta kemur fram í grein Guðna Björnssonar, viðskiptafræðings á eftirlitssviði ríkisskattstjóra (RSK), í Tíund, fréttablaði embættisins. „Þessu til viðbótar var yfirfæranlegt tap félaga lækkað um 8.813 milljónir kr. á árinu 2008, 1.269 milljónir kr. á árinu 2009, 86,1 milljón kr. á árinu 2010, 46.710 milljónir kr. á árinu 2011 og um 2.823 milljónir kr. á árinu 2012. Lækkun á yfirfæranlegu tapi á tímabilinu nam samtals 59.702 milljónum kr.,“ segir hann. Að meðaltali voru álögð gjöld í málum sem skatt- eftirlitið skoðaði hækkuð um sjö milljónir á árinu 2010 en tæpar 24,5 milljónir í fyrra. Í leiðara Tíundar fjalla Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Aðalsteinn Hákonarson, sviðs- stjóri eftirlitssviðs RSK, um skatteftirlit og und- anskot og segja embættið hafa „á undanförnum ár- um séð fjölbreyttari flóru af kynlegum skattskilum en nokkru sinni áður. Þar er á stundum rambað á barmi hengiflugs í hæpnum túlkunum á ákvæðum skattalaga, oft á grundvelli ráðgjafar frá aðilum sem atvinnu hafa af slíku“, segja þeir. Skattundanskot eru þjóðfélagsmein að sögn þeirra, „sem étur samfélagið innan frá. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að taka á slíku meini með skjótvirkum hætti. Enn eru sömu einstaklingar að hefja atvinnurekstur undir nýjum auðkennum þar sem gamla félagið er látið sitja eftir eignalaust með skattaskuldir. Er ástæða til að velta fyrir sér hvort ekki þurfi við þessar aðstæður skjótvirkari úrræði í stjórnsýslunni en nú eru fyrir hendi“. 78% segja skattundanskot mikil Einnig segja þeir ótrúlega marga hafa varið miklum fjármunum í skráningu félaga erlendis og til skattaráðgjafa við að halda leyndinni virkri. „Allt þetta er til að komast hjá skattgreiðslum sem á stundum eru svipaðar fjárhæðir og fara í margra ára umstang við þá umsýslu.“ Greint er frá niðurstöðum skoðanakönnunar í Tí- und sem sýnir að 78% landsmanna telja að skatt- undanskot séu mikil á Íslandi. Tæp 30% segja þau mjög mikil. 71% vill auka skatteftirlit RSK. Eftirlit skilaði milljörðum  Hækkun skatta vegna eftirlits nam 23 milljörðum á fimm ára tímabili  Samkvæmt könnun telja 78% landsmanna að skattundanskot séu mikil hér Heiti lækurinn í Reykjadal er aðgengilegasti náttúrulegi baðstaðurinn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og á skömmum tíma hefur umferð um hann, sérstaklega að vetri, margfaldast. Aukin umferð hefur leikið dalinn grátt og stjórnendur Landbúnaðarháskóla Íslands, sem er eigandi dalsins, hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Til stendur að taka efni úr skriðum til að bera í göngu- stígana en þar sem deiliskipulag fyrir svæðið liggur ekki fyrir er það óheimilt. Vinnu við tillögu að deiliskipulagi er nú að ljúka hjá sveitarfélaginu Ölfusi. Skipulagið og þær framkvæmdir sem þó hefur verið ráðist í hafa verið fjármagnaðar með átta milljóna króna framlagi úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og mótframlagi frá Ölfusi, Hveragerðisbæ og Eldhestum. Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og bygging- arfulltrúi Ölfuss, segir óskandi að fleiri ferðaþjónustuað- ilar legðu sitt af mörkum. Hann telur ekki vilja til að hefja gjaldtöku í dalnum. „Við höfum aftur á móti talað um að dalurinn eigi ef til vill ekki að vera opinn fyrir stórumferð nema ákveðinn tíma á ári eða eftir að- stæðum.“ Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Landbún- aðarháskólans í Ölfusi, telur að gjaldtaka komi til greina. Skólinn hafi ekki brugðist við fyrr vegna þess að mjög hafi verið skorið við nögl í fjárframlögum til hans og það hefði verið vonlaust fyrir hann að sækja um fjár- magn til úrbóta í dalnum. runarp@mbl.is »14-15 Vetrarumferð um Reykjadal hefur aukist mjög á stuttum tíma og það sést Morgunblaðið/RAX Rætt um að takmarka aðsókn  Vetrarumferð hefur margfaldast  Náttúran lætur á sjá  Gjaldtaka kemur til greina  Byrja á Rjúpnabrekkum  Maria Dama- naki, sjávar- útvegsstjóri Evr- ópusambandsins, er væntanleg hingað til lands í næstu viku og mun funda með Sigurði Inga Jó- hannssyni, sjávarút- vegsráðherra, á fimmtudag. Stjórnun makrílveiða verður til umræðu á fundinum. Á síðasta ráðsfundi sjávarútvegs- ráðherra ESB boðaði Damanaki að hún myndi við fyrstu hentugleika eiga fund með nýjum ráðherra sjávarútvegsmála á Íslandi til að kynnast viðhorfum hans. ESB hefur að svo stöddu hafnað þátttöku í trollleiðangri vísinda- manna til að kanna stofnstærð og útbreiðslusvæði makríls. »6 Damanaki vænt- anleg í næstu viku Maria Damanaki Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á síðustu árum hefur orðið spreng- ing í sölu á skyri á Norðurlöndum og salan meira en tífaldast í verðmætum og magni á 4-5 árum. Útlit er fyrir að tekjur Mjólkursam- sölunnar af beinni sölu og sérleyfum nemi um hálfum milljarði króna á þessu ári. Mörg lönd hafa óskað eftir samningi um leyfi til að fram- leiða skyr og má nefna Bretland, Þýskaland, Japan og Bandaríkin en þar er unnið að stórum samningi um sérleyfi, að sögn Jóns Axels Péturs- sonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS. En hvers vegna er skyrið svona vinsælt í þessum löndum? „Skyrið einfaldlega smellpassar inn í tíð- arandann,“ segir Jón Axel. „Nú snýst allt um heilbrigði og hreyfingu og þá er þetta rétti tíminn fyrir fitulausa, próteinríka vöru, sem að auki bragðast mjög vel. Ég held að það séu fáar vörur sem eru eins sterkar hvort sem aldurshóp- urinn er ungabörn eða 99 ára gamalt fólk. Ég hef ekki séð annars staðar tíföldun á sölu í stórum mjólkurvöruflokki á skömmum tíma.“ »12 Skyrið smellpassar við tíðarandann  Tíföldun í sölu skyrs á Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.