Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 41
FRÁ CANNES
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Það eru fáir sem vita það aðfinnski framleiðandinnMarkus Selin hefur framleitt
eða verið meðframleiðandi á einum
fimm íslenskum bíómyndum. Það
eru myndirnar 101 Reykjavík,
Strákarnir okkar, Astrópía, Reykja-
vík Whale Watching Massacre,
Órói, Frost og Vonarstræti sem
frumsýnd verður á næsta ári. Allt
eru þetta myndir sem Kvikmynda-
félag Íslands eða Kisi, sem er í eigu
Júlíusar Kemp og Ingvars Þórð-
arsonar, hefur framleitt líka.
Markus Selin framleiðir árlega
á bilinu 5-15 bíómyndir í heimalandi
sínu en hefur komið að framleiðslu
fjölda mynda utan heimalandsins.
Markus sló í gegn í Finnlandi
þegar hann framleiddi bíómyndina
Born American sem Renny Harlin
leikstýrði en hann átti síðar eftir að
verða geysilega vinsæll Hollywood-
leikstjóri. Markus og Harlin eru
miklir vinir.
Þegar blaðamaður Morg-
unblaðsins hitti Markus í Cannes
ásamt vini sínum Ingvari Þórð-
arsyni þá var það að sjálfsögðu á
Carlton-hótelinu sem er eitt það
allra dýrasta í bænum. Markus
pantaði sér vodka í djús og varð fyr-
ir verulegum vonbrigðum með að
undirritaður vildi aðeins fá sér
Finnar framleiða
íslenskar kvikmyndir
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Vinir Markus Selin og Ingvar Þórðarson hafa framleitt margar bíómyndir saman en þeir félagar hittust á
Cannes-hátíðinni í síðustu viku og fóru yfir plön næstu ára.
kaffi, en klukkan var hálftíu um
morguninn.
Aðspurður hvers vegna Mark-us hefði byrjað í kvikmynda-
gerð sagðist hann hálfvegis hafa al-
ist upp í kvikmyndahúsi þannig að
það var ekki um neitt annað að
velja. „Afi byrjaði í kvikmyndagerð
árið 1927 og í móðurættina byrjaði
það fólk í kvikmyndagerð í seinni
heimsstyrjöldinni og hefur verið í
þessum bransa síðan. Sjálfur var ég
byrjaður í honum áður en ég fékk
ökuréttindi. Ég var farinn að sjá um
kvikmyndahús sem faðir minn átti
þegar ég var 12 ára. Uppúr tvítugu
var ég farinn að framleiða mínar
eigin bíómyndir. Það hefur gengið
mjög vel og fyrirtækið mitt er oft
með meirihluta þeirra finnsku
mynda sem eru frumsýndar það ár-
ið. Í ár munum við frumsýna 9 bíó-
myndir.“
Aðspurður hvernig það hafi
komið til að hann hafi farið að
framleiða íslenskar bíómyndir seg-
ist hann hafa kynnst Ingvari Þórð-
arsyni á Íslandi á tíunda áratugn-
um. „Ég var á Íslandi að skjóta
MTV-vídeó og kynntist Ingvari
Þórðarsyni þá. Hann er frábær
náungi þannig að ég hugsaði með
mér: af hverju ekki? Það hjálpaði til
að handritið að bíómyndinni sem
hann vildi framleiða var gott, en að-
almálið var að ég treysti þessum
gaur.
Svona stöndum við Skandinav-
arnir saman. Það er gott að eiga við
Íslendinga. Af Norðurlandaþjóð-
unum er verst að eiga við Danina.
Ég þoli það ekki. Fyrstu mánuði
samstarfsins hittir maður aldrei
nema lögfræðingana þeirra sem
eru endalaust að skvísa inn ein-
hverjum skrítnum smáatriðum í
samningana. Maður fær yfirleitt
ekki að hitta listamennina fyrr en
maður er búinn að semja allt af sér.
Þrælleiðinlegt, enda held ég að ég
nenni því ekki lengur.“
Aðspurður hvernig honum líki
vistin í Cannes segist hann núorðið
helst koma hingað til að hitta
Finnana sem hann hafi aldrei tíma
til að hitta heima í Finnlandi. Ann-
ars loki hann sig bara inni á hót-
elherberginu og horfi á íshokkí og
kappakstur í sjónvarpinu. „Ég er
mjög sparsamur á nafnspjaldið mitt
hér í bæ, það er mikið af ösnum með
látalæti á þessari hátíð, þá er betra
að horfa á íshokkí,“ segir Markus
glottandi.
» Svona stöndumvið Skandinavarnir
saman. Það er gott að
eiga við Íslendinga. Af
Norðurlandaþjóðunum
er verst að eiga við
Danina.
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013
Teiknimyndin Epic verður frum-
sýnd í dag en leikstjóri hennar er
Chris Wedge, sá hinn sami og
stýrði teiknimyndunum Ice Age
og Robots. Epic er byggð á sög-
unni The Leaf Men and the Brave
Good Bugs eftir William Joyce og
er lýst sem stórbrotnu og ein-
staklega litríku ævintýri um tán-
ingsstúlku sem fyrir töfra verður
agnarsmá og kemst í kynni við
örsmáar skógarverur sem eru
mannfólkinu ósýnilegar. Í skóg-
inum geisar stríð milli ólíkra fylk-
inga smávera, barátta góðs og ills
og gengur stúlkan vitaskuld til
liðs við þá góðu. Með aðalhlutverk
í íslenskri talsetningu fara Lára
Sveinsdóttir, Sigurður Þór Ósk-
arsson, Björn Thors, Hjálmar
Hjálmarsson, Gísli Rúnar Jónsson,
Ævar Þór Benediktsson, Hilmir
Snær Guðnason og Orri Huginn
Ágústsson.
Metacritic: 52/100
Rotten Tomatoes: 61%
Barátta góðs
og ills í skógi
Bíófrumsýning
Ævintýraheimur Úr teiknimyndinni Epic sem verður frumsýnd í dag.
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
Á TOPPNUM Í ÁR
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
HANGOVER-PART3 KL.3:40-5:50-8-10:20-10:50
HANGOVER-PART3VIP KL.3:40-5:50-8-10:20
EPIC ÍSLTAL3D KL.3:40-5:50
EPIC ÍSLTAL2D KL.3:40-5:50
FAST&FURIOUS6 KL.5:20-8-10:40
THEGREATGATSBY2D KL.5:10-8
STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 10:40
PLACE BEYOND THE PINES KL. 8
OLYMPUS HAS FALLEN KL. 10:50
KRINGLUNNI
HANGOVER - PART 3 KL. 5:50 - 8 - 10:20
THE GREAT GATSBY 2D KL. 5:10 - 8 - 10:50
IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40
HANGOVER - PART 3 KL. 5:50 - 8 - 10:10
FAST & FURIOUS 6 KL. 5:20 - 8 - 10:40
EPIC ÍSLTAL3D KL. 5:40
EPIC ÍSLTAL2D KL. 5:20
THE GREAT GATSBY 2D KL. 8 - 10:50
STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 8 - 10:50
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
HANGOVER-PART3 KL.5:50-8-10:20
FAST&FURIOUS6 KL.8-10:40
EPIC ÍSLTAL2D KL.5:50
AKUREYRI
HANGOVER - PART 3 KL. 5:40 - 8 - 10:20
THE GREAT GATSBY 2D KL. 8
STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 10:50
IRON MAN 3 2D KL. 5:20
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT
SPARBÍÓ
EMPIRE
FILM
T.V. - BÍÓVEFURINN
THE GUARDIAN
STÓRFENGLEG
EXHILARATING
ALDEILIS RÚSSÍBANI, ÞESSI MYND.
SJÁÐU HANA!
FRÁBÆR
EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS
H.K. - MONITOR
TOPPAR ALLA FORVERA SÍNA Í STÆRÐ,
BRJÁLÆÐI OG HRAÐA.
T.V. - BÍÓVEFURINN
VINSÆLASTI GRÍNÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA!
FRÁBÆR GRÍNMYND
BRADLEY COOPER, ZACH GALIFIANAKIS & ED HELMS
ERU STÓRKOSTLEGIR Í NÝJUSTU MYND TODD PHILIPS
NEW YORK DAILY NEWS
3D 2DÍSL TAL