Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 Spádómar Spádómar Lesum á olíukvarða og spáum fyrir um næstu olíuskipti. N1 - smurþjónusta Gisting Gisting Akureyri Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að- staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að hafa hund í Skógarhlíð. Er með fleiri orlofshús við Akureyri og öll með heitum potti. orlofshus.is Leó 897 5300 Flug Flug Jet A-1 þotueldsneyti og Avgas 100LL flugvélabensín á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli. Sími 440 1100. Bílskúr Bókhald N1 kortið heldur utan um öll viðskipti þín við fyrirtækið. Þú færð gott yfirlit fyrir bókhaldið á Mínum síðum í leiðinni. Húsbílar Húsbílar Gaskútar og grillvörur í miklu úrvali fyrir sumarfríið á völdum stöðvum N1 um allt land. Kerrur Kerrur Flatvagnar, boxkerrur, farangursk., hestak., mótorhjólak. og tækjakerrur á völdum stöðvum N1 um allt land. Byssur Smábátapóstur N1 er uppáhald trillukarlsins. Hringdu í 440 1100 og fáðu sent eintak. Einkamál Einkamál Mæltu þér mót við mig á næstu N1 stöð. Þær eru um allt land. Þú veist hvern ég á við. Byggingavörur Öryggishjálmar, hnépúðar, hanskar og vandaður vinnufatnaður Hringdu í síma 440 1100 og fáðu rekstrarvörulista N1 sendan. Bílskúr Höfum til leigu meira pláss í bílskúrnum þínum eða geymslunni. Bókaðu dvöl á dekkjahóteli N1 í síma 440 1100. Smáauglýsingar ✝ Ólafur Ólafssonfæddist á Pat- reksfirði 4. febrúar 1938. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. maí 2013. Ólafur var sonur hjónanna Ólafs Ólafs- sonar sjómanns og Sólveigar Snæbjörns- dóttur húsmóður. Systkini Ólafs eru Grétar, Ásdís, Örn Snævar sem er látinn, Ómar, Halldór og Katrín sem einnig er látin. Hinn 20. jan- úar 1968 kvæntist Ólafur Sigrúnu Oddsteinsdóttur, f. 3. ágúst 1935. Synir þeirra eru: 1) Örn Snævar, f. 25. ágúst 1968, í sambúð með Halldóru Garðarsdóttur, f. 26. apríl 1970. Börn þeirra eru: a) Sigrún Linda, unnusti hennar er Hann byrjaði sinn sjómannsferil á Kaldbak EA 1 en hann útskrifast úr Stýrimannaskólanum 1962. Lengst af sínum sjómannsferli starfaði Ólafur sem stýrimaður á Fífil GK 54 hjá útgerð Einars Þor- gilssonar í Hafnarfirði. Árið 1984 hóf hann störf hjá sjávarútvegs- ráðuneytinu, síðar Fiskistofu sem veiðieftirlitsmaður til ársins 2006, þegar hann fór á eftirlaun. Ólafur starfaði mikið fyrir Sjómanna- félag Hafnarfjarðar frá 1961- 1974, þar af formaður Sjómanna- félagsins árið 1963. Hann starfaði einnig fyrir Sjómannadagsráð frá 1963-1997 í ýmsum trún- aðarstörfum og var heiðraður af Sjómannadagsráði árið 2008. Áhugamál Ólafs var stangveiði sem þau hjónin stunduðu saman í mörg ár ásamt vinafólki sínu, börnum og barnabörnum. Útför Ólafs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 31. maí 2013 kl. 13. Brynjar Ásgeir Guðmundsson, b) Arnór Snær og c) Lára Karen. 2) Ólafur, f. 30 des- ember 1971. Fósturdóttir Ólafs og dóttir Sigrúnar er Arn- dís Gísladóttir, f. 10. mars 1959, eiginmaður hennar er Ingvi Þór Ástþórsson, f. 6. ágúst 1959. Þeirra synir eru: a) Ástþór Ingvi, í sambúð með Önnu Margréti og eiga þau tvö börn, b) Agnar Freyr og c) Andri Hrafn, unnusta hans er Erna Ósk Arnardóttir. Ólafur ólst upp á Patreksfirði, þar til fjölskyldan fluttist til Ak- ureyrar og þaðan til Hafn- arfjarðar nokkrum árum síðar. Elsku tengdafaðir minn er fall- inn frá eftir stutt veikindi. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir þeim sem manni þykir vænt um en þakklát er ég fyrir góðu minningarnar sem ég á um góðan mann. Guð geymi hann Óla sem var hvers manns hugljúfi og verndi Sigrúnu sína og fjölskylduna alla. Hvíl í friði, elsku Óli. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Halldóra Garðarsdóttir (Haddý). Afi, ég elska þig, við erum alltaf góðir vinir, ég mun aldrei gleyma þér. Ég man þegar þú kenndir mér á sláttuvélina og að slá grasið. Þú ert bestur, við elskuðum smarties og kalla (gúmmíbangsa). Ég mun alltaf elska þig, takk fyrir að vera svona góður, ég mun gefa fuglunum úti í garði að borða eins og þú gerðir alltaf. Hvíl í friði, elsku afi. Þinn afastrákur, Arnór Snær Arnarson. Elsku afi okkar, takk fyrir að hafa verið svona góður við okkur, það sem við eigum eftir að sakna þín. Svo margar minningar sem okkur þykir svo vænt um, allar heimsóknirnar þar sem þú varst tilbúinn með smartís og kalla í skál, þú varst svo góður. Hvíldu í friði með englum guðs, elsku besti afi. Ég sé hann ennþá í huga mér. Brosandi andlit, grátt hár. Ég vildi hann væri ennþá hér, ég vildi hann gæti þurrkað þessi tár. Brosinu mun ég aldrei gleyma og í hjarta mínu ávallt geyma, í huganum mínum sé ég mynd en bara eina og tárunum er erfitt að leyna. Ég skal hjálpa konunni þinni, ég skal vera hjá ömmu minni og gera allt sem ég get svo sársauk- anum linni. (Snæbjörn Valur Lilliendahl) Sigrún Linda og Lára Karen. Það er erfitt að sætta sig við það að hann afi sé farinn. Botn- laus viskubrunnur og góður vinur. Af mörgu er að taka þegar maður minnist afa. Allt frá því að við bræður vorum litlir og vorum í pössun hjá ykkur ömmu uppi í Kinnum. Við vorum vanir að vakna við þig hræra í kaffibollan- um, koma skransandi á inniskón- um til að kíkja á okkur og athuga hvort við værum vaknaðir, jafn eldsnemma og þú. Í hvert einasta skipti þóttumst við vera sofandi. Það var alltaf gott að vera í pöss- un hjá ykkur. Mér fannst alltaf góðar stundirnar þegar maður sat í vindlalyktinni með þér inni í fluguherbergi í kyrrðinni að hnýta. Sú ró er vandfundin sem færðist yfir þegar maður sat og fylgdist með þér. Í gegnum árin sýndir þú manni alltaf stoltur ár- angurinn úr fluguherberginu þar sem flugurnar skiptu tugum (eða nær hundruðum). Það skipti ekki máli hvaða árstími það var, alltaf gastu haft ofan af fyrir okkur. Fara út í bílskúr að setja sláttu- vélina í gang á vorin, sýna mér sjóbirtingana úr veiðinni inni í frysti á sumrin og gefa smakk af nýreyktum fiski á haustin. Alltaf hringdirðu með margra daga fyr- irvara þegar líða fór að Þorláks- messu til að athuga hvort ég kæmi ekki örugglega til að skreyta jólatréð og smakka á skötu. Það voru ekki bara sumrin sem snerust um veiðitúrana, í raun var það allt árið sem fór í undirbúning, eins og núna. Ný- steyptar og málaðar sökkur klár- ar fyrir túrana sem við hlökkuð- um báðir svo mikið til að fara í, en því miður varð ekki af þeim. Það var svo stór hluti af þessu öllu að stúdera flóðatöfluna til að vita hvenær best væri að fara í Kald- aðarnes þegar sjóbirtingurinn gengi upp. Þar eyddum við mikl- um tíma saman, spjölluðum mikið og ég lærði margt af þér. Að gef- ast aldrei upp var eitt af því. Veiðitúrarnir verða ekki samir án þín, afi minn, við Önni eigum eftir að sakna veiðiferðanna okkar saman mikið. Þegar maður fór í veiðitúr án þín stóð manni ein- hvern veginn aldrei á sama, alltaf vantaði afa. Þess vegna fannst mér alltaf gott að fá símtal á klukkutíma fresti, heyra frá þér og segja þér fréttir. Vandfundinn er jafn góður veiðifélagi og þú. Þú varst nákvæmur og vandvirkur í öllu, heiðarlegur og eldklár. Alltaf stutt í húmorinn og brosið. Mér finnst ákaflega vænt um allan þann tíma sem við áttum saman og þann tíma mun ég geyma með mér alla ævi. Óli afi minn, góður vinur og fyrirmynd. Þakka þér kærlega fyrir samfylgdina í gegn- um árin, elsku afi minn, ég mun sakna þín. Andri Hrafn. Ólafur Ólafsson ✝ Guðrún Jóns-dóttir Hammer fæddist á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 6. maí 1973. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. maí 2013. Foreldrar henn- ar eru Sigríður Sig- urðardóttir Ham- mer, f. 15. september 1952, og Jón Oddgeir Baldursson, f. 15. ágúst 1953, d. 15. apríl 1999. Bróðir Guðrúnar er Sigurður Jónsson, f. 5. júlí 1977, kona hans er Arna Ýr Sæþórsdóttir, f. 15. júní 1983. Börn þeirra eru Jón Andri og Sigríður Emilía. Börn Sigurðar af fyrra sambandi eru Ásdís Björk og Karen Líf. Börn Guðrúnar eru Teit- ur, f. 26. desember 1995, Fríða, f. 24. júní 1997, og Jóna, f. 17. janúar 2000. Eftir grunnskóla hóf Guðrún vinnu við fiskvinnslu í Grindavík. Haustið 2000 flutti hún til Danmerkur þar sem hún vann ýmis störf og stundaði nám á sjúkraliðabraut. Veturinn 2008 fluttist hún aftur til Grindavíkur og hóf störf við fiskvinnslu hjá Þrótti. Einnig starfaði hún á dvalarheimili aldr- aðra í Víðihlíð. Útför Guðrúnar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 31. maí 2013, og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma okkar. Við eig- um margar yndislegar minningar um þig. Þú varst alltaf svo kát, glöð og jákvæð. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og hjálpaðir okkur. Við gátum alltaf leitað til þín og talað við þig um allt. Þú barðist eins og hetja gegn sjúkdómnum og varst til fyrir- myndar. Þú hafðir alltaf húmor fyrir sjálfri þér og gerðir mikið grín að sjálfri þér. Þú varst svo yndisleg, elsku mamma okkar, og þegar þú kvaddir var mikill friður yfir þér. Afi var alveg örugglega tilbúinn að taka á móti þér. Núna ertu frjáls frá sjúkdómnum og getur labbað. Guð tók á móti fallegum engli. Við munum geyma allar yndis- legu stundirnar með þér í hjört- um okkur. Hvíldu í friði, elsku mamma, og megi guð blessa þig og minn- ingarnar um þig. Þín börn, Teitur, Fríða og Jóna. Vegna þín, yndislega mín, þá hef ég fengið tækifæri til þess að meta líf mitt allt öðruvísi en ég gerði. Eins og við töluðum oft um að það væri ekkert sjálfgefið í þessu lífi og að heilsan væri það mikilvægasta af öllu. Að hafa fengið að fylgjast með þér í tæp 3 ár berjast fyrir svo allt of mörgu sem við hin hugsum lítið um dagsdaglega, var rosalegt og er ég mikið þakklát fyrir tímann sem við áttum saman, við gátum hlegið, skammast, grátið, bullað og allt þar á milli. Og eins og þú sagðir svo oft: eins gott að eld- húsborðið kjafti ekki frá þegar þú værir farin. Já, ég á mikið af minningum sem ég geymi í hjart- anu mínu. Þetta ár var árið sem við vorum búnar að plana að labba Esjuna þegar við værum báðar orðnar fertugar, ég mun aldrei gleyma þegar ég sagði þér að ég væri með kvíðahnút að verða fertug og þú svaraðir að þú vonaðir að þú myndir ná þeim áfanga, ái hvað ég skammaðist mín en lofaði þér því að vera þakklát fyrir hvert ár. Já, þú kenndir mér mikið. Elsku kella mín, þú talaðir oft um hve heppin þú værir með fólkið þitt að það væru margir í þinni stöðu ekki eins heppnir með og þar er ég sammála og kellurnar í heimahjúkruninni toppfólk í alla staði. Oftar en ekki var tími þinn þegar þú varst að vinna í Þrótti nefndur og talaðir þú um fólkið þar með mikilli hlýju. Elsku Guddan mín, ég kveð þig í dag með þökk fyrir allt okk- ar og bið guð að halda utan um fjölskyldu þína. Hvíldu í friði, engillinn minn. Kveðja, Gerða Kr. Hammer. Elsku frænka og yndisleg vin- kona. Við höfum átt óteljandi og ógleymanlegar stundir saman og minningarnar standa eftir. Sakna þín svo mikið. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Þín vinkona, Jóna Hammer og fjölskylda. Elsku Guðrún, við sitjum hér systur og rifjum upp stundirnar sem við áttum með þér og það er svo margt skemmtilegt sem rifj- ast upp. Ofarlegar eru minningar um þegar við komum suður og hlupum þá iðulega yfir til ykkar Sigga í næstu götu við ömmu og afa. Eftir að þú fluttir síðan til Grindavíkur fyrir nokkrum árum og við allar búsettar hér hefur sambandið aukist enn meir. Okk- ur verður tíðrætt um það æðru- leysi sem okkur finnst þú hafa sýnt í veikindum þínum og ekki var kaldhæðnishúmorinn fjarri og oft hlegið. Með þessu ljóði langar okkur að þakka fyrir tím- ann sem við áttum með þér, elsku frænka. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Við vottum börnum hennar og augasteinum, Teiti, Fríðu og Jónu, okkar innilegustu samúð svo og Siggu frænku, Sigga, Örnu og fjölskyldu. Björg, Sigrún og Kristín. Guðrún Jónsdóttir Hammer Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég minnist æskuvinkonu minnar Kristínar, eða Stínu eins og við kölluðum hana. Við höfum verið tveggja til þriggja ára þegar við byrjuðum að leika okkur saman en heimili okk- ar, Ábrú og Kirkjuhvoll, stóðu nán- ast á sömu torfunni á Fáskrúðs- firði. Þó stutt væri milli húsa áttum við það til að koma við hjá góðum nágrönnum okkar í Þórshamri og jafnvel þiggja þar góðgerðir. Ef við hurfum leituðu mæður okkar því fljótlega þar. Þegar við urðum aðeins eldri varð fjaran vinsælt leiksvæði og sóttum við í að leika okkur með strákunum en þeir voru Kristín Eide Hansdóttir ✝ Kristín EideHansdóttir, fæddist á Fáskrúðs- firði 31. maí 1948. Hún lést á líkn- ardeild LSH í Kópavogi 12. febr- úar 2013. Útför Kristínar fór fram frá Foss- vogskirkju 22. febr- úar 2013. ekki alltaf tilbúnir til þess. Við töldum þó að við mundum vinna okkur í álit hjá þeim ef við yrðum góðar í grjótkasti, eins og þeir. En þær fyrir- ætlanir mistókust því að í einni viðureign- inni slösuðust tveir af stákunum. Mæður okkar ræddu alvar- lega við okkur eftir að bundið hafði verið um meiðslin og við látnar lofa að gera slíkt ekki oftar. En lífið var ekki bara leikur. Oft fórum við, enn ólæsar, með miða í sendiferðir út í kaupfélag sem seinna varð vinnustaður Stínu þar sem hún starfaði sem verslunar- stjóri í mörg ár. Við vorum fljótar að sjá út í hvaða röð vænlegast var fyrir okkur krakkana að fara með miðana. Annað hvort til Lillu á Svalbarðseyri eða Gullbringu- systra. Í starfi sínu hjá kaupfélag- inu átti Stína það til að færa eldri borgurum og þeim sem ekki áttu heimangengt vegna veikinda, heim vörur í matar- eða kaffitímum sín- um. Þetta lýsir Stínu vel. Árin liðu og Stína flutti yst í þorpið og við gátum því ekki verið eins mikið saman en gengum sam- an í skóla. Eftir hefðbundna skóla- göngu unnum við saman við fisk- vinnu og síldarsöltun og var þá oft glatt á hjalla. Stína var mikil fjölskyldumann- eskja og vildi allt fyrir ættingjana og okkur vini sína gera. Gott var ávallt að sækja hana heim, hvort sem var austur á Fáskrúðsfirði eða suður í Reykjavík. Hún var vinur vina sinna og mjög greiðvik- in og greiddi hvers manns götu, gæti hún það. Síðustu ár átti Stína við þrálát veikindi að stríða sem hún tók með miklu æðruleysi og heyrðist hún aldrei kvarta enda hugsaði hún yf- irleitt síðast um sjálfa sig. Í veik- indunum naut hún ómetanlegrar umhyggju Agnesar dóttur sinnar og annarra ættingja. Eftir að ég flutti til Reykjavík- ur vorum við Stína nánast í dag- legu sambandi og þakka ég vin- konu minni, sem í dag hefði orðið 65 ára, hefði hún lifað, fyrir ævi- langa vináttu sem aldrei bar skugga á, tryggð og ekki síst fyrir margar góðar stundir. Elínu Agnesi og fjölskyldu, systkinum og öðrum ættingjum sendum við Hermann innilegar samúðarkveðjur. Þóra Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.