Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 ✝ Skúli Skúlasonfæddist í Kefla- vík 31. mars 1942. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 23. maí 2013. Skúli var sonur hjónanna Skúla Helga Skúlasonar, byggingameistara í Keflavík, f. 5. febr- úar 1913 í Miðdal í Laugardal, d. 3. desember 1982 og Ragnheiðar Guðmundu Sigurgísladóttur, f. 10. september 1918 á Akranesi, d. 20. nóvember 1991. Systkini Skúla eru Jón Gunnar, f. 28. nóvember 1940, Baldur, f. 1. nóvember 1943, Anna, f. 18. júní 1948, Sigurgísli, f. 13. maí 1950, Guðrún, f. 14. maí 1951, Arna, f. 13. maí 1956, Hrefna Margrét, f. 2. apríl 1959 og Katrín Freyja, f. 25. mars 1961. Sonur Skúla er Kristinn Pét- Fjölhönnun 1979 og var þar framkvæmdastjóri lengst af. Fyrirtækið starfaði við hefð- bundna byggingarverkfræði, áætlanagerð og hönnun, einkum vega og gatna. Skúli var meðal brautryðjenda í fiskeldi og stofnaði ásamt fleirum fiskeld- isfyrirtækið Ísþór árið 1985 sem starfaði í Þorlákshöfn um ára- bil. Þar kom hann að öllum þátt- um starfseminnar eins og hönn- un og rekstri lax- og seiðaeldisstöðvarinnar og sölu á afurðum. Skúli hafði gaman af hvers kyns vangaveltum um þrautir, hvort heldur þær snéru að tæknimálum eða huglægum málefnum. Hann var góður bridge-spilari, ágætur í skák og mikill áhugamaður um golf. Ár- ið 2007 ákvað hann að hætta störfum sem verkfræðingur til að geta notið meiri tíma í golfi og til ferðalaga. Alzheimers- sjúkdómurinn leiddi til þess að sá tími varð styttri en til stóð. Útför Skúla fer fram frá Nes- kirkju í dag, 31. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 13. ur, verkfræð- ingur, f. 11. febr- úar 1982. Barnsmóðir Skúla er Steinunn Pét- ursdóttir, f. 13. ágúst 1948. Skúli ólst upp í Keflavík, lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1958 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugar- vatni árið 1962. Hann lauk fyrri- hlutaprófi í verkfræði frá Há- skóla Íslands 1965 og prófi í byggingarverkfræði frá NTH í Þrándheimi árið 1967. Eftir há- skólanám hóf hann störf sem verkfræðingur hjá gatna- málastjóra Reykjavíkur og frá 1970 til 1979 starfaði hann á Verkfræðistofu Guðmundar G. Þórarinssonar. Hann stofnaði ásamt fleirum verkfræðistofuna Bróðir minn og mágur, Skúli Skúlason, er látinn eftir erfið veikindi. Margs er að minnast þegar litið er til baka. Skúli var alla tíð mikill grúskari og svolít- ill dellukarl en jafnframt frum- kvöðull. Hann var alltaf til í að skoða hugmyndir og velta upp möguleikum sem leitt gætu til nýrra tækifæra. Hann hafði gaman af rökræðu um allt milli himins og jarðar. Hann var góð- ur bridge-spilari og ágætur skákmaður en það var mikið teflt og spilað þegar systkina- hópurinn kom heim í skólafrí. Skúli kom heim frá námi í Nor- egi um það leyti sem við ásamt elsta syni okkar hófum búskap og háskólanám í Reykjavík. Það varð úr að við leigðum saman íbúð í fjögur ár. Á þessum árum var mikið spilað og teflt. Spila- félagi Skúla á þessum árum var oftast frændi okkar, Guðmundur Einarsson. Það var mikið pælt í leikfléttum og kerfum á þessum árum og kappið mikið milli liða. Ekki man ég hvernig bókhaldið fór en þeir voru miklu betri spilamenn en við hjónin en hættu sér oft í mjög flókin leik- kerfi og græddum við á því. Skúli var afar ljúfur og hjálp- samur. Við munum ekki eftir að hafa séð hann skipta skapi. Hann er ljóslifandi í minning- unni með pípuna sína og heim- spekilegan svip, að gefa góð ráð eða henda upp ögrandi spurn- ingum. Hann var góður og vand- virkur verkmaður og gott orð fór af honum sem verkfræðingi. Hans stóra gæfa í lífinu var að eignast Kristin Pétur eða Kidda eins og við köllum hann. Ekki leyndi sér að Skúli var alla tíð afar stoltur af syni sínum. Þeir feðgar komu iðulega í sunnu- dagskaffi til okkar, þar sem þeir frændur yngsti sonur okkar og Kiddi léku sér saman en þeir eru á sama aldri. Skúli hafði örugglega jafngaman og strák- arnir af því að setja saman Lego og Playmo en þolinmæði hans með þeim var einstök. Á seinni árum naut hann golfíþróttarinn- ar með góðum vinum og fjöl- skyldu. Það var afar ljúft og skemmtilegt að taka golfhring með Skúla bróður. Við eigum gott veganesti frá honum úr golfinu en hann sagði oft: „Mundu, það eru engar hindr- anir til í golfi – sláðu bara kúl- una.“ Við erum þakklát fyrir að hafa átt Skúla að sem stóra bróður, góðan vin og mág. Anna og Brynjólfur. Skúli bróðir kvaddi þennan heim að morgni fimmtudagsins 23. maí eftir erfiða sjúkdóms- legu. Það voru átta ár á milli okkar Skúla þannig að hann var farinn að heiman þegar ég komst til vits og ára. Það var ekki fyrr en Skúli bauð mér að leigja hjá sér herbergi þegar ég hóf nám við Háskóla Íslands fyrir um það bil 40 árum að ég kynntist honum betur. Á þess- um árum var allt að gerast, mik- il vinna og skemmtanalífið tekið föstum tökum, oftast bæði föstu- dags- og laugardagskvöld. Þetta var skemmtilegur tími enda biðu ævintýrin handan við hornið. Það var ekki fyrr en áratugum síðar að ég komst að því að alkó- hólisminn er kannski eini sjúk- dómurinn sem byrjar skemmti- lega. Glímunni við Bakkus lauk síðan fyrir um það bil 16 árum með farsælli edrúmennsku og reglulegum AA-fundum. Skúli vitnaði oft í Bókina um veginn eftir Lao-Tse: „Stærstu trén eru vaxin upp af litlum kvisti. Margra mílna ferð byrjar á einu skrefi.“ Skúli velti þessum fræð- um oft fyrir sér. Hann rak alla tíð verkfræðistofu, ásamt fé- lögum sínum, með miklum bra- vör. Ég held að Skúla hafi samt alltaf liðið best fyrir utan þæg- indarammann. Það var tekist á við fyrirtækjarekstur af ýmsu tagi. Þegar Skúli lét sig dreyma þá voru það stórir draumar. Ráðist var í að byggja fiskeld- isstöð í Þorlákshöfn, Ísþór hf. Þetta var brautryðjandastarf og risaverkefni á okkar mælikvaða. Kallaði á flókinn undirbúning og mikla peninga. Þrátt fyrir stór- huga uppbyggingu og mikinn kostnað fór þessi rekstur í þrot eins og langflest fiskeldisfyrir- tæki gerðu á þessum upphafs- árum. Mér hefur oft orðið hugs- að til þess sem sagt er að þeir njóti sjaldnast eldanna sem fyrstir kveikja þá. Þrátt fyrir að tapið hafi orðið umtalsvert þá var engin beiskja hjá Skúla. Um peninga sagði Skúli: Peningar skipta mestu máli fyrir þá sem ekki eiga þá. Það segir margt um æðruleysi Skúla og jákvæðni að hann sá þetta erfiða tímabil sem skemmtilegustu ár ævinn- ar. Eftir fiskeldið var golfíþrótt- in tekin með trompi. Skúli stundaði golfið af miklu kappi og vann til ótal verðlauna. Ég og bræður mínir Balli og Skúli lék- um ófáa golfhringi saman bæði hér heima og erlendis. Skúli kvæntist aldrei en á einn son, Kristin Pétur, sem einnig er verkfræðingur. Samband þeirra var náið og gott, einkum og sér í lagi seinustu árin. Skúli var alla tíð fastur heimilisvinur hjá okk- ar Stínu og reyndist okkur ákaf- lega góður vinur. Um leið og við Stína kveðjum þennan góða dreng viljum við votta Kristni syni hans samúð okkar. Sigurgísli Skúlason. Skúli Skúlason lést á hjúkr- unarheimilinu Eir fimmtudaginn 23. maí eftir löng veikindi. Skúli frændi var sterkur og ákveðinn maður en það hefur ábyggilega hjálpað honum mikið í gegnum erfið veikindi. Hann var tíður gestur á æskuheimili okkar og var alltaf mjög gaman að hitta hann. Skúla frænda fannst mjög gam- an að spila, þá bæði borðspil og svo tefldi hann mikið. Þau jól sem hann var hjá okkur var mikil spenna að opna jólapakka frá honum því við vissum að það var nýtt spil til að spila saman. Að vera saman og spila á jól- unum er skemmtileg hefð sem við höldum á lífi. Alltaf var gaman að hitta hann í Kefló hjá ömmu og afa þar sem hann hjálpaði manni að læra eða þá bara lék við mann. Skúli frændi var alltaf svo klár og vissi allt, til í að spila og að- stoða mann. Það eru forréttindi að hafa þekkt Skúla og allt sem hann hefur kennt manni er ómetan- legt. Takk fyrir að vera yndislegur við okkur systkinin elsku Skúli frændi, við höldum fast í þær fallegu minningar sem þú hefur gefið okkur. Ragnheiður, Guðbjörg og Júlíus Helgi Magnúsbörn. Fallinn er frá sá fjórði úr tuttugu manna hópi stúdenta frá ML 1962. Í dag kveðjum við Skúla Skúlason verkfræðing með söknuði og þakklæti fyrir samfylgdina. Árin á Laugarvatni lifa með okkur, ekki síst sú mannlega nánd sem umhverfið og aðstæður bjuggu okkur og mótuðu, með þéttsetinni heima- vist í um 100 nemenda skóla- samfélagi. Það skapaði ríka samkennd og samheldni, sem haldist hefur allar götur síðan þrátt fyrir að hópurinn dreifðist á fjölmargar starfsstéttir og til búsetu víða um lönd. Tíðir kaffi- klúbbsfundir á þröngum fjög- urra koju herbergjum á Laug- arvatni voru fastur vettvangur samræðu, gáska og gamanmála. Skúli átti sinn sess í þessu og ætíð síðan með góðri nærveru og glettnum tilsvörum og at- hugasemdum, en lét ekkert trufla sína föstu kríublundi ef svo bar undir. Laugarvatnshóp- urinn okkar hefur nú með fárra vikna millibili misst tvo félaga, Rögnvald Jónsson verkfræðing og Skúla. Þeir tveir áttu langa samleið í námi og starfi og tengdust tryggðaböndum. Skúli var í stærðfræðideild og sýndi snemma áhuga og hæfni í stærðfræðigreinum. Hann lauk síðan námi í byggingaverkfræði við HÍ og framhaldsnámi á því sviði í Noregi, trúr arfleifð föður síns og afa sem báðir voru mikl- ir byggingamenn. Á starfstíma sínum vann Skúli margvísleg verkfræðistörf hér heima og gerðist virkur þátttakandi í at- vinnulífi. Persónulega á ég margs að minnast frá skóla- göngu okkar Skúla í Keflavík í barna- og gagnfræðaskóla og úr leik og starfi bernskuáranna, m.a. með skátum. Síðar urðum við nágrannar um skeið á Sel- tjarnarnesi, þar sem hann byggði hús og ræktaði garð. Ég sé nú að sá garður stendur á traustum grunni fyrir vandaðan undirbúning og gróðursetningu stofnanda síns, eins og vænta mátti. Við samstúdentar Skúla send- um öll syni hans, Kristni Pétri, systkinum og fjölskyldum inni- legar samúðarkveðjur. Stefán Bergmann. Árið er 1973 og lokapróf byggingatæknifræðinga standa yfir í Tækniskóla Íslands í maí það árið. Undirritaður sem þarna er í lokaprófi í lagnafræð- um tekur eftir að inn gengur skarpleitur slánalegur náungi með gleraugu. Maðurinn er með hár niður á herðar í útvíðum buxum og í skóm með þykkum sóla. Auðvitað var ekkert at- hugavert við þennan klæðaburð enda maðurinn klæddur í sam- ræmi við tísku þess tíma! Þessi náungi var Skúli Skúlason, vinur minn og samstarfsfélagi til margra ára, en hann var þarna prófdómari eins og svo mörg önnur ár. Fjörutíu ár eru liðin frá þessum fyrsta fundi okkar en forlögin höguðu því þannig til að við hittumst í hið annað sinn hinn 1. ágúst 1973 er ég hóf störf á Verkfræðistofu Guð- mundar G. Þórarinssonar. Skúli var þá þar fyrir sem yfirverk- fræðingur á stofunni hjá Guð- mundi. Þessi tímamót voru upp- haf að nær 35 ára samstarfi okkar Skúla, samstarfi sem aldrei bar skugga á. Í febrúar árið 1979 var Verkfræðistofu Guðmundar G. Þórarinssonar breytt í Verkfræðistofuna Fjöl- hönnun þar sem við Skúli ásamt fleiri samstarfsfélögum gerð- umst hluthafar. Upp frá því ger- ist Skúli framkvæmdastjóri Fjölhönnunar og gegnir því starfi allt til ársins 2007 er hann lætur af störfum að eigin ósk. Skúli var um margt einstakur maður. Hann var skarpgáfaður og átti sérlega gott með að setja sig inn í margbreytileg verk- fræðileg viðfangsefni, sem telja verður mikinn kost þar sem sér- hæfing verkfræðistofa var ekki mikil á þeim tíma. Hann var líka gæddur þeirri einstöku færni að starfsmenn gátu hvenær sem var leitað til hans með úrlausn verkefna, á hvaða sviði sem var, og hafði hann að því er virtist allan heimsins tíma fyrir unga sem aldna starfsmenn stofunn- ar. Þó Skúli byggi oftast einn var hann mikil félagsvera og sótti hann í félagsskap annarra utan vinnunnar. Hann hafði mörg áhugamál sem á stundum urðu að mikilli ástríðu er nálg- aðist oft á tíðum fíkn. Þannig skiptust áhugamálin á ákveðin tímabil í lífi hans en þannig var það með bridgespilamennskuna, fiskeldið, spilakassana, innlendu og erlendu verðbréfaviðskiptin og golfið að ógleymdri verk- fræðivinnunni sem hann stund- aði ávallt af mikilli ástríðu. Skúli hafði einstaka skaphöfn, hafði mikið jafnaðargeð og aldr- ei sá ég hann bregða skapi. Hann var þó engan veginn skap- laus og gat verið fastur fyrir ef á þurfti að halda og gafst ekki upp þó á móti blési. Í mínum huga verður Skúla þó helst minnst sem framkvæmdastjóra Fjölhönnunar. Hvað sem sagt verður um okkur hina starfs- mennina sem unnum á stofunni þann tíma sem hann veitti henni forstöðu þá var Skúli sá horn- steinn sem hverju slíku fyrir- tæki er nauðsynlegt að hafa til að lifa og dafna. Hann var virtur af viðskiptamönnum stofunnar sem oftar en ekki leituðu til hennar aftur og aftur sem segir sína sögu. Hann átti auðvelt með að starfa með starfsfólkinu og leiðbeina því og uppfræða og var þannig mentor margra ungra verk- og tæknifræðinga. Að lokum vil ég votta Kristni Pétri syni Skúla og öðrum í fjöl- skyldu hans innilegustu samúð mína. Blessuð sé minning Skúla Skúlasonar. Guðni Eiríksson. Skúli Skúlason Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) 1 8 9 7 5 5 3 2 0 7 1 6 2 8 8 5 6 3 8 1 6 2 5 0 9 0 5 6 3 3 8 8 7 2 6 5 0 1 0 7 0 7 9 5 2 2 0 7 4 4 2 8 9 0 5 3 9 2 7 0 5 0 9 8 0 6 3 5 4 1 7 2 8 3 4 1 7 6 2 9 3 1 3 2 1 1 3 9 2 9 4 1 7 4 0 5 7 4 5 3 5 7 4 6 3 7 5 2 7 3 2 4 7 2 3 3 1 1 0 2 4 0 2 1 5 6 5 3 0 3 7 6 4 1 1 6 3 5 4 2 5 5 6 3 9 5 3 7 5 4 2 4 2 3 5 6 1 1 1 8 5 2 1 9 8 2 3 2 5 4 9 4 1 8 1 8 5 5 6 2 3 6 4 0 5 4 7 6 3 1 7 2 7 1 1 1 2 9 9 9 2 2 2 8 2 3 3 1 1 8 4 2 9 0 8 5 5 9 4 9 6 5 2 5 5 7 9 0 8 5 3 0 2 1 1 3 7 2 2 2 2 5 6 3 3 3 2 7 5 4 3 4 3 3 5 6 0 2 7 6 5 6 5 9 7 9 1 5 2 3 3 0 9 1 4 5 8 6 2 3 9 5 1 3 4 1 7 8 4 4 5 7 8 5 6 2 4 1 6 6 9 6 0 7 9 8 6 9 3 5 2 6 1 6 7 5 1 2 4 5 3 5 3 4 3 0 6 4 5 9 0 8 5 8 5 8 2 6 7 3 0 1 7 9 9 5 2 3 7 1 5 1 7 3 4 9 2 5 0 1 7 3 4 6 3 5 4 6 3 1 4 5 9 4 2 0 6 7 3 1 3 3 7 6 9 1 7 6 8 3 2 6 0 7 0 3 4 6 6 0 4 8 6 4 5 5 9 9 1 6 7 0 0 2 4 3 8 4 8 1 9 0 7 2 2 8 0 1 9 3 4 9 0 5 5 0 6 3 6 6 1 9 0 9 7 1 3 4 8 4 5 0 0 2 0 0 6 2 2 8 8 0 9 3 6 9 5 4 5 0 7 2 6 6 2 3 1 1 7 1 4 7 4          Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 6 9 1 0 9 3 9 1 9 5 5 9 3 1 1 0 0 4 0 3 1 9 5 2 3 4 0 6 0 9 4 4 7 4 4 3 6 1 9 3 1 1 2 4 4 1 9 9 8 4 3 1 3 6 2 4 0 3 3 4 5 2 7 3 5 6 2 0 0 5 7 5 1 8 4 8 0 9 1 1 2 6 7 2 0 0 0 2 3 1 4 4 7 4 0 6 9 3 5 3 4 4 5 6 2 0 8 1 7 5 2 2 3 8 1 4 1 1 5 6 0 2 0 1 3 9 3 2 0 1 5 4 1 8 3 7 5 3 6 0 3 6 2 0 9 1 7 5 4 6 3 1 0 0 7 1 1 9 6 6 2 0 1 6 7 3 2 6 3 6 4 3 4 0 5 5 3 8 0 0 6 2 5 0 7 7 5 8 0 4 1 3 4 5 1 2 5 0 2 2 0 7 7 1 3 2 7 9 1 4 3 4 5 4 5 4 0 9 2 6 2 6 2 9 7 5 8 4 6 1 4 5 5 1 3 0 0 3 2 1 4 8 0 3 2 9 8 9 4 3 7 5 2 5 4 2 0 9 6 3 4 5 9 7 6 0 4 3 1 4 5 7 1 3 3 7 9 2 1 7 2 1 3 3 4 5 8 4 4 0 9 5 5 4 2 1 1 6 3 6 6 7 7 6 3 1 0 3 1 0 8 1 3 5 2 6 2 1 7 5 8 3 3 6 4 3 4 4 7 4 1 5 4 6 8 4 6 4 5 6 0 7 6 5 4 5 3 1 1 7 1 3 5 8 6 2 2 0 3 2 3 3 9 3 2 4 4 7 4 8 5 5 0 5 3 6 6 0 4 7 7 7 0 0 2 3 8 0 2 1 3 6 4 2 2 2 0 3 7 3 4 1 6 3 4 4 8 4 7 5 5 0 6 8 6 6 0 6 3 7 7 2 0 9 4 4 4 9 1 3 7 7 3 2 2 1 3 9 3 4 6 1 8 4 4 9 6 1 5 5 0 9 3 6 6 2 3 0 7 7 2 5 2 4 6 0 8 1 4 4 3 5 2 2 2 1 8 3 4 8 3 9 4 5 3 9 7 5 5 4 2 6 6 7 2 2 9 7 7 4 5 2 4 9 4 1 1 4 4 4 6 2 2 7 4 0 3 5 1 0 5 4 5 5 0 1 5 5 6 1 6 6 7 4 8 9 7 7 6 9 4 5 0 8 4 1 4 7 6 4 2 3 0 8 5 3 5 1 1 7 4 5 7 1 7 5 5 9 0 9 6 7 8 9 0 7 7 7 4 3 5 2 3 0 1 5 2 0 8 2 3 2 2 3 3 5 4 5 8 4 5 9 4 2 5 5 9 7 7 6 8 1 0 0 7 7 9 2 8 5 2 7 2 1 5 2 3 8 2 3 3 3 5 3 5 9 3 3 4 7 6 8 8 5 6 6 7 4 6 8 1 3 0 7 8 1 7 8 6 6 0 3 1 5 2 8 4 2 3 4 8 8 3 5 9 4 8 4 7 7 0 6 5 7 3 2 5 6 8 1 9 9 7 8 2 2 7 6 6 0 6 1 5 4 0 5 2 4 0 7 7 3 6 2 3 7 4 8 4 0 4 5 7 8 5 3 6 8 2 8 3 7 8 3 0 8 7 1 5 9 1 5 4 8 2 2 4 2 9 1 3 6 4 3 7 4 8 4 8 9 5 7 9 2 1 6 8 7 0 5 7 8 5 7 0 7 7 3 2 1 5 8 5 4 2 5 2 3 5 3 7 5 5 4 4 8 6 0 8 5 8 2 6 2 6 8 7 5 6 7 8 7 4 0 8 4 3 5 1 5 9 8 0 2 5 4 6 0 3 7 7 5 5 4 9 4 5 0 5 8 4 1 5 6 8 7 8 9 7 9 2 2 9 8 7 1 3 1 6 3 3 3 2 5 6 8 1 3 7 9 0 3 4 9 5 2 0 5 9 2 2 5 6 9 0 3 2 7 9 2 7 8 8 9 4 5 1 6 4 9 7 2 6 2 4 6 3 8 2 9 5 4 9 6 7 6 5 9 3 4 6 6 9 2 8 9 7 9 6 6 0 9 1 6 5 1 7 2 2 0 2 6 9 7 1 3 8 6 0 7 5 0 5 8 5 5 9 5 2 1 7 2 0 8 9 7 9 8 5 7 9 2 8 7 1 7 3 3 0 2 7 4 1 2 3 8 8 8 1 5 0 6 8 7 5 9 6 8 7 7 2 1 1 3 7 9 8 8 3 9 9 3 6 1 7 3 8 5 2 8 1 7 5 3 9 1 6 4 5 1 3 0 2 5 9 7 7 9 7 2 2 8 6 9 9 7 9 1 7 5 8 4 2 8 7 7 9 3 9 1 6 6 5 1 5 8 6 5 9 9 9 9 7 2 2 9 6 1 0 3 9 1 1 8 7 3 4 2 8 9 3 3 3 9 6 6 3 5 1 6 9 1 6 0 0 6 0 7 2 8 5 6 1 0 4 7 1 1 8 9 5 8 2 9 3 9 3 3 9 6 6 5 5 1 7 8 2 6 0 4 4 9 7 3 2 8 8 1 0 4 8 7 1 9 0 3 2 3 0 3 5 5 3 9 8 6 0 5 1 8 1 0 6 0 8 1 2 7 3 9 1 6 1 0 5 3 4 1 9 4 1 5 3 0 9 8 4 3 9 8 6 2 5 1 9 1 8 6 0 9 2 9 7 4 4 0 1 Næstu útdrættir fara fram 6. júní, 13. júní, 20. júní & 27. júní 2013 Heimasíða á Interneti: www.das.is          Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3991 17255 25887 44165 56508 66985 10704 17524 33182 44530 58514 72509 13238 18106 33816 52488 64636 78814 15280 22106 42404 53500 65315 79626          Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 1 6 5 8 5 8 6 2 5 6 2 6 3 5 7 5 3 4 7 4 4 7 0          251658240             5. útdráttur 30. maí 2013              Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)             VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KR. ARNÓRSSON frá Ási, Jófríðarstaðarvegi 19, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi miðvikudaginn 29. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 14. júní kl. 15.00. Friðfinnur Sigurðsson, Christina Wieselgren, Sólveig Sigurðardóttir, Jóhannes Kristjánsson, Arnór Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.