Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is Reykjavíkurflugvöllur verður óstarfhæfur til atvinnuflugs ef norður-suður-flugbrautinni verður lokað árið 2016 líkt og stefnt er að í drögum að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur- borgar, að sögn Þorkels Ásgeirs Jóhannsson- ar, flugstjóra hjá Mýflugi. „Þá verður ekki hægt að stóla neitt á hann lengur því að veð- urfar er einfaldlega þannig að tvær flugbrautir eru algjört lágmark,“ segir Þorkell. Hann bendir jafnframt á að einnig sé mjög bagalegt fyrir tiltekinn flugrekstur, eins og t.d. áætlunarflug, að missa gömlu norðaustur-suð- vestur-flugbrautina sem áætlað er að leggja af síðar á þessu ári. Þá segir hann sjúkraflugið ekki geta lifað við að norðaustur-suðvestur- brautinni verði lokað, lokun flugbrautarinnar sé áfall fyrir sjúkraflugsþjónustuna. „Í bók- staflegri merkingu er ekki víst að allir kúnn- arnir okkar hreinlega lifi það af að hafa hana ekki,“ segir Þorkell og bætir við að stundum hafi komið þeir dagar þar sem sjúkraflug Mý- flugs hafi, sökum slæms veðurs, eingöngu get- að notast við þessa flugbraut. Aðspurður hvaða áhrif það hefði á sjúkra- flugið ef lenda yrði á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar segir Þorkell: „Þá erum við að tala um minnst þrjú korter í aukinn flutningstíma, bæði aukinn aksturstíma eftir endilöngu Reykjanesi og lengri flugtíma líka, og það miðast við bestu skilyrði.“ Hann bendir á að Mýflug fljúgi um fimm hundruð útköll á ári og að liðlega helmingur þeirra flokkist sem bráðaútköll. Vill samráð við flugmálayfirvöld „Við höfum svosem ekkert beint að gera með flugrekstur á landinu. Við erum náttúrlega að leggja fram aðalskipulag sem við teljum til mestra hagsbóta fyrir Reykjavík og höfuð- borgarsvæðið og teljum að þetta sé það sem við þurfum að gera til að búa til góða og skilvirka borg, en það er auðvitað samræða sem þarf að taka við flugmálayfirvöld nákvæmlega hvernig þetta gerist,“ segir Páll Hjalti Hjaltason, for- maður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavík- ur, spurður út í þær áhyggjur flugrekstrar- aðila að starfsemi Reykjavíkurflugvallar leggist niður ef norður-suður-brautinni verður lokað árið 2016. „Samningurinn var gerður í fullu samræmi við gildandi aðalskipulag sem og þau drög sem nú liggja fyrir. Það var og er gert ráð fyrir að flugvöllurinn starfi til ársins 2024 og það er ansi langur tími,“ segir Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, aðspurð um samning um byggingu nýrrar flugstöðvar í Vatnsmýrinni, sem Jón Gnarr borgarstjóri undirritaði ásamt Ögmundi Jónassyni, þáver- andi innanríkisráðherra, hinn 19. apríl síðast- liðinn, og hvort nýju skipulagsdrögin kalli á endurskoðun hans. Hún tekur fram að skýrt sé tekið fram í samningnum að flugstöðin sé hönnuð og byggð þannig að hægt sé að fjar- læga hana með einföldum hætti. „Einnig er tekið fram að borgin er ekki á neinn hátt skaðabótaskyld þegar flugstarfsemi leggst af. Það var metið sem svo að það væri hagkvæmt að byggja nýja flugstöð þrátt fyrir að hún væri bara tímabundin,“ bætir Elsa við. Áfall fyrir sjúkraflugið  Segir einfalt að fjarlægja flugstöð sem á að byggja MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2013 Atvinnuvegir landsins treysta á víðfeðma þjónustu N1, allt frá fyrirtækjum með heildarsamninga um rekstrarvörur til bóndans sem vantar nýtt dekk undir hjólbörurnar. Á LANDI Þéttriðið þjónustunet N1 um allt land tryggir að sjávarútvegurinn haldi dampi, að togarinn komist milli hafna og nægur glussi sé á lyftaranum í salthúsinu. Á SJÓ KLETTAGARÐAR • AKRANES • GRINDAVÍK • HÖFN • ÓLAFSVÍK • PATREKSFJÖRÐUR REYÐARFJÖRÐUR • REYKJANESBÆR • AKUREYRI • VESTMANNAEYJAR Atvinnurekendur á Íslandi treysta á fjölbreytt vöruúrval verslana N1og þjónustu um allt land: Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Áætlanir gera ráð fyrir að seld verði hátt í fimm þúsund tonn af skyri á Norðurlöndunum í ár. Ekkert lát virðist vera á eft- irspurninni og gæti þessi mark- aður verið orðinn um tíu þúsund tonn eftir ekki ýkja mörg ár. Heildsöluverðmæti vörunnar yrði þá níu til tíu milljarðar á árs- grundvelli. Á Íslandi er áætlað að seld verði um tvö þúsund tonn og enn sem komið er er neysla á hvern íbúa miklu meiri hér en annars staðar. Til Finnlands er skyr flutt beint frá Íslandi og tollheimildir þar í landi eru langt undir eftirspurn. Endanleg svör hafa nú borist frá Evrópusambandinu um að heim- ildir verði ekki auknar. Ráðgert er að í Finnlandi verði seld um 650 tonn af skyri í ár, en tollþakið miðar við 390 tonn. Því er reiknað með að framleiða um 160 tonn í Danmörku til að anna eftirspurn í Finnlandi. Í Danmörku hefur skyr verið framleitt samkvæmt sérleyfi í sex ár og fór salan rólega af stað. „Þetta byrjaði rólega, en síðustu mánuði hafa Danirnir heldur bet- ur tekið við sér,“ segir Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssvið MS. „Þar er söluaukningin fyrstu fjóra mánuði ársins um 130% og það eingöngu í hvítu skyri sem ekki er bragð- bætt, eins og í hinum löndunum.“ Íslenskt skyr eða gríska jógúrt? Noregur tók strax vel við sér í byrjun árs 2010 og Norðmenn borða um helming þess skyrs sem selt er á Norður- löndunum. Þar í landi er markaðs- og kynning- arherferð leyfishafa margverðlaunuð af sam- Ekkert lát á spurn eftir íslensku skyri  Markaðurinn á Norðurlöndum gæti orðið um 10 þúsund tonn eftir nokkur ár  Salan í Danmörku hefur tekið mikinn kipp  Kynningar- og söluherferð í Noregi margverðlaunuð  Tollmúrar hamla í Finnlandi tökum kaupmanna, viðskipta- tímaritum og fleirum. Að minnsta kosti hálfur milljarður hefur verið settur í auglýsingar og kynning- arstarf af ýmsum toga þar í landi. Svíþjóð er yngst á þessum mark- aði, en þar eins og annars staðar hefur skyrið átt velgengni að fagna. Í byrjun vikunnar var haldinn á Hótel Rangá fundur sam- starfsaðila Mjólkursamsöl- unnar á Norð- urlöndum og var þetta í annað skiptið sem slíkur fundur er haldinn. Verkefnið var meðal annars að skipu- Söluþróun skyrs á Norðurlöndum 2009 - 2013 Sala í tonnum 2009 2010 2011 2012 2013 áætlun Danmörk 1 163 220 311 760 1.160 Noregur1 284 1.210 1.900 2.000 2.320 Svíþjóð1 0 0 0 400 450 Finnland2 0 0 265 410 650 Heildarsala í t. 447 1.430 2.476 3.570 4.580 1Sérleyfi frá MS. 2Útflutt skyr frá Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.