Morgunblaðið - 31.05.2013, Síða 44
Sextán lið eru eftir í bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir
að sex síðustu leikirnir í 32ja liða úrslitunum fóru fram í
gærkvöld. Þar vakti mesta athygli góð frammistaða 4.
deildarliðs Álftaness sem tók á móti úrvalsdeildarliði Vík-
inga frá Ólafsvík og tapaði naumlega eftir harðan slag.
FH-ingar sigruðu Keflavík í Kaplakrika, þar sem Atli Viðar
Björnsson skoraði tvö fyrstu mörkin, og Breiðablik vann
Kópavogsslaginn gegn HK. Þá hófu bikarmeistarar KR tit-
ilvörnina með því að sigra Grindvíkinga í Vesturbænum.
Dregið verður til 16 liða úrslitanna á mánudaginn. »19
Bikarmeistararnir áfram og 4. deildarlið Álftaness
veitti Ólafsvíkingum harða keppni
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 151. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Segja látinn mann höfuðpaurinn
2. Langþreytt á dýrum nauðsynjum
3. Í gallabuxum og bol á Alþingi
4. „Notaði mig eins og boxpúða“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Pörupiltar flytja uppistand sitt
Homo Erectus á Pop Up Art House
leiklistarhátíðinni í leikhúsinu Diana
scenen í Helsinki í Finnlandi þriðju-
daginn 4. júní. Pörupiltar frumsýna í
haust nýja uppistandssýningu, Blóm-
in og býflugurnar, í ónefndu leikhúsi
hér á landi. Pörupiltar eru leikkon-
urnar Alexía Björg Jóhannesdóttir,
María Pálsdóttir og Sólveig Guð-
mundsdóttir.
Pörupiltar á Pop Up
Art House í Helsinki
Verkefnastjórn
söfnunarinnar
„Gengið til fjár“
efnir til hönn-
unarsamkeppn
um gerð peysu úr
íslenskri ull og er
þema samkeppn-
innar óblíð veðrátta. Söfnunin er fyrir
fjárbændur á Norður- og Norðaust-
urlandi sem urðu fyrir tjóni í fyrra
þegar tíu þúsund fjár urðu úti.
Hannað til heiðurs ís-
lensku sauðkindinni
Á fyrstu Listahátíð í Reykjavík, árið
1970, léku djasspíanistinn Bengt Hall-
berg, Jón Sigurðsson kontrabassaleik-
ari og Guðmundur Steingrímsson
trommuleikari á víxl djassópusa og sí-
gild verk sem leikin voru á píanó af
Kjell Bækkelund og nefndust tónleik-
arnir Andstæður. Í kvöld kl. 20 mun
Guðmundur endurtaka tón-
leikana í Norræna hús-
inu með djasstónlist-
armönnunum Kjart-
ani Valdimarssyni,
Gunnari Hrafnssyni
og Steinunni Birnu
Ragnarsdóttur
píanóleikara.
Andstæður endur-
teknar á Listahátíð
Á laugardag Fremur hæg breytileg átt og víða skúrir. Hiti 6 til 13 stig.
Á sunnudag (sjómannadagurinn) Hæg breytileg átt eða hafgola og
bjart með köflum, en vaxandi suðaustanátt suðvestantil um kvöldið.
Hiti 7 til 16 stig, hlýjast sunnan- og vestanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 5-13 m/s, hvassast suðvestantil,
rigning eða skúrir en bjart með köflum norðaustantil. Hiti 7 til 17
stig, hlýjast norðaustantil.
VEÐUR
Knattspyrnumaðurinn Hjörtur Júl-
íus Hjartarson nær hverjum stóra
áfanganum á fætur öðrum. Hann
hefur nú skorað á Íslandsmótum í
meistaraflokki karla 20 ár í röð,
hann varð fyrir skömmu fyrstur
til að skora eitt hundrað mörk í
næstefstu deild, er orðinn sjötti
markahæsti leikmaður Íslands-
móts karla frá upphafi, og
fleira er enn í sigtinu. Farið
er yfir ferilinn hjá þessum
marksækna leikmanni á
íþróttasíðum í dag. »19
Hjörtur nær hverjum
áfanga á fætur öðrum
„Ég er mjög kát með þetta.
Tvö gull í tveimur grein-
um. Mér leið vel í hlaup-
inu en það var frekar erf-
itt. Ég var orðin svolít-
ið þreytt í lokin en
ég hafði sigur. Ég
var mjög
ánægð með
tímann enda
töluverð
bæting á
besta tíma
mínum utan-
húss og innan-
húss. Þetta veit
á gott sumar,“ sagði
Aníta Hinriksdóttir
sem vann sín önnur
gullverðlaun á Smá-
þjóðaleikunum í gær.
» 18
Gullverðlaunin vita á
gott sumar hjá Anítu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Um helgina gengst Félag íslenskra bassa-
leikara fyrir bassahátíðinni „Iceland Stop-
over“. Hátíðinni var hleypt af stokkunum í
fyrra og er mikill hugur í félagsmönnum að
gera hana að árlegum viðburði.
Alþjóðleg bassaráðstefna, sem haldin er
árlega, ýmist í Evrópu eða Bandaríkjunum,
var kveikjan að hátíðinni. Úlfar Ingi Haralds-
son, tónskáld, kontrabassaleikari og kennari
við Listaháskóla Íslands, segir að tveir bassa-
leikarar á leið á ráðstefnuna í Kaupmanna-
höfn í fyrra hafi stoppað á Íslandi á leiðinni og
tækifærið verið notað til að slá upp tón-
leikum. Félag íslenskra bassaleikara hafi
formlega orðið til í kjölfarið og ákveðið að
endurtaka nú leikinn í tengslum við ráðstefn-
una sem verður í Rochester í New York-ríki í
næsta mánuði.
Kærleikur og tenging
„Þetta er dýpsta strokhljóðfærið í fiðlufjöl-
skyldunni,“ segir Úlfar Ingi um hljóðfærið
stóra og bætir við að kontrabassinn eigi sér
langa og merka sögu og sé, hvað útlit og
hönnun varðar, ýmist skyldur gömbu, strok-
hljóðfæri sem sé enn notað í miðalda- og bar-
okktónlist, eða svokallaðri Cremona--
fiðlufyrirmynd. Bassinn hafi fengið rúm á
fleiri stöðum en önnur strokhljóðfæri og verið
mjög mikilvægur í allri rytmískri tónlist lengi
framan af 20. öldinni eða þar til rafmagns-
bassar hafi tekið við hlutverkinu í háværari
tónlist. Svið margra kontrabassaleikara sé
því gjarnan vítt og þeir leiki margir jöfnum
höndum klassíska og rytmíska tónlist.
Hljóðfærið er ekki beint það meðfærileg-
asta og óþjált fyrir millilandaflug. Úlfar Ingi
segir að menn þurfi gjarnan að fá hljóðfæri
lánað, þegar þeir spili erlendis, en nýjasta
hönnunin í Bandaríkjunum sé svonefndur
flugbassi sem má smækka að umfangi og
koma fyrir í sérhannaðri ferðatösku.
Kontrabassinn er „lifandi“ hljóðfæri og
vandmeðfarinn, rétt eins og mörg önnur
hljóðfæri. Úlfar Ingi segir að erfiðast sé að
eiga við mikinn þurrk og ýmis húsráð hafi
verið notuð á árum áður til að viðhalda réttu
rakastigi en nú sé einkum stuðst við rakatæki
og sérstakar rakaslöngur.
Kontrabassaleikarar eru gjarnan frekar
hógværar manngerðir en gegna mikilvægu
hlutverki. „Við reynum að sinna okkar af mik-
illi ást og samviskusemi,“ segir Úlfar Ingi.
„Hljóðfærið hefur alltaf verið mér mjög
kært.“ Hann bætir við að hann hafi alltaf lagt
áherslu á það við tónsmíðanemendur sína að
reyna að halda tengslum við hljóðfæri sitt.
„Það skiptir oft miklu máli að hafa starfs-
svigrúm og beina tengingu við flutning tón-
listar.“
Tveir þekktir erlendir kontrabassaleikarar
taka þátt í hátíðinni að þessu sinni. Norðmað-
urinn Dan Styffe hefur getið sér gott orð fyrir
flutning á nútímatónlist og Tékkinn Jiri Sla-
vik hefur vakið athygli fyrir sérstæðan stíl er
tengist spuna og djasstónlist.
Kontrabassinn dýpsta
hljóðfærið í fjölskyldunni
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kontrabassaleikarar Frá vinstri: Úlfar Ingi Haraldsson, Hávarður Tryggvason, Dean Ferrell og Þórir Jóhannsson.
Bassahátíðin „Iceland Stopover“ árlegur viðburður hjá Félagi íslenskra bassaleikara
Haldnir verða fernir tónleikar í sal Listaháskóla Íslands,
Sölvhólsgötu 13, í dag og á morgun. Í dag leika Úlfar Ingi
Haraldsson og Hávarður Tryggvason þrjú verk frá kl. 17 og
kl. 18 hefst ljóðalestur Deans Ferrels sem auk þess leikur
undir á kontrabassa. Á morgun kl. 18 byrjar Norðmað-
urinn Dan Styffe að leika ýmis einleiksverk auk þess sem
flautuleikarinn Anne Hveding leikur með í einu verkanna.
Kl. 19 stígur svo Tékkinn Jiri Slavik á svið með frumsamin
verk.
Fernir tónleikar í
dag og á morgun
SALUR LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS